Íslenskukennsla - netið

Hægt er að stunda íslenskunám á Netinu. Hér er yfirlit yfir þá sem bjóða upp á slíkt.


Icelandic online - http://icelandic.hi.is/

Frítt námsefni á vegum Hugvísindadeildar Háskóla Íslands þar sem boðið er upp á mismunandi styrkleika á námi. Námið er sett fram bæði á hljóð- og myndrænu formi. Kennd er málfræði og daglegt mál. Þegar lengra er komið í náminu er einnig kennsla í íslenskri samfélagsfræði.

Tungumálaskólinn – The Language Schoolwww.skoli.eu

Tungumálaskólinn kennir íslensku sem erlent mál. Öll kennsla fer fram á netinu. Lesa, hlusta, skrifa og tala.

Æfingar eru fjölbreyttar og kostir gagnvirkra æfinga eru nýttir á ýmsan hátt. Þeir nemendur sem standast kröfur skólans um ástundun og árangur fá skírteini frá Tungumálaskólanum þar sem tekið er fram hversu marga íslenskutíma nemandinn sótti.

Námið er fullgilt og telur upp í tilskildar kennslustundir í íslensku.

Tungumálaskólinn býður upp á stig 1, 2, 3, og 4 í íslensku, Ritun og Einka-taltíma.

Ríkið niðurgreiðir námskeið fyrir nemendur sem búa á Íslandi.


Íslenska fyrir alla

Íslenska fyrir alla 1-4 er námsefni fyrir fullorðna námsmenn sem læra íslensku sem annað eða erlent mál. Grunnbækurnar eru fjórar en auk þeirra fylgja efninu kennsluleiðbeiningar, hljóðefni og viðbótarefni.

Áhersla er lögð á alla færniþætti tungumálanáms: skilning (lestur og hlustun), talmál og ritun. Viðfangsefni eru fjölbreytt og tengjast íslensku samfélagi og daglegu lífi.


Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir

Sími: (+354) 691-4369

Netfang: lemme@lemme.is

Er með íslenskukennslu í gegnum skype