Réttur EES/EFTA útlendings til búsetu á Íslandi

Lögleg búseta á Íslandi

Ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja mega koma til landsins án sérstaks leyfis og dvelja eða starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði áður en lögheimili er skráð og sex mánuði ef viðkomandi er í atvinnuleit. Að þeim tíma loknum er nauðsynlegt að skrá sig hjá Þjóðskrá Íslands, að því gefnu að skilyrði um framfærslu sé uppfyllt.

Allir sem dvelja eða ætla að dvelja á Íslandi í sex mánuði eða lengur skulu samkvæmt lögum eiga lögheimili hér á landi. Réttur til opinberrar þjónustu og aðstoðar er yfirleitt háður því að viðkomandi sé með skráð lögheimili og því er ráðlegt að lögheimili sé skráð hið fyrsta, ef einstaklingur hyggur á búsetu á Íslandi. Uppfylla þarf skilyrði um framfærslu svo unnt sé að skrá lögheimili í þjóðskrá.


|Skráning vegna langtímadvalar|Skráning vegna skammtímadvalar|Endurkoma|

| Upplýsingar um lögheimilisskráningu | Upplýsingar um sjúkratryggingar |


  • Upplýsingar um einstök atriði er hægt að nálgast með því að smella á neðangreinda tengla.