Menntun

Efnisyfirlit flokks  • Samkvæmt lögum hafa allir jafnan rétt til náms, án tillits til kyns, fjárhags, búsetu, trúar, fötlunar og menningarlegs eða félagslegs uppruna.
  • Á Íslandi skiptist skólakerfið upp í fjóra hluta. Leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.

Skólakerfið

Leikskólar - Leikskólanám er ekki skylda. Leikskólinn er fyrir öll börn sem eru yngri en sex ára. Foreldrar sækja um leikskóladvöl fyrir barn sitt í því sveitarfélagi þar sem barnið er skráð með lögheimili. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið, gjöld, inntöluskilyrði og fleira

Grunnskólar - Grunnskólanám er skylda. Skólaskylda í grunnskólum þýðir að börn og ungmenni á aldrinum 6 – 16 ára eiga að stunda þar nám. Foreldrar verða að skrá börn sín í grunnskóla og sjá til þess að þau stundi námið. Nánari upplýsingar um grunnskólanámið

Framhaldsskólar - Nám í framhaldsskólum er ekki skylda. Skólarnir eru ýmist nefndir fjölbrautaskólar, framhaldsskólar, iðnskólar, menntaskólar eða verkmenntaskólar. Almennar upplýsingar um hagnýt atriði varðandi framhaldsskólanám, umsóknarferlið og fleira

Háskólar - Þeir sem hyggja á nám í háskóla skulu hafa lokið stúdentsprófi eða jafngildu prófi. Leyfilegt er að ákveða sérstök inntökuskilyrði í háskóla og láta nemendur gangast undir inntökupróf eða stöðupróf. Upplýsingar um háskóla á Íslandi og hagnýt atriði tengd háskólanámi

Almennt

Íslenska fyrir útlendinga - Upplýsingar um íslenskunámskeið fyrir útlendinga og námskeiðshaldara eftir svæðum

Mat á námi og starfsréttindum - Almennar upplýsingar um mat á námi og starfsréttindum, hvaða gögn þarf að leggja fram og hvert skal leita varðandi að fá mat á námi og starfsréttindum viðurkennt

Bókasöfn - Almennar upplýsingar um bókasöfnin á ÍslandiTil baka, Senda grein, Prenta greinina