Orðskýringar

Orðskýringar

Íslenska

ADSL

ADSL (Asymmetric Digital Subscriber Line) er gagnaflutningsþjónusta sem nýtir hefðbundnar símalínur til háhraðagagnaflutninga inn á Netið eða fyrirtækjanet. ADSL felur í sér sítengingu við Netið.

AÐILD

ef maður á aðild að einhverju, t.d. félagi eða samtökum, tekur maður þátt í starfi þeirra og fær þau réttindi sem fylgja aðildinni; félag, stofnun eða ríki getur líka átt aðild að stórum samtökum

AÐLÖGUN

aðlögun miðar að því að fólk venjist nýjum aðstæðum og falli inn í hóp, t.d. á vinnustað, á leikskóla eða í nýju landi

AÐSTANDANDI

ef maður er aðstandandi einhvers þá er maður ættingi hans, t.d. foreldri eða systkini; aðstandendur atburðar eða verkefnis eru þeir sem taka þátt í því eða standa að því

AFBORGUN

afborgun er greiðsla af láni sem maður hefur fengið, t.d. í banka; maður borgar venjulega lánið og vextina af því með reglulegum afborgunum, t.d. í hverjum mánuði, þangað til allt lánið er greitt

AFBORGUNARTÍMI

afborgunartími er sá tími sem maður þarf að borga af láni þangað til það er allt greitt

AFBROT

ef fólk fremur afbrot þá gerir það eitthvað af sér sem brýtur gegn lögum

AFPLÁNA

þegar fólk afplánar t.d. fangelsisdóm þá tekur það út refsingu með því að sitja í fangelsi í ákveðinn tíma

AFRIT

afrit af t.d. skjali er annað eintak af því, t.d. ljósrit af reikningi eða vottorði

AFSAL

afsal er skrifleg yfirlýsing sem staðfestir að maður eigi eign sem maður hefur keypt, t.d. bíl eða húsnæði

AFSKRÁNING

afskráning felst í því að bíll er tekinn af skrá og þá þarf ekki að borga tryggingar og önnur gjöld af honum; þegar bíll er afskráður skilar maður bílnúmerinu og þá má ekki keyra hann

AFSKRIFT

afskrift er lækkun á verðgildi einhvers vegna slits, úreldingar o.þ.h.

AFSLÁTTUR

afsláttur er lækkun á verði á vörum eða þjónustu; ef verslun gefur afslátt á vörum er verðið yfirleitt lækkað um ákveðna prósentutölu

AFTURKALLA

þegar maður afturkallar eitthvað, t.d. leyfi eða umboð, þá tekur maður það aftur eða ógildir það

AFTURKÖLLUN

afturköllun felst í því að maður afturkallar eitthvað

ALMANAKSÁR

eitt almanaksár er tíminn frá 1. janúar til 31. desember á sama ári

ALMANNATRYGGINGAR

almannatryggingar eru opinbert tryggingakerfi sem allir landsmenn eiga aðild að og greiða fyrir með sköttunum sínum; almannatryggingar greiða t.d. fyrir sjúkrahúsvist, lækniskostnað og lyf eftir ákveðnum reglum og eiga að tryggja öllum lágmarksframfærslu; undir almannatryggingar falla t.d. ellilífeyrir, örorkulífeyrir, slysatryggingar og sjúkratryggingar

ALÞINGI

Alþingi er þjóðþing Íslendinga sem m.a. setur lög

ALÞJÓÐA-

ef alþjóða- stendur framan við orð þá merkir það að orðið vísar til einhvers sem varðar margar þjóðir eða lönd; t.d. er alþjóðasamningur samningur milli margra þjóða

ALÞJÓÐLEGUR

ef eitthvað er alþjóðlegt þá snertir það margar þjóðir eða nær til stórs hluta heimsins

ANDLÁT

það er andlát þegar einhver deyr

ANDMÆLARÉTTUR

andmælaréttur felst í því að einstaklingar eiga lögbundinn rétt til að segja sína skoðun á ákvörðun stjórnvalda og til að mótmæla henni

APÓTEK

apótek er verslun þar sem eru seld lyf, hjúkrunarvörur, snyrtivörur og fleira

ATKVÆÐAGREIÐSLA

atkvæðagreiðsla felst í því að greiða atkvæði í kosningum og velja þannig á milli einstaklinga eða flokka sem eru í framboði eða gefa álit sitt á ákveðnu málefni

ATKVÆÐASEÐILL

atkvæðaseðill er sérstakt eyðublað sem maður fær afhent við kosningar til þess að merkja við þann lista eða einstakling sem maður ætlar að kjósa

ATKVÆÐI

atkvæði er það álit sem maður gefur í kosningum; ef maður greiðir t.d. ákveðnum stjórnmálaflokki atkvæði sitt í alþingiskosningum þýðir það að maður kýs hann

ATVINNA

atvinna er starf sem maður fær laun fyrir

ATVINNUAUGLÝSING

atvinnuauglýsing er texti sem er birtur opinberlega, t.d. í dagblaði eða á netinu, þar sem er óskað eftir fólki í vinnu

ATVINNULAUS

ef maður er atvinnulaus þá hefur maður enga vinnu þó að maður sé vinnufær

ATVINNULEIT

atvinnuleit felst í því að maður leitar að vinnu, t.d. með því að skoða atvinnuauglýsingar eða hafa samband við vinnumiðlun

ATVINNULEYFI

atvinnuleyfi er formlegt leyfi frá yfirvöldum til þess að stunda vinnu í landinu

ATVINNULEYSI

atvinnuleysi er það ástand þegar lítil vinna er í boði fyrir fólk í atvinnuleit

ATVINNULEYSISBÆTUR

atvinnuleysisbætur eru greiðslur sem fólk á rétt á samkvæmt ákveðnum reglum ef það fær enga vinnu; fólk þarf að skrá sig hjá vinnumiðlun til þess að fá atvinnuleysisbætur

ATVINNULEYSISTRYGGINGAR

atvinnuleysistryggingar eru tryggingar sem veita fólki rétt til að fá atvinnuleysisbætur ef það fær ekki vinnu

ATVINNUMIÐLUN

atvinnumiðlun er það sama og vinnumiðlun

ATVINNUREKANDI

atvinnurekandi á eða stjórnar fyrirtæki sem hefur fólk í vinnu og borgar því laun

ATVINNUREKSTUR

atvinnurekstur felst í því að stjórna fyrirtæki sem hefur starfsmenn í vinnu og greiðir þeim laun

ATVINNURÉTTINDI

atvinnuréttindi fólks eru réttindi þess til að stunda atvinnu

ATVINNUSJÚKDÓMUR

atvinnusjúkdómur er sjúkdómur sem fólk fær vegna vinnu sinnar, t.d. vegna þess að það er mengun á vinnustaðnum eða af því að það beitir líkamanum rangt við vinnuna

ATVINNUSTARFSEMI

atvinnustarfsemi felst í því starfi sem er unnið í fyrirtækjum, t.d. verslun, þjónustu eða framleiðslu

ATVINNUTILBOÐ

ef maður fær atvinnutilboð frá einhverjum þá býður hann manni að vinna fyrir sig

ATVINNUÞÁTTTAKA

atvinnuþátttaka felst í því að stunda vinnu

ÁBYRGÐ

ef maður gengur í ábyrgð fyrir einhvern sem tekur lán lofar maður að borga lánið til baka ef sá sem tók það getur ekki borgað það sjálfur; ef það er ábyrgð á vörum sem maður kaupir lofar fyrirtækið sem selur manni þær að að gera ókeypis við það sem bilar 

ÁFANGAKERFI

í framhaldsskólum þar sem er áfangakerfi eru ekki bekkir eða árgangar heldur þurfa nemendur að ljúka ákveðnum fjölda áfanga í hverri námsgrein, t.d. til stúdentsprófs

ÁFANGI

áfangi í skóla er sá hluti námsgreinar sem er kenndur á einni önn og lýkur yfirleitt með prófi

ÁKVARÐA

ef einhver ákvarðar eitthvað þá ákveður hann að það sé niðurstaðan

ÁKVÆÐI

ákvæði eru reglur eða fyrirmæli sem fólk þarf að fara eftir, t.d. í lögum og samningum

ÁKVÖRÐUN

ef tekin er ákvörðun felst það í því að eitthvað er ákveðið eða ákvarðað

ÁLAG

ef maður fær greitt álag fyrir vinnu þá fær maður greitt meira en föst laun, t.d. vegna þess að maður hefur unnið yfirvinnu; ef maður er undir álagi, t.d. í vinnunni, þá er mikið að gera hjá manni

ÁLAGNING

álagning felst í því að skattar eru lagðir t.d. á tekjur fólks; álagning á vörur eða þjónustu felst í því að verðið fyrir það er ákveðið

ÁLAGNINGARSEÐILL

álagningarseðill er árlegt yfirlit frá skattayfirvöldum sem sýnir hvað maður á að borga í skatta á árinu, hvað maður er þegar búinn að borga í staðgreiðslu og hvað maður skuldar eða á inni hjá skattinum

ÁMINNING

ef maður fær áminningu fyrir eitthvað sem maður hefur gert rangt þá fær maður tiltal og er varaður við því að gera það aftur; ef manni er veitt áminning vegna einhvers sem maður hefur gert í vinnunni getur maður fengið sekt fyrir það eða misst vinnuna ef 

ÁRGANGUR

árgangur er sá hópur nemenda sem er fæddur á sama ári

ÁRITUN

áritun er undirskrift á skjal í ákveðnum tilgangi, t.d. vegabréfsáritun frá yfirvöldum eða áritun á skuldabréf

ÁRITUNARSKYLDUR

ef maður er áritunarskyldur þá verður maður að hafa vegabréfsáritun

ÁVÍSUN

ávísun er sérstakt eyðublað frá banka eða sparisjóði sem maður fyllir út og notar í staðinn fyrir peninga til að borga fyrir vörur eða þjónustu; þegar ávísun er innleyst er upphæðin tekin af tékkareikningi manns

BANKAÁVÍSUN

bankaávísun er ávísun fyrir ákveðinni upphæð sem bankinn gefur út

BANKAKORT

bankakort er greiðslukort sem maður getur notað til að taka út pening af bankareikningi eða til greiðslu í banka eða sparisjóði

BANKAREIKNINGUR

bankareikningur er skrá um viðskipti manns við banka eða sparisjóð og geymir upplýsingar um upphæðir sem maður leggur inn eða tekur út og vexti sem maður ávinnur sér; sami maður getur átt fleiri en einn bankareikning í sama banka eða bankareikninga í nokk

BANKAÞJÓNUSTA

bankaþjónusta er öll sú þjónusta sem bankar og sparisjóðir veita

BANKI

banki er peningastofnun sem tekur að sér að geyma og ávaxta peninga fólks og veitir fólki lán með ákveðnum vöxtum

BARNABÍLSTÓLL

barnabílstóll er sérstakur stóll sem börn eiga að sitja í til öryggis þegar þau eru farþegar í bíl

BARNABÆTUR

barnabætur eru sérstakar bætur frá ríkinu sem foreldrar eiga rétt á að fá samkvæmt ákveðnum reglum fyrir hvert barn sem þeir eiga

BARNAGÆSLA

barnagæsla felst í því að gæta barna, t.d. hjá dagmömmu eða barnfóstru

BARNALÍFEYRIR

barnalífeyrir er sérstök greiðsla sem er greidd með börnum yngri en 18 ára þegar annað foreldra er látið eða er örorkulífeyrisþegi

BARNALÖG

barnalög eru sérstök lög sem fjalla um t.d. barnsmeðlög og forsjá barna

BARNAVERNDARLÖG

barnaverndarlög eru sérstök lög sem fjalla um réttindi barna og skyldur foreldra gagnvart börnum

BARNAVERNDARYFIRVÖLD

barnaverndaryfirvöld eru þær stofnanir og opinberu nefndir sem eiga að sjá til þess börn alist upp við öruggar aðstæður, t.d. með því að bregðast við ef brotið er gegn börnum

BARNEIGN

það er barneign þegar fólk eignast börn; ef konur eru komnar úr barneign þá geta þær ekki lengur átt börn vegna aldurs

BARNSHAFANDI

barnshafandi kona gengur með barn og bíður eftir að fæða það

BARNSMEÐLAG

barnsmeðlag er reglulegar greiðslur sem það foreldri sem ekki er með forsjá barnsins verður að greiða sem framfærslu fyrir barnið

BEKKJARDEILD

bekkjardeild er það sama og bekkur þar sem nemendur á sama aldri eru saman í kennslustundum og hafa sama umsjónarkennara

BEKKUR

bekkur eru allir nemendur í hverjum árgangi í skóla, t.d. fara öll börn í 1. bekk þegar þau byrja í skóla; bekkur í skóla getur líka verið hópur nemenda á sama aldri sem er saman í kennslustundum og hefur sama umsjónarkennara

BIFREIÐASKOÐUN

bifreiðaskoðun felur í sér reglulegt eftirlit með öllum bílum; bifreiðaskoðun fer fram á ákveðnum verkstæðum og ef eitthvað er ekki í lagi verður maður að láta laga það innan ákveðins tíma, annars má ekki keyra bílinn

BÍLALÁN

bílalán er sérstakt lán sem maður getur fengið hjá lánastofnun til þess að kaupa bíl

BÍLBELTI

bílbelti eru sérstakar öryggisólar fyrir ökumann og farþega í bíl

BÓKLEGT NÁM

í bóklegu námi lærir maður námsefnið aðallega af bókum; bóklegar námsgreinar eru t.d. tungumál, saga og náttúrufræði og bóklegt nám er t.d. stundað á bóknámsbrautum í framhaldsskólum (málabraut, félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut o.s.frv.)

BÓLUSETNING

þegar fólk fer í bólusetningu fær það sprautu gegn ákveðnum smitsjúkdómum; öll börn á Íslandi eru t.d. bólusett reglulega gegn ýmsum sjúkdómum

BÓLUSETNINGARVOTTORÐ

bólusetningarvottorð er vottorð sem sýnir gegn hvaða sjúkdómum fólk hefur verið bólusett og hvenær það var bólusett gegn þeim

BÓTAÞEGI

bótaþegi er sá sem fær bætur frá einhverjum, t.d. félagslegar bætur eða skaðabætur

BRÁÐABIRGÐA

bráðabirgða- fremst í orði merkir að það sem felst í orðinu gildir í stuttan tíma til reynslu eða þangað varanleg úrlausn fæst, t.d. er bráðabirgðaökuskírteini gefið út fyrir byrjendur; ef eitthvað er gert til bráðabirgða þá gildir það bara þangað til var

BRÁÐAVAKT

bráðavakt er sérstök deild á sjúkrahúsi þar sem tekið er á móti fólki sem þarf að fá læknisaðstoð strax

BREIÐBANDIÐ

breiðbandið er tíðnisvið notað fyrir verkefni sem þurfa vítt tíðnibil. Breiðbandinu má skipta í nokkur mjórri svið og er þá unnt að nota hvert svið í mismunandi tilgangi (sjónvarp, útvarp, Netið) eða fyrir ólíka notendur.

BROTTFÖR

það er brottför þegar maður fer frá einhverjum stað, t.d. landi eða borg

BROTTVÍSUN

það er brottvísun ef fólki er vísað burt frá einhverjum stað, t.d. frá ákveðnu landi

BÚSLÓÐ

búslóð er safn þeirra hluta sem tilheyra heimili fólks og það getur flutt með sér á milli staða, t.d. húsgögn, heimilistæki, eldhúsáhöld, bækur, fatnaður o.fl.

BÆJARFÉLAG

bæjarfélag er bær eða kaupstaður sem er sérstakt sveitarfélag

BÆJARSKRIFSTOFA

bæjarskrifstofa er skrifstofa þar sem stjórnsýsla bæjarfélags hefur aðsetur

BÆTUR

bætur eru peningar sem fólk fær úr almannatryggingum eða frá tryggingafélagi við sérstakar aðstæður, t.d. ef það hefur orðið fyrir heilsutjóni eða slysi eða ef tjón verður á eigum sem voru tryggðar; fólk getur líka fengið bætur í skattakerfinu eftir ákveð

DAGMAMMA

dagmamma er það sama og dagmóðir

DAGMÓÐIR

dagmóðir er kona sem vinnur við að gæta ungra barna á heimili sínu á daginn á meðan foreldrar sækja t.d. vinnu

DAGPENINGAR

dagpeningar eru ákveðin upphæð á dag sem fólk fær úr almannatryggingum eða frá tryggingafélagi eftir ákveðnum reglum, t.d. ef maður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss; dagpeningar geta líka verið greiðslur sem maður fær frá vinnuveitanda sínum til 

DAGSETNING

dagsetning er mánaðardagur, mánuður og ár, t.d. 1. janúar 2007; dagsetning er sett t.d. á bréf eða skjal

DAGVINNULAUN

dagvinnulaun eru þau laun sem maður fær fyrir að vinna reglulegan vinnudag, t.d. frá kl. 9-17

DÁNARBÚ

dánarbú eru allar eigur sem fólk lætur eftir sig þegar það deyr, t.d. húsnæði og peningar

DÁNARBÆTUR

dánarbætur eru bætur úr almannatryggingum eða stéttarfélagi sem fólk getur átt rétt á samkvæmt ákveðnum reglum ef maki þess deyr; barn á framfæri foreldra sinna getur einnig átt rétt á dánarbótum ef foreldri þess deyr

DEBETKORT

debetkort er greiðslukort sem tengist bankareikningi manns; þegar debetkort er notað til þess að borga fyrir vörur og þjónustu eða til þess að taka út peninga í hraðbanka dregst upphæðin strax frá innistæðunni á bankareikningnum

DÓMARI

dómari er lögfræðimenntaður embættismaður sem stjórnar réttarhöldum og kveður upp dóma

DÓMSMÁL

dómsmál er mál sem er rekið fyrir dómstólum

DÓMSMÁLARÁÐHERRA

dómsmálaráðherra er ráðherra sem stýrir dómsmálaráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ

dómsmálaráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með öllum málum sem snerta lög og reglu í landinu; yfirmaður ráðuneytisins er dómsmálaráðherra

DÓMSTÓLL

dómstóll er opinber stofnun þar sem réttarhöld fara fram og dómar eru kveðnir upp

DÓMUR

dómur er ákvörðun sem dómarar taka um mál fyrir rétti og er dómurinn sem þeir kveða upp niðurstaða réttarhaldanna

DRÁTTARVEXTIR

dráttarvextir bætast við skuld sem er ekki borguð á réttum tíma og eru ákveðið hlutfall af upphæðinni sem átti að greiða fyrir hvern dag sem líður frá gjalddaga þangað til skuldin er borguð

DÆMDUR

ef maður er dæmdur þá hlýtur hann dóm fyrir það sem hann hefur gert og þarf að greiða sekt eða taka út refsingu eftir því sem dómari ákveður

EFTIRLAUN

eftirlaun eru tekjur sem maður hefur þegar maður hættir að vinna vegna aldurs, t.d. greiðslur úr lífeyrissjóði

EFTIRLAUNAALDUR

fólk kemst á eftirlaunaaldur þegar það á rétt á eftirlaunum, yfirleitt um 67 ára aldur

EFTIRLIT

eftirlit felst í því að fylgst er reglulega með einhverju eða einhverjum, t.d. er eftirlit með vörum sem eru framleiddar og seldar til að tryggja að þær valdi fólki ekki skaða

EFTIRLÝSTUR

ef maður er eftirlýstur þá leita yfirvöld hans, oftast vegna einhvers sem hann hefur brotið af sér

EFTIRNAFN

eftirnafn er sá hluti af nafni fólks sem fer á eftir fornafninu eða -nöfnunum; eftirnafn getur verið föðurnafn (t.d. Jónsdóttir), móðurnafn (t.d. Guðrúnarson) eða ættarnafn (t.d. Briem)

EIGN

eignir manns eru verðmætir hlutir sem maður á, t.d. fasteignir og bílar

EINDAGI

eindagi á skuld, t.d. reikningi fyrir vörur eða afborgun af láni, er allra síðasti dagurinn sem maður getur borgað hana án þess að dráttarvextir bætist við

EINGREIÐSLA

eingreiðsla er peningaupphæð sem er greidd í einu lagi, t.d. laun sem eru greidd í einu lagi í stað þess að vera greidd mánaðarlega

EINHLEYPUR

einhleypur maður eða einhleyp kona er ekki í hjónabandi eða sambúð

EINKA-

einka- fremst í orði getur merkt að það sem felst í orðinu tengist einstaklingum eða fyrirtækjum en ekki ríki eða sveitarfélögum, t.d. einkaaðili, einkaskóli; einka- fremst í orði getur líka merkt að það sem orðið á við tilheyri einstaklingi og komi ekki 

EINKAAÐILI

einkaaðili, t.d. í viðskiptum eða framkvæmdum, er maður eða fyrirtæki sem starfar á eigin vegum en ekki á vegum ríkisins eða opinberra stofnana

EINKAMÁL

einkamál er persónulegt mál sem snertir einstakling eða fjölskyldu og kemur öðrum ekki við; einkamál getur líka verið dómsmál sem er rekið fyrir t.d einstakling, félag eða fyrirtæki

EINKAREKINN

ef fyrirtæki eða stofnun er einkarekin ef hún er í eigu einkaaðila en ekki ríkis eða sveitarfélags

EINKASKÓLI

einkaskóli er skóli sem er ekki rekinn af ríkinu eða af sveitarfélagi heldur af einkaaðila, t.d. samtökum eða trúfélagi; fólk borgar skólagjöld fyrir sig eða börnin sín ef þau stunda nám í einkaskóla

EINKENNISSTAFIR

einkennisstafir eru bókstafir sem eru opinber skammstöfun fyrir stað, t.d. land, bæ eða flugvöll, og eru m.a. notaðir til þess að sýna uppruna eða áfangastað; einkennisstafir landa eru tveir bókstafir, t.d. IS fyrir Ísland, og einkennisstafir flugvalla er

EINKUNN

einkunn er mælikvarði á námsárangur í ákveðinni námsgrein eða námsáfanga; einkunn er oftast sýnd með tölugildi (1-10) en stundum með bókstaf (A, B, C o.s.frv.)

EINSTAKLINGUR

einstaklingur er einn einstakur maður eða kona; þegar talað er um einstaklinga t.d. í stjórnsýslu eða viðskiptum þá er átt við einstakar manneskjur

EINSTÆTT FORELDRI

einstætt foreldri er foreldri sem er ekki gift eða í sambúð

EITRUNARMIÐSTÖÐ

eitrunarmiðstöð er neyðarþjónusta þar sem er hægt að fá upplýsingar í síma um eiturefni og leiðbeiningar um það sem á að gera ef fólk verður fyrir eitrun

EKKILL

maður verður ekkill ef eiginkona hans deyr; maður sem hefur misst konuna sína er ekkill þangað til hann giftist aftur

EKKJA

kona verður ekkja ef eiginmaður hennar deyr; kona sem hefur misst manninn sinn er ekkja þangað til hún giftist aftur

ELLILÍFEYRIR

ellilífeyrir er mánaðarleg greiðsla sem fólk á rétt á úr almannatryggingum eða lífeyrissjóði eftir ákveðinn aldur þegar það hættir að vinna; t.d. fær fólk oftast ellilífeyri við 67 ára aldur á Íslandi

ELLILÍFEYRISÞEGI

maður er ellilífeyrisþegi þegar maður fær greiddan ellilífeyri

EMBÆTTI

embætti er opinber staða hjá ríkinu eða sveitarfélögum; maður eða kona sem gegnir ákveðnu embætti, t.d. embætti landlæknis eða ríkislögreglustjóra, hefur yfirumsjón með málum á sínu sviði

EMBÆTTISPRÓF

embættispróf er próf sem fólk tekur að loknu háskólanámi í ákveðnum greinum, t.d. taka læknar embættispróf í læknisfræði og lögfræðingar embættispróf í lögfræði

EMBÆTTISSTIMPILL

embættisstimpill er stimpill frá tilteknu embætti sem settur er á skjöl til að staðfesta að þau séu gild

ENDURGREIÐSLA

endurgreiðsla felst í því að maður fær pening greiddan til baka, t.d. inneign hjá skattayfirvöldum

ENDURHÆFING

fólk fer í endurhæfingu á sjúkrahúsi eða annarri heilbrigðisstofnun til að ná bata og fyrri færni eftir veikindi eða slys; endurhæfing er t.d. fólgin í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun

ENDURKOMUBANN

endurkomubann felst í því að fólk má ekki koma aftur á einhvern stað, t.d. til lands þar sem það hefur verið

ENDURMENNTUN

endurmenntun er nám sem fólk stundar eftir að hafa lokið reglulegu skólanámi til þess að bæta við sig þekkingu og færni á sínu starfssviði eða til að afla sér menntunar á öðru sviði

ENDURNÝJUN

endurnýjun miðar að því að fá eitthvað nýtt í stað gamals, t.d. nýtt vegabréf í stað þess sem er útrunnið

ENDURSKOÐANDI

endurskoðandi hefur sérhæfða menntun og réttindi til að fara yfir reikninga fyrirtækja eða einstaklinga, sjá til þess að þeir séu réttir og að allt sé greitt rétt til skattayfirvalda

ENDURSKOÐUN

endurskoðun felst í því að endurskoðandi fer yfir reikninga fyrirtækja eða einstaklinga, sér til þess að þeir séu réttir og að allt sé greitt rétt til skattayfirvalda

ERFÐABREYTT MATVÆLI

erfðabreytt matvæli eru framleidd úr erfðabreyttum lífverum eða afurðum þeirra og innihalda prótín eða erfðaefni tilkomið vegna erfðabreytinga.

ERINDI

ef maður sendir erindi til t.d. stjórnenda fyrirtækja eða embættismanna þá sendir maður formlegt bréf eða beiðni um eitthvað ákveðið

ERLENDIS

ef maður er erlendis þá er maður í öðru landi en maður býr í

ERLENDUR

ef maður er erlendur þá er maður frá öðru landi en því sem rætt er um, maður er útlendingur; það sem er erlent á uppruna sinn í öðru landi, t.d. eru erlendar vörur framleiddar erlendis

EYÐUBLAÐ

eyðublað er blað með auðum reitum eða línum þar sem maður á að skrifa þær upplýsingar sem maður er beðinn um, t.d. þegar maður sækir um þjónustu eða gefur skýrslu

FAÐERNISMÁL

faðernismál er mál fyrir dómstólum sem er rekið til þess að staðfesta hver er faðir barns

FAGFÉLAG

fagfélag er verkalýðsfélag eða stéttarfélag fyrir fólk í ákveðinni starfsgrein

FANGELSI

fangelsi er staður þar sem fólk afplánar dóma fyrir afbrot sín

FANGELSISVIST

fangelsisvist er sá tími sem fangar eru í fangelsi

FANGI

fangi er maður sem afplánar dóm í fangelsi

FARARTÆKI

farartæki er tæki sem flytur fólk og varning á milli staða, t.d. bíll, skip eða flugvél

FARSEÐILL

farseðill er kvittun sem staðfestir að maður hafi keypt ákveðna ferð, t.d. með flugi til útlanda eða á milli staða innanlands með strætó eða rútu; maður þarf venjulega að sýna farseðilinn þegar maður leggur af stað í ferðina

FARÞEGI

ef maður er farþegi, t.d. í bíl eða flugvél, þá ferðast maður með farartækinu

FASTEIGN

fasteign er húsnæði eða önnur eign sem er ekki hægt að færa úr stað

FASTEIGNAAUGLÝSING

fasteignaauglýsing er tilkynning, t.d. í dagblaði, þar sem fólk og fyrirtæki auglýsa fasteignir til kaups eða sölu

FASTEIGNALÁN

fasteignalán er lán sem fólk getur fengið hjá lánastofnunum til þess að kaupa fasteign

FASTEIGNASALA

fasteignasala er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja fasteignir fyrir aðra

FASTEIGNASALI

fasteignasali er maður sem vinnur við að selja fasteignir, oftast á sérstökum fasteignasölum

FASTEIGNAVEÐBRÉF

fasteignaveðbréf er skuldabréf með veði í fasteign

FEÐRALAUN

feðralaun eru greiðslur sem maður getur átt rétt á úr almannatryggingum ef hann er einstætt foreldri og með tvö eða fleiri börn undir 18 ára aldri á framfæri sínu

FERÐAFÓLK

ferðafólk er fólk sem er á ferðalagi

FERÐAHEIMILD

ferðaheimild er sérstakt leyfi, t.d. frá yfirvöldum eða stofnun, til þess að fara í ákveðna ferð; fólk getur t.d. þurft að fá ferðaheimild til þess að sækja fund eða ráðstefnu í útlöndum á vegum stofnunar eða fyrirtækis sem það vinnur hjá

FERÐAKOSTNAÐUR

ferðakostnaður er sá kostnaður sem kemur af ferðalögum

FERÐALAG

ef maður fer í ferðalag þá ferðast maður í lengri tíma, annaðhvort innanlands eða til útlanda

FERÐASKILRÍKI

ferðaskilríki eru persónuskilríki sem maður verður að hafa meðferðis þegar maður ferðast, yfirleitt vegabréf

FERÐASKÍRTEINI

ferðaskírteini er það sama og ferðaskilríki

FERÐATÉKKI

ferðatékki er ávísun á fasta upphæð í erlendum gjaldmiðli sem maður getur keypt í banka og notað í stað peninga á ferðalögum í útlöndum

FÉLAG

félag er hópur fólks sem starfar saman í ákveðnum tilgangi; t.d. eru til félög fólks sem hefur sömu atvinnu eða menntun og vinna þau að því að standa vörð um réttindi félagsmanna sinna

FÉLAGSLEGAR BÆTUR

félagslegar bætur eru bætur sem fólk getur átt rétt á frá ríkinu við sérstakar aðstæður; félagslegar bætur eru t.d. barnabætur og heimilisuppbót

FÉLAGSMAÐUR

ef maður er félagsmaður í samtökum eða félagi þá er maður meðlimur í þeim, greiðir félagsgjald E86 og tekur þátt í starfi þeirra á einhvern hátt

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA

félagsmálaráðherra er ráðherra sem stýrir félagsmálaráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ

félagsmálaráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með samfélagsmálum í landinu, t.d. málum sem varða fjölskyldur, aldraðra og öryrkja, félagsþjónustu, vinnumál og málefni innflytjenda; yfirmaður ráðuneytisins er félagsmálaráðherra

FÉLAGSRÁÐGJAFI

félagsráðgjafi hefur sérstaka menntun og réttindi til þess að vinna með fólki, t.d. sjúklingum, og veita því leiðbeiningar um félagsleg réttindi sín; félagsráðgjafar leiðbeina fólki t.d. um almannatryggingar

FÉLAGSÞJÓNUSTA

félagsþjónusta er þjónusta sem sveitarfélög veita íbúum sínum, t.d. öldruðum og fötluðum; félagsþjónusta felst t.d. í að útvega fólki húsnæði eða veita því fjárhagsaðstoð ef það þarf

FÉSEKT

fésekt er sekt sem maður þarf að borga með peningum

FINGRAFAR

fingraför eru merki sem fingur fólks skilja eftir sig; fingraför hvers manns eru ólík fingraförum allra annarra og eru þess vegna stundum notuð til að bera kennsl á hann, t.d. sem sönnunargögn í dómsmálum

FJARKENNSLA

fjarkennsla fer þannig fram að kennarar og nemendur eru ekki á sama stað heldur fer kennslan fram í gegnum netið

FJARNÁM

fjarnám er nám þar sem kennslan fer fram í gegnum netið og nemendur geta því búið fjarri skólanum og kennurunum

FJARSALA

fjarsala er sala á vöru eða þjónustu án þess að neytendi og seljandi hittist, t.d. símasala, sala úr vörulista eða á Internetinu.

FJARVIST

það er fjarvist þegar maður er ekki einhvers staðar þar sem maður á að vera, t.d. ef maður mætir ekki til vinnu eða í skóla vegna veikinda

FJÁRFESTING

fjárfesting felst í því að maður leggur peninga í eitthvað sem ekki glatar verðgildi sínu og nýtist manni vel eða færir manni gróða, t.d. húsnæði, fyrirtæki, verðbréf o.fl.

FJÁRHAGSAÐSTOÐ

fjárhagsaðstoð er lán eða styrkur sem fólk fær til ákveðinna hluta, t.d. frá sveitarfélaginu sínu, ef það hefur svo litlar tekjur að það hefur ekki nóg til að borga fyrir nauðsynjar

FJÁRHÆÐ

fjárhæð er það sama og upphæð

FJÁRMAGN

fjármagn er fé sem er notað t.d. í rekstur fyrirtækja og stofnana

FJÁRMÁL

fjármál eru öll mál sem tengjast peningum

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI

starfsemi fjármálafyrirtækja snýst um fjármál og allt sem þeim tengist; fjármálafyrirtæki eru t.d. bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki

FJÁRMÁLARÁÐHERRA

fjármálaráðherra er ráðherra sem stýrir fjármálaráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

fjármálaráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með fjármálum ríkisins; yfirmaður ráðuneytisins er fjármálaráðherra

FJÁRRÁÐ

ef maður hefur fjárráð þá hefur maður forræði yfir eignum sínum

FJÁRRÆÐI

ef maður hefur fjárræði þá ræður maður sjálfur yfir peningunum sínum; almennt hefur fólk frá 18 ára aldri fjárræði á Íslandi

FJÖLBRAUTASKÓLI

fjölbrautaskóli er framhaldsskóli með mörgum námsbrautum þar sem fólk getur stundað bæði verklegt nám, t.d. iðnnám, og bóklegt nám til stúdentsprófs

FJÖLSKYLDA

fjölskylda manns er oftast maki manns og börn eða foreldrar, systkini og nánustu ættingjar

FJÖLSKYLDUAÐSTÆÐUR

fjölskylduaðstæður hjá fólki felast t.d. í því hvort fólk er gift eða í sambúð, hvort það á börn og hversu margir eru í fjölskyldunni

FJÖLSKYLDUBÆTUR

fjölskyldubætur eru bætur sem fjölskyldur geta átt rétt á við sérstakar aðstæður til að standa undir miklum útgjöldum

FJÖLSKYLDUMEÐLIMIR

fjölskyldumeðlimir eru allir sem tilheyra fjölskyldunni, t.d. faðir, móðir, börn, afi og amma

FJÖLSKYLDUTENGSL

fjölskyldutengsl á milli fólks segja til um hvernig það er skylt, t.d. eru fjölskyldutengsl systkina þannig að þau eiga sömu foreldra

FLÓTTAMANNARÁÐ

flóttamannaráð er hópur fólks sem vinnur á vegum stjórnvalda við að sjá um móttöku flóttamanna til landsins

FLUGVÖLLUR

flugvöllur er sérstakt svæði þar sem flugvélar fara af stað og lenda; maður fer út á flugvöll þegar maður ætlar að ferðast með flugvél

FORELDRAR

foreldrar manns eru faðir manns og móðir

FORNAFN

fornafn er fyrsta nafn manns, það nafn sem manni er gefið, t.d. við skírn; fornafn Jóns Sigurðssonar er t.d. Jón

FORRÁÐAMAÐUR

forráðamaður barns eða unglings er það sama og forsjáraðili; forráðamaður fyrirtækis eða stofnunar er yfirmaður eða stjórnandi þess

FORRÆÐI

ef maður hefur forræði yfir einhverju, t.d. börnum eða peningum, þá ræður maður yfir þeim og ber ábyrgð á þeim

FORSJÁ

ef maður fer með forsjá barns þá ber maður ábyrgð á því og hefur skyldur til að sjá fyrir því; ef foreldrar barns skilja getur annað hvort foreldrið haft forsjá með barninu eða báðir foreldrarnir haft sameiginlega forsjá með því

FORSJÁRAÐILI

forsjáraðili barns eða unglings er manneskja sem ber ábyrgð á honum og ræður yfir honum t.d. fjárhagslega, oftast foreldri eða foreldrar

FORSJÁRMAÐUR

ef maður er forsjármaður barns þá fer maður með forsjá þess

FORVARNIR

forvarnir eru aðgerðir til þess að koma í veg fyrir eitthvað slæmt, t.d. að fólk verði alvarlega veikt eða að unglingar byrji að reykja eða drekka áfengi

FÓSTUREYÐING

kona á rétt á að fara í fóstureyðingu á sjúkrahúsi ef hún er barnshafandi en telur sig ekki geta eignast barnið af sérstökum ástæðum; fóstureyðingu má aðeins framkvæma á fyrstu vikum meðgöngunnar

FRAMBJÓÐANDI

frambjóðandi er einstaklingur sem býður sig fram í kosningum til að gegna ákveðinni stöðu eða embætti

FRAMBOÐ

ef einhver er í framboði þá getur fólk kosið hann í kosningum; bæði einstaklingar og flokkar geta verið í framboði

FRAMFÆRI

maður er á framfæri einhvers ef hann sér um framfærslu manns, t.d. eru börn á framfæri foreldra sinna

FRAMFÆRSLA

framfærsla felst í því að sjá fyrir daglegum þörfum sínum eða annarra, aðallega mat, húsnæði og fatnaði; foreldrar sjá t.d. um framfærslu barna sinna

FRAMFÆRSLUSTYRKUR

framfærslustyrkur er peningaaðstoð sem fólk getur fengið til framfærslu frá sveitarfélaginu sínu eða ríkinu við sérstakar aðstæður

FRAMFÆRSLUVOTTORÐ

framfærsluvottorð er skrifleg yfirlýsing frá sveitarfélagi sem staðfestir að maður hafi ekki fengið framfærslustyrk í ákveðinn tíma

FRAMHALDSNÁMSKEIÐ

framhaldsnámskeið er námskeið sem fólk getur farið á eftir að hafa lokið grunnnámskeiði í sömu grein til þess að bæta við sig þekkingu í greininni

FRAMHALDSSKÓLASTIG

fólk sem stundar nám á framhaldsskólastigi er í framhaldsskóla, t.d. í menntaskóla, iðnskóla eða fjölbrautarskóla

FRAMHALDSSKÓLI

framhaldsskóli er skóli sem fólk getur farið í eftir að hafa lokið skyldunámi í grunnskóla um 16 ára aldur; framhaldsskólar bjóða upp á bóklegt nám eða verklegt nám og nemendur velja skóla eftir áhugasviði sínu

FRAMLENGING

framlenging felst í því að maður framlengir eitthvað

FRAMLENGJA

þegar maður framlengir eitthvað þá lengir maður tímann sem það varir; ef maður framlengir víxil eða lán þá fær maður lengri frest til að borga það til baka en samið var um í upphafi

FRAMSAL

framsal á fólki felst í því að afbrotamaður er afhentur yfirvöldum í öðru landi til þess að dæma hann fyrir afbrot sem hann framdi þar eða til þess að láta hann afplána dóm í heimalandi sínu; framsal á skjölum felst í því að afhenda öðrum þau til eignar o

FRAMTAL

framtal er það sama og skattframtal

FRAMVÍSUN

framvísun, t.d. skilríkis eða skjals, felst í því að maður sýnir það í ákveðnum tilgangi, t.d. til að sanna hver maður er eða til að fá afslátt af þjónustu

FRÁDRÁTTUR

frádráttur frá skatti felst í því að maður þarf ekki að borga skatt af tekjum eða greiðslum sem maður hefur notað í ákveðnum tilgangi, t.d. til að framfleyta börnum sem eru í framhaldsskóla og það sem maður borgar í lífeyrissjóð

FRÁFALL

fráfall er það sama og andlát

FRÁVÍSUN

frávísun felst í því að einhverju er hafnað eða vísað frá, t.d. þegar máli er vísað frá dómi

FRESTUN

frestun felst í því að frestur á einhverju er framlengdur

FRESTUR

frestur er tíminn sem er gefinn til þess að gera eitthvað, t.d. til að skila umsókn eða skýrslu; ef maður fær frest til ákveðins dags til að ljúka verkefni þá verður maður að ljúka því í síðasta lagi á þeim degi

FRÍ

frí er ákveðinn tími sem fólk fær frá vinnunni til að sinna öðru; maður á rétt á að fá reglubundið frí frá vinnunni samkvæmt ráðningarsamningi, t.d. í ákveðinn tíma á sumrin

FRÍÐINDI

fríðindi eru ýmiss konar ávinningur sem fólk fær í tengslum við starf sitt eða ákveðin viðskipti; fríðindin geta t.d. falist í því að starfsmaður hefur afnot af bíl sem fyrirtækið á, fær ókeypis síma eða að viðskiptavinur fær viðbótarþjónustu

FRUMRIT

frumrit t.d. skjals er eintakið sem er fyrst búið til af því

FRÆÐSLA

fræðsla er kennsla eða leiðsögn sem fólk fær t.d. í skólum eða á námskeiðum

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ

fræðslumiðstöð er stofnun á vegum sveitarfélaga eða samtaka sem skipuleggur og stjórnar fræðslu eða skólastarfi á ákveðnu sviði eða á ákveðnu landsvæði

FULLNAÐAR-

fullnaðar- fremst í orði merkir að það sem felst í orðinu sé endanlegt eða að því sé lokið, t.d. fullnaðarafgreiðsla, fullnaðarleyfi

FULLNÆGJANDI

þegar eitthvað er fullnægjandi þá er það nógu gott eða nógu mikið miðað við þær kröfur eða þau skilyrði sem voru ákveðin

FULLORÐINN

þegar maður er fullorðinn ber maður sjálfur ábyrgð á hag sínum og fjármálum; á Íslandi verður maður fullorðinn við 18 ára aldur

FULLORÐINSFRÆÐSLA

fullorðinsfræðsla er kennsla fyrir fullorðið fólk, t.d. á námskeiðum, bæði starfsmenntun og tómstundanámskeið

FULLTRÚI

ef maður er fulltrúi einhvers einstaklings eða hóps hefur maður verið valinn eða kosinn til að koma fram fyrir hönd hans, t.d. eru þingmenn fulltrúar kjósenda sinna

FYLGDARMAÐUR

fylgdarmaður einhvers fer með honum þangað sem hann þarf að fara, t.d. hafa mjög veikir sjúklingar með sér fylgdarmann ef þeir þurfa að fara á milli landshluta eða til útlanda til lækninga

FYLGIGÖGN

fylgigögn eru skjöl eða önnur gögn sem fylgja með t.d. umsókn eða skýrslu

FYLLA ÚT

þegar maður fyllir út eyðublað þá skrifar maður það sem beðið er um í viðeigandi reiti eða línur á blaðinu

FYRIRFRAMGREIÐSLA

maður fær fyrirframgreiðslu ef maður fær t.d. laun eða bætur borgaðar út áður en greiðsludagur þeirra er

FYRIRMÆLI

fyrirmæli eru lýsing á því sem maður á að gera eða reglur um það

FYRIRSPURN

fyrirspurn er spurning sem maður ber fram formlega, t.d. á fundi eða til fyrirtækis

FYRIRTÆKI

fyrirtæki er stofnun sem stundar ákveðna atvinnustarfsemi og hefur fólk í vinnu, t.d. verslun eða verksmiðja

FYRIRVARI

fyrirvari er tíminn sem líður frá því að maður veit að eitthvað mun gerast og þangað til það gerist eða frá því að tilkynnt er um eitthvað og þangað til því á að vera lokið; ef maður byrjar t.d. að gera eitthvað með góðum fyrirvara fær maður nógan tíma ti

FYRIRVINNA

ef maður er fyrirvinna þá vinnur maður fyrir þeim peningum sem þarf til að sjá fyrir fjölskyldunni og borga útgjöld heimilisins

FÆÐINGARORLOF

fæðingarorlof er leyfi frá launuðum störfum sem foreldrar fá við fæðingu barns til þess að annast það fyrstu vikurnar; foreldrarnir skipta fæðingarorlofinu á milli sín eftir ákveðnum reglum og fá greidd laun eða bætur úr fæðingarorlofssjóði á meðan

FÆÐINGARORLOFSSJÓÐUR

fæðingarorlofssjóður er sérstakur sjóður á vegum ríkisins sem sér um að foreldrar í fæðingarorlofi fái fastar greiðslur

FÆÐINGARSTYRKUR

foreldrar geta fengið fæðingarstyrk í staðinn fyrir fæðingarorlof ef þeir eru t.d. ekki í vinnu og uppfylla því ekki skilyrði fyrir að fá fæðingarorlof

FÆÐINGARVOTTORÐ

fæðingarvottorð er vottorð sem staðfestir hvar og hvenær maður er fæddur

FÖTLUN

það er fötlun þegar fólk getur ekki tekið fullan þátt í daglegu lífi vegna líkamlegs eða andlegs skaða sem það hefur orðið fyrir, t.d. vegna sjúkdóms eða slyss

GAGNAGRUNNUR

gagnagrunnur er safn upplýsinga um ákveðið efni sem er geymt skipulega í tölvu til þess að auðveldlega sé hægt að leita að þeim upplýsingum sem fólk þarf hverju sinni

GAGNAÖFLUN

gagnaöflun felst í því að gögnum og upplýsingum er safnað skipulega saman í ákveðnum tilgangi, t.d. til að rannsaka þau

GAGNKVÆMUR

ef eitthvað er gagnkvæmt þá virkar það í báðar áttir, t.d. ef samningur er gagnkvæmur þá hefur hann sömu áhrif á báða aðila

GÁLEYSI

ef eitthvað er gert af gáleysi þá er það gert óviljandi

GEÐRÆNN SJÚKDÓMUR

ef maður fær geðrænan sjúkdóm verður maður andlega veikur; geðrænir sjúkdómar birtast m.a. í kvíða og þunglyndi

GERÐARDÓMUR

gerðardómur er úrskurðaraðili sem deiluaðilar eru sammála um að leggja ágreiningsefni sín fyrir.

GETNAÐUR

það er getnaður þegar barn verður til í móðurkviði

GIFTAST

þegar fólk giftist þá gengur það í hjónaband

GIFTING

gifting er athöfnin þegar karl og kona ganga í hjónaband

GIFTUR

ef maður er giftur þá er maður í hjónabandi með einhverjum

GILDISTAKA

gildistaka t.d. samnings eða laga felst í því að þau taka gildi og eftir það þarf fólk að fara eftir þeim

GILDISTÍMI

gildistími er sá tími sem eitthvað er í gildi, t.d. samningur eða lög

GISTIHEIMILI

gistiheimili er staður þar sem fólk getur gist á ferðalagi; gistiheimili er oftast minna og ódýrara en hótel og þar er minni þjónusta

GISTISTAÐUR

gististaður er staður þar sem fólk getur gist, t.d. gistiheimili eða hótel

GJALD

gjald er föst upphæð sem maður þarf að borga t.d. fyrir ákveðna þjónustu; gjald er oftast fyrirfram ákveðið og er ekki það sama og kostnaður við þjónustuna, t.d. innritunargjöld eða leikskólagjöld

GJALDDAGI

gjalddagi á skuld, t.d. reikningi fyrir vörur eða afborgun af láni, er dagurinn þegar maður á að borga hana

GJALDEYRIR

gjaldeyrir eru peningar í erlendum gjaldmiðli; maður kaupir gjaldeyri í banka eða sparisjóði, t.d. til þess að nota á ferðalögum erlendis eða til þess að borga fyrir vörur sem maður kaupir frá útlöndum

GJALDMIÐILL

gjaldmiðill er sú tegund af peningum sem er notuð í hverju landi, t.d. er gjaldmiðillinn á Íslandi íslensk króna

GJALDSKRÁ

gjaldskrá er listi yfir hvað þarf að borga fyrir mismunandi þjónustu, t.d. hjá fyrirtæki eða stofnun

GJALDTAKA

gjaldtaka felst í því að fólk þarf að borga fyrir ákveðna þjónustu

GJALDÞROT

gjaldþrot verður þegar maður getur ekki borgað skuldir sínar og þá eru eignir manns seldar til þess að hægt sé að borga skuldirnar eða hluta þeirra; einstaklingur eða fyrirtæki sem hefur lent í gjaldþroti getur t.d. ekki átt eignir eða fengið lán hjá lána

GPS

GPS (Global Positioning System) er staðsetningarkerfi sem byggist á móttöku merkja frá gervitunglum í sérstaka GPS-móttakara.

GREIÐANDI

greiðandi er sá sem á að borga reikning eða greiðsluseðil, t.d. vegna láns eða þjónustu sem hann kaupir

GREIÐSLA

greiðsla eru peningarnir sem maður borgar, t.d. fyrir vörur eða þjónustu

GREIÐSLUFJÁRHÆÐ

greiðslufjárhæð er upphæðin sem maður þarf að borga fyrir t.d. vörur eða þjónustu og kemur fram á reikningi eða greiðsluseðli

GREIÐSLUKORT

greiðslukort er kort sem maður notar til þess að borga fyrir vörur og þjónustu eða taka pening út af bankareikningi sem maður á; greiðslukort getur verið debetkort eða kreditkort

GREIÐSLUMAT

greiðslumat felst í því að skoða fjárhag og aðstæður fólks til þess að meta hvað það getur borgað af háu láni, t.d. til kaupa á húsnæði; við greiðslumat eru t.d. athugaðar tekjur fólks, skuldir og eignir

GREIÐSLUSEÐILL

greiðsluseðill er tilkynning um að maður eigi að greiða ákveðna upphæð á tilteknum degi, t.d. afborgun af láni eða greiðslu fyrir rafmagn og hita; ef maður borgar skuldina í banka eða sparisjóði er greiðsluseðillinn stimplaður og gildir sem kvittun fyrir 

GREIÐSLUTÍMABIL

greiðslutímabil er tíminn sem greitt er fyrir, t.d. er greiðslutímabil launa yfirleitt einn mánuður

GREIÐSLUÞJÓNUSTA

greiðsluþjónusta er samningur sem maður gerir við bankann sinn og þá sér bankinn um að borga alla fasta reikninga á réttum tíma, t.d. afborganir af lánum, síma, rafmagn og hita, og tekur upphæðina út af ákveðnum bankareikningi

GRUNNLAUN

grunnlaun eru föst laun sem maður fær fyrir vinnu sína fyrir utan allt álag, t.d. vegna vaktavinnu eða yfirvinnu

GRUNNLÍFEYRIR

grunnlífeyrir er lágmarksupphæð sem lífeyrisþegar fá þegar þeir fá greiddan lífeyri

GRUNNNÁMSKEIÐ

grunnnámskeið er námskeið þar sem fólk lærir grunnatriði í einhverri grein

GRUNNSKÓLAALDUR

grunnskólaaldur er aldurinn frá 6 ára til 16 ára þegar börn eru í grunnskóla

GRUNNSKÓLI

grunnskóli er skóli sem börn fara í eftir leikskóla; öll börn eiga að vera í grunnskóla frá 6 ára til 16 ára aldurs eða í 1.-10. bekk

GÆLUNAFN

gælunafn er nafn sem fólk notar í staðinn fyrir fornafn manneskju, aðallega fjölskylda hennar og nánir vinir, og er oftast stytting á fornafninu; ef maður sem heitir Jón er t.d. F49kallaður Nonni er það gælunafn hans

GÆSLUTÍMI

gæslutími er sá tími sem barn er í gæslu t.d. hjá dagmóður

GÆSLUVARÐHALD

gæsluvarðhald felst í því að maður sem er grunaður um alvarlegt afbrot eða glæp er settur í fangelsi áður en búið er að dæma í málinu

GÖGN

gögn eru upplýsingar, t.d. skjöl, sem eru notaðar í ákveðnum málum; gögn geta t.d. verið fylgigögn eða sönnunargögn

GÖLLUÐ VARA

almennur kvörtunarfrestur er tvö ár. Ef vörunni er ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um vörur, s.s. ísskápar, þvottavélar eða leðursófar, er fresturinn fimm ár. Þetta þýðir að þú getur kvartað til seljanda yfir galla, sem þú átt ekki 

GÖLLUÐ ÞJÓNUSTA 

viljir þú kvarta yfir þjónustu þarftu að tilkynna seljanda innan sanngjarns frests frá því að galli í þjónustunni uppgötvaðist. Hver tímafresturinn fyrir tillkynningu er grundvallast af aðstæðum á hverju sinni. Almennt er lokafresturinn til að kvarta tvö 

GÖNGUDEILD

fólk kemur í eftirlit eða meðferð á göngudeild sjúkrahúsa og fær þar þjónustu lækna, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks og þarf þá ekki að leggjast inn á sjúkrahús

HANDHAFI

ef maður er handhafi einhvers, t.d. skuldabréfs eða ávísunar, þá hefur maður það í vörslu sinni

HANDTAKA

handtaka felst í því að lögregla handsamar fólk sem er grunað um að hafa framið afbrot

HÁMARK

hámark er það mesta eða hæsta sem má vera eða getur orðið af einhverju, t.d. er hámarksgreiðsla hæsta greiðsla sem hægt er að greiða eða fá greidda

HÁSKÓLASTIG

háskólastig er skólastigið sem tekur við eftir framhaldsskóla; nám á háskólastigi er stundað í háskólum og öðrum skólum sem krefjast undirbúningsmenntunar úr framhaldsskóla

HÁSKÓLI

háskóli er fræðileg menntastofnun þar sem fólk getur stundað nám þegar það hefur lokið stúdentsprófi úr framhaldsskóla; háskólar hafa mismunandi deildir sem fólk velur sér þegar það sækir um nám

HEGNINGARLÖG

hegningarlög eru lög um refsingar fyrir afbrot

HEILBRIGÐISMÁL

heilbrigðismál eru öll mál sem snerta heilsufar og heilsugæslu

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA

heilbrigðisráðherra er ráðherra sem stýrir heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ

heilbrigðisráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með heilbrigðismálum í landinu; yfirmaður ráðuneytisins er heilbrigðisráðherra

HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK

heilbrigðisstarfsfólk er fólk sem vinnur við heilbrigðisþjónustu, t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar

HEILBRIGÐISSTOFNUN

heilbrigðisstofnun er stofnun þar sem unnið er að því að bæta heilsu fólks, t.d. sjúkrahús, hjúkrunarheimili eða heilsugæslustöð

HEILBRIGÐISVOTTORÐ

heilbrigðisvottorð er skrifleg yfirlýsing frá lækni sem staðfestir að maður sé við góða heilsu

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA

heilbrigðisþjónusta er öll almenn þjónusta sem snertir heilsu fólks; undir heilbrigðisþjónustu fellur starfsemi sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hjúkrunarheimila o.fl.

HEILDARLAUN

heildarlaun eru öll launin sem maður fær greidd fyrir vinnu sína, t.d. bæði laun fyrir dagvinnu og fyrir yfirvinnu

HEILDARSAMTÖK

heildarsamtök eru samtök t.d. margra fagfélaga eða stéttarfélaga

HEILDARÚTGJÖLD

heildarútgjöld eru öll útgjöld manns á ákveðnu tímabili, t.d. í hverjum mánuði; heildarútgjöld fjölskyldu eru t.d. allir reikningar sem þarf að borga, allir peningar sem eytt er í mat og aðrar nauðsynjar o.s.frv.

HEILSA

heilsa er líkamlegt og andlegt ástand fólks

HEILSUFAR

ef heilsufar fólks er gott verður það sjaldan veikt

HEILSUGÆSLA

heilsugæsla er almenn heilbrigðisþjónusta sem fólk nýtur á sínu svæði eða hverfi; heilsugæsla fer t.d. fram á heilsugæslustöðvum og í skólum

HEILSUGÆSLULÆKNIR

heilsugæslulæknir er læknir sem starfar á heilsugæslustöð

HEILSUGÆSLUSTÖÐ

heilsugæslustöð er staður þar sem veitt er almenn heilbrigðisþjónusta við íbúa á ákveðnu svæði, t.d. byggðarlagi eða hverfi; á heilsugæslustöð starfa einn eða fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar ásamt fleira starfsfólki og þar fer m.a. fram mæðraskoðun og

HEILSUTJÓN

maður verður fyrir heilsutjóni ef heilsan versnar mikið vegna veikinda eða slyss

HEILSUVERND

heilsuvernd felst í því að fylgjast með og bæta heilsu fólks; undir heilsuvernd falla t.d. ungbarnavernd, mæðravernd og bólusetningar

HEIMABANKI

heimabanki er bankaþjónusta á netinu þar sem maður getur t.d. fengið aðgang að bankareikningum sínum úr tölvu, borgað reikninga og millifært peninga

HEIMAHJÚKRUN

heimahjúkrun felst í því að hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði kemur heim til sjúklings til þess að hjúkra honum, t.d. gefa honum lyf eða skipta á sáraumbúðum

HEIMASÍÐA

heimasíða er svæði á netinu sem hægt er að nálgast úr öllum tölvum með ákveðnu veffangi; á heimasíðu einstaklings, fyrirtækis eða stofnunar eru t.d. birtar ýmsar upplýsingar um eiganda síðunnar

HEIMILD

heimild er leyfi til að gera eitthvað, t.d. frá yfirvöldum

HEIMILI

heimili manns er þar sem maður á heima

HEIMILISFANG

heimilisfang er t.d. götunafn og húsnúmer hússins sem maður býr í

HEIMILISFRÆÐI

heimilisfræði er námsgrein í grunnskólum þar sem nemendum eru kennd heimilisstörf, t.d. að elda og baka

HEIMILISHJÁLP

heimilishjálp er aðstoð við heimilisstörf, t.d. þrif, þvotta og eldamennsku; fólk sem getur ekki annast heimilistörfin hjálparlaust vegna veikinda eða erfiðra aðstæðna af öðrum ástæðum getur sótt um að fá heimilishjálp hjá sveitarfélaginu

HEIMILISLÆKNIR

heimilislæknir er persónulegur læknir fólks, t.d. á heilsugæslustöð, sem það getur leitað til ef það sjálft eða einhver í fjölskyldunni veikist; venjulega hefur öll fjölskyldan sama heimilislækni

HEIMILISUPPBÓT

heimilisuppbót er tegund félagslegra bóta sem ellilífeyrisþegi eða örorkulífeyrisþegi getur átt rétt á mánaðarlega ef hann býr einn og hefur tekjutryggingu

HJÁLPARTÆKI

hjálpartæki er búnaður sem fólk notar sér til stuðnings í daglegu lífi ef það er fatlað, slasað eða veikburða, t.d. hjólastóll, heyrnartæki eða blindrastafur; hjálpartæki eru líka notuð til að auðvelda umönnun sjúklinga eða mikið fatlaðs fólks

HJÓN

hjón eru maður og kona sem eru í hjónabandi

HJÓNABAND

hjónaband er samband tveggja einstaklinga með lögbundnu samkomulagi um að eyða öllu lífinu saman og deila allri ábyrgð sín á milli; fólk getur gengið í hjónaband hjá presti eða sýslumanni

HJÚKRUN

hjúkrun felst í umönnun sjúklinga; þeir sem starfa við hjúkrun sjá t.d. um að gefa sjúklingum lyf og skipta á sáraumbúðum

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR

hjúkrunarfræðingur hefur sérstaka háskólamenntun og réttindi til að starfa við hjúkrun, t.d. á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum

HJÚKRUNARHEIMILI

hjúkrunarheimili er heilbrigðisstofnun fyrir fólk sem þarf reglulega umönnun vegna öldrunar; á hjúkrunarheimilum fær fólk þá umönnun sem það þarf frá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og öðru starfsfólki

HJÚSKAPARSTAÐA

hjúskaparstaða manns segir til um hvort maður sé t.d. giftur, í sambúð eða einhleypur

HJÚSKAPARVOTTORÐ

hjúskaparvottorð er vottorð sem staðfestir að fólk sé gift

HJÚSKAPUR

hjúskapur er það sama og hjónaband

HLUNNINDI

hlunnindi eru aukin réttindi eða fríðindi sem maður fær fyrir utan laun í vinnunni

HLUTABRÉF

hlutabréf er kvittun eða staðfesting á því að maður á ákveðinn hlut í hlutafélagi

HLUTAÐEIGANDI

hlutaðeigandi er einhver sem á hlut að máli, t.d. ákveðnu máli sem maður er að fjalla um

HLUTAFÉLAG

hlutafélag er fyrirtæki eða félag sem er í eigu nokkurra hluthafa; hver þeirra á sinn hlut í hlutafélaginu og getur ráðstafað honum eftir ákveðnum reglum

HLUTASTARF

ef maður vinnur hlutastarf þá vinnur maður aðeins hluta af vinnuvikunni, annaðhvort bara suma daga vikunnar eða bara hluta af vinnudeginum

HLUTHAFI

maður er hluthafi ef maður á hlut í hlutafélagi; hluthafi getur verið einstaklingur, félag eða fyrirtæki

HRAÐBANKI

hraðbanki er sjálfvirkt tæki sem er tengt við banka eða sparisjóð og maður getur notað til að taka út pening með greiðslukorti allan sólarhringinn

HUGBÚNAÐUR

hugbúnaður er tölvuforrit, einkum safn forrita, t.d. stýribúnaður og ritvinnsla.

HÚSALEIGA

húsaleiga er greiðsla fyrir leigu á húsnæði; yfirleitt borgar fólk húsaleigu mánaðarlega

HÚSALEIGUBÆTUR

húsaleigubætur eru styrkur sem fólk getur fengið frá sveitarfélagi eftir ákveðnum reglum til að greiða hluta af húsaleigu fyrir húsnæðið sem það býr í

HÚSALEIGUSAMNINGUR

húsaleigusamningur er samningur sem leigjandi gerir við leigusala um leiguupphæð o.fl.

HÚSBRÉF

húsbréf eru skuldabréf sem verða til við fasteignaviðskipti; í stað þess að fá peningagreiðslu fyrir eign fær seljandi húsbréf sem hann getur annaðhvort átt eða selt áfram

HÚSEIGANDI

ef maður er húseigandi þá á maður hús eða íbúð

HÚSNÆÐI

húsnæði er hús eða önnur bygging þar sem fólk býr eða vinnur

HVERFISSKÓLI

hverfisskóli er grunnskóli sem er í hverfinu þar sem maður býr; flest börn eru í þeim hverfisskóla sem er næst heimili þeirra

HVÍLDARTÍMI

hvíldartími er ákveðinn lágmarkstími sem fólk á rétt á að fá til að hvíla sig milli vinnudaga eða vakta samkvæmt kjarasamningum

HÖFUÐBORG

höfuðborg hvers lands er oft stærsta borg landsins og þar hafa stjórnvöld þess aðsetur

HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

höfuðborgarsvæðið er landsvæði sem nær til höfuðborgarinnar og næsta nágrennis hennar; höfuðborgarsvæðið á Íslandi er t.d. öll Reykjavík og auk hennar aðallega Kópavogur, Hafnafjörður, Garðabær og Mosfellsbær

HÖNNUN

hönnun felst í því að fólk skapar hluti sem á að búa til, t.d. í smíði eða textílmennt; hönnun er námsgrein í grunnskóla

IÐGJALD

iðgjald er upphæð sem maður greiðir reglulega í lífeyrissjóð eða til tryggingafélags, oftast ákveðið hlutfall af launum eða tryggingarupphæð; iðgjald er frádráttarbært frá skatti

IÐGJALDAGREIÐSLA

iðgjaldagreiðsla felst í því að maður borgar iðgjald í lífeyrissjóð eða til tryggingafélags

IÐJUÞJÁLFI

iðjuþjálfi hefur sérstaka menntun og réttindi til þess að starfa við iðjuþjálfun

IÐJUÞJÁLFUN

í iðjuþjálfun fær fólk leiðbeiningu og þjálfun til að bjarga sér við dagleg störf og auka færni sína, t.d. eftir veikindi eða slys; hægt er að fá iðjuþjálfun á ýmsum heilbrigðisstofnunum eins og sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum

IÐNSKÓLI

iðnskóli er framhaldsskóli þar sem fólk stundar nám í iðngreinum, t.d. rafvirkjun, hárgreiðslu eða húsasmíði; í iðnskólum er aðallega stundað verklegt nám

INNEIGN

ef maður á inneign í banka þýðir það að maður á peninga sem maður hefur lagt inn á bankareikning til geymslu; maður getur átt inneign hjá opinberri stofnun ef maður hefur greitt meira en maður á að borga, t.d. í skatt

INNFLUTNINGUR

innflutningur felst í því að vörur eru fluttar frá útlöndum til landsins

INNHEIMTA

innheimta á skuld miðar að því að fá mann sem skuldar peninga, t.d. vegna kaupa á vörum eða þjónustu, til að borga skuldina

INNISTÆÐA

innistæða á bankareikningi er sú upphæð sem maður á inni á reikningum

INNLÁNSVEXTIR

innlánsvextir eru vextir sem bankinn borgar fyrir peninga sem maður geymir á bankareikningi

INNLENDUR

maður er innlendur í landi þar sem maður býr og hefur borgararéttindi, yfirleitt af því að maður er fæddur þar og alinn upp; það sem er innlent á uppruna sinn í landinu sem rætt er um, t.d eru innlendar vörur framleiddar innanlands

INNLÖGN

innlögn á sjúkrahús á sér stað þegar læknir hefur ákveðið eftir læknisskoðun að sjúklingur leggist inn á sjúkrahús vegna veikinda eða slyss og dvelji þar þangað til læknismeðferð er lokið

INNRITUN

innritun, t.d. í skóla eða á sjúkrahús, felst í því að maður er skráður sem sjúklingur eða nemandi við stofnunina

INNRITUNARGJALD

nemendur í sumum opinberum framhaldsskólum og í háskólum borga innritunargjald sem á að greiða kostnað við skráningu nemenda í skólann o.fl.

INNRITUNARVOTTORÐ

innritunarvottorð frá skóla er skrifleg staðfesting á því að maður sé nemandi í skólanum

INNSIGLI

innsigli er sérstakt merki sem er tákn t.d. stofnunar, embættis eða félags

ISDN

ISDN (Integrated Services Digital Network) er gagnaflutningsþjónusta sem byggist á stafrænum gagnaflutningi um símalínur.

ÍBÚÐ

íbúð er húsnæði sem fólk býr í þar sem er a.m.k. eitt herbergi, baðherbergi og eldhús; yfirleitt eru margar íbúðir í einu húsi

ÍBÚÐARHÚSNÆÐI

íbúðarhúsnæði er húsnæði þar sem fólk býr

ÍBÚÐARKAUP

íbúðarkaup felast í því að kaupa íbúð

ÍBÚÐARLÁN

íbúðarlán er lán sem fólk fær til þess að kaupa íbúð eða annað íbúðarhúsnæði

ÍSLENSKUKUNNÁTTA

íslenskukunnátta er sú þekking og færni sem maður hefur í íslensku; ef íslenskukunnátta manns er góð getur maður auðveldlega skilið það sem er sagt og skrifað á íslensku og getur talað og skrifað íslensku þannig að aðrir geti vel skilið það

ÍÞRÓTTAFÉLAG

íþróttafélag er félagsskapur sem stendur fyrir æfingum og keppni í íþróttum eða ákveðnum greinum þeirra, bæði fyrir börn og fullorðna

ÍÞRÓTTIR

íþróttir er líkamsþjálfun, æfingar og leikir eftir ákveðnum reglum sem miða að því að ná færni t.d. í því að hlaupa, stökkva, skjóta bolta í mark eða synda; algengar greinar íþrótta eru t.d. fótbolti, sund og golf; margir stunda íþróttir sér til gamans en

JARÐARFARARSTYRKUR

jarðarfararstyrkur er styrkur sem sum stéttarfélög veita ættingjum félagsmanns til að greiða fyrir jarðarför hans

JARÐARFÖR

jarðarför er athöfn sem er haldin þegar fólk deyr og kistan sem það hvílir í er grafin í kirkjugarði

KAFFIPÁSA

kaffipása er það sama og kaffitími

KAFFITÍMI

kaffitími er stutt hlé sem starfsmenn fá frá vinnu, t.d. til þess að drekka kaffi

KAUP

það eru kaup ef maður kaupir eitthvað

KAUPANDI

maður er kaupandi ef maður kaupir t.d. vöru eða þjónustu

KAUPMÁLI

kaupmáli er samningur milli hjóna um að ákveðnar eignir séu séreign annars þeirra; ef hjón skilja skiptast séreignir þeirra samkvæmt kaupmála ekki á milli þeirra

KAUPSAMNINGUR

kaupsamningur er samkomulag milli kaupanda og seljanda um kaup á einhverju sem er mjög verðmætt, t.d. húsnæði eða bíl, þar sem m.a. kemur fram hvað eigi að greiða fyrir það og hvernig eigi að borga kaupverðið

KAUPTILBOÐ

maður gerir kauptilboð ef maður vill kaupa eitthvað verðmætt, eins og húsnæði eða bíl, þar sem kemur fram hversu mikið maður er tilbúinn að borga og hvernig maður ætlar að borga það

KENNARI

kennari kennir fólki ýmsar námsgreinar í skólum eða á námskeiðum; kennarar í skólum þurfa að hafa sérstaka menntun og réttindi til mega kenna á ákveðnu skólastigi eða ákveðnar námsgreinar

KENNITALA

kennitala er tíu stafa númer sem allir einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi fá úthlutað sem auðkenni; kennitala fólks er skráð í öllum opinberum skrám, t.d. F243þjóðskrá, innritunarskrám í skóla og hjá heilsugæslunni

KENNSLA

kennsla felst í því að kennari kennir nemendum sínum ákveðna námsgrein í skóla eða á námskeiði

KIRKJUMÁLARÁÐHERRA

kirkjumálaráðherra er ráðherra sem stýrir kirkjumálaráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ

kirkjumálaráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með málefnum þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga í landinu; yfirmaður ráðuneytisins er kirkjumálaráðherra

KJARASAMNINGUR

kjarasamningur er samningur sem stéttarfélög gera við atvinnurekendur um almenn launakjör félagsmanna sinna

KJÓSANDI

kjósandi er sá sem kýs í kosningum

KJÖRDAGUR

kjördagur er dagurinn þegar kosningar fara fram

KJÖRDEILD

kjördeild er staður þar sem kosning fer fram, t.d. salur eða herbergi; á hverjum kjörstað geta verið margar kjördeildir

KJÖRFUNDUR

kjörfundur er samkoma þar sem kosningar fara fram; kjörfundur er haldinn á ákveðnum kjörstað eða kjörstöðum á tilteknum tíma

KJÖRKASSI

kjörkassi er sérstakur kassi sem maður lætur atkvæðaseðilinn í þegar maður er búinn að kjósa í kosningum

KJÖRKLEFI

kjörklefi er sérstakur staður í kjördeild þar sem maður fyllir út atkvæðaseðilinn án þess að aðrir sjái til

KJÖRSEÐILL

kjörseðill er það sama og atkvæðaseðill

KJÖRSKRÁ

kjörskrá er listi yfir alla þá sem eiga rétt á að kjósa í tilteknum kosningum

KJÖRSTAÐUR

kjörstaður er staður þar sem kosningar fara fram

KJÖRSTJÓRN

kjörstjórn er hópur fólks sem skipuleggur hvernig kosning fer fram og hefur eftirlit með henni

KOMUDAGUR

komudagur er sá dagur sem maður kemur eitthvert, t.d. til lands

KOMUTÍMI

komutími er sá tími dagsins þegar maður kemur eitthvert, t.d. með flugvél

KOSNING

kosning felst í því að kjósendur velja milli einstaklinga eða flokka sem eru í framboði, t.d. til setu á þingi eða í sveitarstjórn; kosning getur líka snúist um ákveðið málefni, t.d. hvort kjósendur samþykkja eða hafna tilteknu máli

KOSNINGALÖG

kosningalög eru sérstök lög um það hvernig kosningar til alþingis og sveitarstjórna eiga að fara fram

KOSNINGARÉTTUR

ef maður hefur kosningarétt þá hefur maður leyfi til þess að kjósa í tilteknum kosningum; þeir sem eru eldri en 18 ára hafa kosningarétt til alþingis og sveitarstjórna á Íslandi

KOSTNAÐUR

kostnaður er allt sem maður þarf að borga í sambandi við eitthvað, t.d. matarinnkaup eða lyf

KRABBAMEINSLEIT

krabbameinsleit er læknisskoðun sem miðar að því að finna ákveðnar tegundir krabbameins á byrjunarstigi til að auka líkurnar á lækningu; á Íslandi er konum t.d. boðið upp á reglulega krabbameinsleit að brjóstakrabbameini

KREDITKORT

kreditkort er greiðslukort sem maður getur borgað með fyrir vörur og þjónustu og notað til þess að taka út peninga í hraðbönkum; maður fær sendan reikning fyrir því sem maður hefur greitt með kreditkortinu í hverjum mánuði og verður að borga hann á ákveðn

KRÓNA

íslensk króna er gjaldmiðillinn sem er notaður á Íslandi

KVENNAATHVARF

kvennaathvarf er hús þar sem konur geta komið og fengið hjálp og húsaskjól ef þær hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér

KVITTUN

kvittun er skrifleg staðfesting á því að maður hafi keypt eitthvað og borgað fyrir það

KVÆNTUR

ef karlmaður er kvæntur þá er hann í hjónabandi

KVÖLDNÁMSKEIÐ

kvöldnámskeið er námskeið sem er kennt á kvöldin

KVÖRTUN

ef maður leggur fram kvörtun þá lýsir maður yfir óánægju sinni með eitthvað; kvörtun vegna slæmrar þjónustu felst t.d. í því að maður lætur rétta aðila vita af því að þjónustan hafi verið slæm

KVÖRTUNARFRESTUR

hámarksfrestur neytanda til að leggja fram kvörtun um galla.

KYNSJÚKDÓMUR

kynsjúkdómur er sjúkdómur sem getur borist á milli fólks þegar það stundar kynlíf

KÆRA

kæra felst í því að óska formlega eftir því að tiltekið mál verði rannsakað af lögreglu og afgreitt af dómstólum

KÆRUHEIMILD

kæruheimild er formlegt leyfi til þess að leggja fram kæru

LAGAÁKVÆÐI

lagaákvæði er ákvæði í lögum sem fólki ber að fara eftir

LAGABREYTING

lagabreyting er breyting á lögum sem alþingi gerir

LANDAFRÆÐI

landafræði er námsgrein í skóla þar sem nemendur læra um lönd og þjóðir heimsins og um umhverfi mannsins

LANDAMÆRASTÖÐ

landamærastöð er starfsstöð á landamærum tveggja landa þar sem t.d. er fylgst með fólki sem fer milli landanna, t.d. með því að skoða vegabréf þess, og haft eftirlit með því að ekkert ólöglegt sé flutt yfir landamærin

LANDAMÆRI

landamæri eru mörk á milli tveggja landa

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA

landbúnaðarráðherra er ráðherra sem er stýrir landbúnaðarráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ

landbúnaðarráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með landbúnaði í landinu; yfirmaður ráðuneytisins er landbúnaðarráðherra

LANDLÆKNIR

landlæknir er læknir sem er yfir landlæknisembættinu

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ

landlæknisembættið er embætti sem hefur yfirumsjón með öllum heilbrigðismálum í landinu; yfirmaður landlæknisembættisins er landlæknir

LANDSBYGGÐIN

landsbyggðin er öll byggð sem er fyrir utan höfuðborgarsvæðið, bæði sveit, þorp og bæir

LANDSSAMTÖK

landssamtök eru samtök félaga eða einstaklinga á öllu landinu; í mörgum landssamtökum eru öll félög á landinu sem starfa á sama sviði eða að sama málefni

LANGTÍMA-

langtíma- fremst í orði merkir að það sem felst í orðinu gildir í langan tíma, t.d. felst langtímaumönnun í því að veita fólki umönnun í langan tíma

LAUN

laun eru greiðsla sem maður fær fyrir vinnu sína

LAUNAFLOKKUR

maður fær greidd laun eftir ákveðnum launaflokki í kjarasamningi; launaflokkurinn miðast við starfið sem maður vinnur og+E100 þá menntun og starfsreynslu sem maður hefur o.fl.

LAUNAFÓLK

launafólk er sá hópur fólks sem vinnur hjá öðrum og fær greidd laun fyrir vinnu sína

LAUNAGREIÐANDI

launagreiðandi er einstaklingur eða fyrirtæki sem greiðir fólki laun fyrir að vinna hjá sér

LAUNAKJÖR

launakjör fólks segja til um það hvað og hvernig það fær borgað fyrir vinnu sína

LAUNAREIKNINGUR

launareikningur er bankareikningur sem launin manns eru lögð inn á

LAUNASEÐILL

launaseðill er yfirlit sem maður fær frá vinnuveitanda og sýnir t.d. hvað maður hefur unnið mikið í mánuðinum, hvað maður fær greitt fyrir vinnuna og hvað maður borgar í skatt

LAUNASKRÁ

ef maður er á launaskrá hjá einhverjum þá fær maður borguð laun frá honum

LAUNATEKJUR

launatekjur eru þær tekjur sem fólk hefur af launum sínum

LAUNATENGDUR

ef greiðsla er launatengd þá fer upphæð hennar eftir því hversu há laun maður hefur; launatengd gjöld eru gjöld sem launagreiðandi þarf að borga auk launanna sjálfra, t.d. tryggingagjald og mótframlag

LAUNÞEGI

launþegi er sá sem fær greidd laun fyrir vinnu sína

LÁGMARK

lágmark er það minnsta eða lægsta sem má vera eða getur orðið af einhverju, t.d. er lágmarksgreiðsla lægsta greiðsla sem hægt er að greiða eða fá greidda

LÁGMARKSFRAMFÆRSLA

lágmarksframfærsla er upphæðin sem gert er ráð fyrir að fólk þurfi til að greiða fyrir nauðsynjar, t.d. mat og húsnæði; þegar upphæð ýmissa styrkja og bóta er reiknuð út er miðað við lágmarksframfærslu

LÁGMARKSIÐGJALD

lágmarksiðgjald er lægsta upphæð iðgjalds sem maður þarf að borga t.d. í lífeyrissjóð eða til tryggingafélags

LÁGMARKSKJÖR

lágmarkskjör eru lægstu launakjör sem hver launamaður á rétt á samkvæmt lögum eða kjarasamningum

LÁGMARKSLAUN

lágmarkslaun eru lægstu laun sem atvinnurekendur mega greiða launafólki samkvæmt ákveðnum reglum frá yfirvöldum

LÁGMARKSTEKJUR

lágmarkstekjur eru lægstu tekjur sem fólk hefur

LÁGMARKSTÍMASÓKN

lágmarkstímasókn er sá fjöldi kennslustunda sem nemendur verða að mæta í til þess að mega ljúka námsáfanga eða námskeiði

LÁN

lán er peningaupphæð sem maður fær hjá banka eða fyrirtæki og þarf síðan að borga til baka með reglulegum greiðslum sem eru bæði afborganir af upphæðinni sem maður fékk að láni og vextir

LÁNASTOFNUN

lánastofnun er banki, annað fjármálafyrirtæki eða stofnun þar sem fólk getur fengið lán, t.d. þegar það kaupir sér húsnæði

LÁNAVEITANDI

lánaveitandi er sá sem lánar fólki peninga, t.d. stofnun eða einstaklingur

LEIÐBEININGAR

leiðbeiningar felast í því að segja fólki hvernig á að gera eitthvað eða haga sér við ákveðnar aðstæður, t.d. hvernig á að fylla út eyðublað eða rata á réttan stað

LEIÐBEININGARSKYLDA

ef stofnun hefur leiðbeininingarskyldu þýðir það að starfsfólk hennar verður að gefa fólki upplýsingar og aðstoða það við ákveðin mál á starfssviði stofnunarinnar

LEIÐRÉTTING

leiðrétting felst í því að maður lagfærir villur eða eitthvað sem hefur verið gert rangt

LEIGA

leiga felst í því að leigja eitthvað, t.d. húsnæði; ef maður borgar leigu fyrir eitthvað sem annar á þá borgar maður fyrir að fá að nota það

LEIGJANDI

ef maður er leigjandi þá hefur maður eitthvað á leigu t.d. húsnæði

LEIGUHÚSNÆÐI

leiguhúsnæði er húsnæði sem fólk borgar leigu fyrir að nota, t.d. fyrir að búa þar

LEIGUÍBÚÐ

leiguíbúð er íbúð sem fólk borgar leigu fyrir að búa í

LEIGUMIÐLUN

leigumiðlun er fyrirtæki sem tekur að sér að finna leiguíbúðir fyrir fólk og leigjendur fyrir þá sem vilja leigja út húsnæði

LEIGUSALI

leigusali er maður sem á húsnæði sem hann notar ekki sjálfur heldur leigir það út til annarra; ef maður leigir t.d. íbúð borgar maður leigusalanum húsaleigu

LEIGUSAMNINGUR

leigusamningur er það sama og húsaleigusamningur

LEIGUTAKI

maður er leigutaki ef maður er með t.d. húsnæði á leigu

LEIGUUPPHÆÐ

leiguupphæð er sú upphæð sem maður borgar í leigu

LEIKJANÁMSKEIÐ

leikjanámskeið er haldið fyrir börn á grunnskólaaldri á sumrin meðan frí er í skólum; á Ieikjanámskeiðum fara börn m.a. í skipulagða leiki bæði inni og úti, læra íþróttir o.fl.

LEIKSKÓLADEILD

leikskóladeild er deild innan leikskóla þar sem eru börn á sama aldri

LEIKSKÓLADVÖL

það er leikskóladvöl þegar barn er í leikskóla

LEIKSKÓLI

leikskóli er skóli fyrir börn frá 1-2 ára aldri þangað til þau byrja í grunnskóla; leikskólar eru oftast reknir af sveitarfélögum, þeir eru ekki hluti af skólaskyldu barna og foreldrar þurfa að greiða fyrir leikskóladvölina

LEYFI

maður hefur leyfi til að gera eitthvað ef maður má gera það; leyfi getur t.d. verið samþykki frá yfirvöldum fyrir því að framkvæma eitthvað

LEYFISBRÉF

leyfisbréf er skriflegt leyfi til að gera eitthvað, t.d. leyfi frá yfirvöldum til að stunda ákveðna starfsemi eða starfa á ákveðnu sviði

LEYFISBRÉF

leyfisbréf er formlegt leyfi frá yfirvöldum til þess að mega vinna ákveðin störf, t.d. þurfa hjúkrunarfræðingar og læknar leyfisbréf til þess að mega vinna störf sín

LEYFISHAFI

leyfishafi er einstaklingur eða fyrirtæki sem hefur fengið formlegt leyfi eða leyfisbréf, t.d. til ákveðinna framkvæmda eða starfsemi

LEYFISVEITING

það er leyfisveiting þegar stofnun eða yfirvald veitir formlegt leyfi til einhvers

LÍFEYRIR

lífeyrir er mánaðarleg greiðsla sem t.d. öryrkjar og ellilífeyrisþegar eiga rétt á úr almannatryggingum eða úr lífeyrissjóði; lífeyrir kemur í staðinn fyrir tekjur sem fólk hafði áður en það hætti að vinna og skerðist ef fólk fær tekjur fyrir vinnu annars

LÍFEYRISGREIÐSLA

það er lífeyrisgreiðsla þegar fólk fær greiddan lífeyri

LÍFEYRISRÉTTINDI

lífeyrisréttindi fólks segja til um hvort það hefur rétt til að fá greiddan lífeyri úr lífeyrissjóði eða úr almannatryggingum og þá hversu mikinn lífeyri það á rétt á að fá

LÍFEYRISSJÓÐSTEKJUR

lífeyrissjóðstekjur eru tekjur sem maður hefur úr lífeyrissjóði

LÍFEYRISSJÓÐUR

lífeyrissjóður er sjóður sem fólki er skylt að greiða reglulega í ákveðið hlutfall af laununum sínum; fólk fær síðan greiddan lífeyri úr lífeyrissjóði þegar það verður að hætta að vinna, t.d. vegna aldurs eða örorku

LÍFEYRISSPARNAÐUR

lífeyrissparnaður felst í því að maður borgar reglulega í lífeyrissjóð og safnar þannig lífeyrisréttindum eða peningum

LÍFEYRISTRYGGINGAR

lífeyristryggingar eru hluti almannatrygginga og sjá til þess að fólk fái greiddan lífeyri þegar það verður óvinnufært vegna aldurs eða örorku

LÍFEYRISÞEGI

maður er lífeyrisþegi ef maður fær greiddan lífeyri

LÍFSLEIKNI

lífsleikni er námsgrein í grunnskóla þar sem nemendum er t.d. kennt hvernig best er takast á við lífið og samskipti við aðra

LÍKAMSRÆKT

þegar fólk stundar líkamsrækt hreyfir það sig reglulega án þess að stunda sérstaka íþróttagrein; maður stundar líkamsrækt á líkamsræktarstöðvum eða með því að synda, skokka eða hreyfa sig reglulega á annan hátt

LÍKNARDEILD

líknardeild á sjúkrahúsi er deild fyrir fólk sem er með alvarlega sjúkdóma og á ekki eftir að lifa lengi; á líknardeild fær fólk hjúkrun og umönnun síðustu dagana sem það lifir

LJÓSMÓÐIR

ljósmóðir er hjúkrunarfræðingur sem sér um að taka á móti börnum þegar þau fæðast; ljósmóðir sér einnig um mæðraskoðun á meðgöngu og ungbarnaeftirlit fyrstu mánuðina eftir fæðingu

LOKAÁFANGI

lokaáfangi er síðasti áfangi sem þarf að taka í tiltekinni námsgrein

LOKAPRÓF

lokapróf er síðasta próf sem þarf að taka í tiltekinni námsgrein

LYF

fólk tekur lyf til þess að bæta heilsu sína og líðan; lyf fást í apótekum, sum gegn framvísun lyfseðils frá lækni en önnur án lyfseðils

LYFJAKORT

lyfjakort er spjald þar sem eru allar upplýsingar um hvaða lyf maður þarf að taka og hversu stóra skammta; lyfjakort getur líka verið það sama og lyfjaskírteini

LYFJAKOSTNAÐUR

lyfjakostnaður er kostnaður við að kaupa lyf

LYFJASKÍRTEINI

lyfjaskírteini er afsláttarkort sem læknar sækja um fyrir sjúklinga sína ef þeir þurfa að taka mikið af lyfjum í langan tíma vegna langvarandi sjúkdóms; þá fá sjúklingarnir töluverðan afslátt af lyfjum í apótekum

LYFJAVERÐ

Iyfjaverð er verð sem lyf eru seld á

LYFJAVERSLUN

lyfjaverslun er það sama og apótek

LYFSEÐILL

lyfseðill er sérstakt eyðublað sem læknir fyllir út til að hægt sé að fá sum lyf í apótekum

LYFSEÐILSSKYLDUR

lyfseðilsskyld lyf er aðeins hægt að fá með því að framvísa lyfseðli frá lækni í apótekum

LÝÐVELDI

lýðveldi er ríki þar sem þjóðhöfðinginn er forseti sem er kosinn af þjóðinni eða fulltrúum hennar

LÝTALÆKNINGAR

læknar sem stunda lýtalækningar breyta útliti fólks með skurðaðgerðum; lýtalæknar laga t.d. meðfædda galla eins og skarð í vör eða góm og laga útlit fólks eftir slys eða ef það kýs sjálft að breyta útliti sínu

LÆKNIR

læknir hefur sérstaka háskólamenntun og réttindi til að veita fólki læknismeðferð við sjúkdómum eða slysum; sumir læknar sinna almennri læknisþjónustu, t.d. heimilislæknar, en aðrir hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum lækninga eins og sérfræðilæknar

LÆKNISHEIMSÓKN

maður fer í læknisheimsókn þegar maður fer til læknis í viðtal eða skoðun; maður getur farið í læknisheimsókn á heilsugæslustöð, læknastofu eða göngudeild sjúkrahúss

LÆKNISHJÁLP

læknishjálp er sérfræðileg meðferð sem læknir veitir eftir að hafa verið kallaður til vegna slyss eða veikinda

LÆKNISKOSTNAÐUR

lækniskostnaður er sá kostnaður sem greiða þarf fyrir læknisheimsókn

LÆKNISSKOÐUN

fólk fer í læknisskoðun til að fá mat læknis á heilsu sinni; að lokinni læknisskoðun getur það fengið læknisvottorð þar sem fram kemur hvernig heilsu þess er háttað

LÆKNISVOTTORÐ

læknisvottorð er skriflegt mat læknis á því hvernig heilsu manns er háttað, einkum með tilliti til þess hvort maður getur unnið eða stundað nám

LÆKNISÞJÓNUSTA

læknisþjónusta er öll sú þjónusta sem maður fær hjá lækni

LÖG

lög eru formleg fyrirmæli og reglur sem alþingi ákveður og samþykkir og fjalla t.d. um hegðun og samskipti fólks í samfélaginu; dómstólar ákveða hvort lög hafa verið brotin og dæma í málum eftir því sem segir í lögunum

LÖGALDUR

lögaldur er aldur sem fólk þarf að ná til þess að hafa leyfi til ákveðinna hluta; lögaldur fyrir fjárræði er t.d. 18 ár

LÖGBROT

þegar maður fremur lögbrot gerir hann eitthvað ólöglegt og brýtur þar með lög

LÖGBUNDINN

ef eitthvað er lögbundið þá er það ákveðið með lögum

LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ

lögfræðiaðstoð er þjónusta sem lögfræðingar veita viðskiptavinum sínum

LÖGFRÆÐINGUR

lögfræðingur er maður með háskólamenntun í lögfræði; lögfræðingar með sérstök réttindi til þess starfa m.a. við að að flytja og verja mál fyrir dómstólum og lögfræðingar starfa líka við að gera samninga o.fl. í stofnunum og fyrirtækjum

LÖGGILDING

löggilding er formleg staðfesting á að eitthvað sé í samræmi við lög eða hafi lagalegt gildi. Sum starfsheiti eru löggilt og það þýðir að enginn má t.d. kalla sig lækni, hjúkrunarfræðing, múrara eða rafvirkja nema hafa menntun og réttindi til þess.

LÖGGILTUR

þegar eitthvað er löggilt er formlega staðfest að það sé í samræmi við lög eða hafi lagalegt gildi; sum starfsheiti eru löggilt og það þýðir að enginn má t.d. kalla sig lækni, hjúkrunarfræðing, múrara eða rafvirkja nema hafa menntun og réttindi til þess

LÖGHEIMILI

lögheimili er staður þar sem maður á heima samkvæmt þjóðskrá, jafnvel þótt maður dvelji annars staðar í lengri eða styttri tíma

LÖGLEGUR

það sem er löglegt er leyfilegt samkvæmt lögum

LÖGMAÐUR

lögmaður er lögfræðingur sem hefur réttindi til að flytja mál fyrir dómi

LÖGREGLA

lögregla er stofnun sem annast löggæslu; lögreglan á að fylgjast með því að fólk hagi sér í samræmi við lög og reglur og handsama þá sem brjóta lög, t.d. þá sem aka of hratt

LÖGREGLUSTJÓRI

lögreglustjóri er yfirmaður lögreglunnar í hverju umdæmi

LÖGREGLUYFIRVÖLD

lögregluyfirvöld eru lögregla og lögreglustjórar sem sjá um löggæslu í landinu

MAKABÆTUR

makabætur eru bætur úr almannatryggingum sem maki elli- eða örorkulífeyrisþega getur átt rétt á við sérstakar aðstæður

MAKALÍFEYRIR

makalífeyrir er greiðsla úr lífeyrissjóði sem maður getur átt rétt á ef maki manns deyr og hefur greitt í lífeyrissjóð í ákveðinn tíma

MAKI

maki manns er sá sem maður er giftur eða er í sambúð með

MANNANAFNALÖG

mannanafnalög eru sérstök lög sem gilda um nöfn fólks og skráningu þeirra

MANNRÉTTINDASAMTÖK

mannréttindasamtök eru samtök sem standa vörð um mannréttindi, þ.e. grundvallarréttindi allra manna til þess að lifa og njóta frelsis og virðingar

MANNÚÐARÁSTÆÐUR

ef eitthvað er gert af mannúðarástæðum ræðst það af vilja til að sýna fólki sanngirni og góðmennsku

MANNÚÐARSJÓNARMIÐ

ef mannúðarsjónarmið ráða því sem er gert eða ákveðið þá miðar það að því að sýna fólki sanngirni og góðmennsku

MANSAL

mansal felst í því að selja fólk og neyða það til að vinna gegn eigin vilja, t.d. við vændi, yfirleitt langt frá heimalandi þess

MARKAÐSSETNING

markaðssetning er það hvernig vöru eða þjónustu er komið á framfæri við almenning. Umbúðir og auglýsingar eru t.d. hluti af markaðssetningu.

MÁLSHÖFÐUN

málshöfðun felst í því að stefna einhverjum fyrir dómstól vegna ákveðins máls

MÁLSMEÐFERÐ

málsmeðferð segir til um hvernig mál fyrir dómi eru meðhöndluð

MÁLSVARI

ef maður er málsvari einhvers, annaðhvort manneskju eða málefnis, þá er maður fulltrúi þess eða talsmaður

MÁNAÐARLAUN

mánaðarlaun eru þau laun sem fólk hefur fyrir vinnu sína í hverjum mánuði

MEÐFERÐ

meðferð (á einstaklingi) hjá lækni, sjúkraþjálfara eða öðru heilbrigðisstarfsfólki miðar að því að bæta heilsu og líðan fólks og getur t.d. falist í lyfjagjöf eða æfingum; meðferð á máli hjá opinberri stofnun felst í því að fjalla um málið og undirbúa afg

MEÐGANGA

meðganga er sá tími sem kona gengur með barn áður en hún fæðir það

MEÐLAG

meðlag er það sama og barnsmeðlag

MEÐLAGSGREIÐANDI

maður er meðlagsgreiðandi ef maður borgar barnsmeðlag

MEÐMÆLI

þegar einhver gefur manni meðmæli þá staðfestir hann að maður sé góður starfsmaður

MEGINREGLA

meginregla í einhverju máli er sú regla sem hefur mest vægi

MENNINGARHEIMAR

ólíkir menningarheimar eru staðir eða samfélög þar sem ríkir mjög ólík menning, t.d. mismunandi trúarbrögð, siðir og venjur

MENNINGARSJOKK

menningarsjokk er það sama og menningaráfall

MENNTAKERFI

menntakerfi er heildarskipulagið á allri fræðslu og skólastarfi í landinu frá leikskólum upp í háskóla ásamt námskeiðum fyrir fullorðna utan skólakerfisins, t.d. til endurmenntunar

MENNTAMÁL

menntamál eru öll mál sem tengjast skólum og menntun

MENNTAMÁLARÁÐHERRA

menntamálaráðherra er ráðherra sem stýrir menntamálaráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ

menntamálaráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með menntamálum og menningarmálum í landinu; yfirmaður ráðuneytisins er menntamálaráðherra

MENNTASKÓLI

menntaskóli er framhaldsskóli sem leggur áherslu á bóklegt nám til stúdentsprófs; nemendur velja deildir eftir áhugasviði, t.d. máladeild eða stærðfræðideild

MENNTASTOFNUN

menntastofnun er stofnun þar sem fólk stundar nám eða rannsóknir; dæmi um menntastofnanir eru háskólar, framhaldsskólar og iðnskólar

MENNTUN

menntun er öll þekking og lærdómur sem maður aflar sér, m.a. með námi í skólum

MILLIFÆRSLA

millifærsla felst í því að peningar eru teknir út af einum bankareikningi og lagðir inn á annan bankareikning; maður getur millifært milli tveggja reikninga sem maður á sjálfur eða af sínum reikningi yfir á reikning annars manns

MILLILENDING

millilending felst í því að flugvél lendir einhvers staðar á leiðinni til áfangastaðarins, t.d. til að taka meira eldsneyti

MILLILIÐUR

milliliður milli tveggja aðila er maður eða fyrirtæki sem hefur milligöngu um samskipti eða viðskipti milli þeirra og kemur upplýsingum og boðum á milli þeirra

MILLINAFN

millinafn er nafn sem kemur á milli fornafns og eftirnafns

MILLIRÍKJASAMNINGUR

milliríkjasamningur er samningur sem gildir á milli tveggja eða fleiri ríkja um tiltekin mál

MÓÐURMÁL

móðurmál er það tungumál sem maður lærir fyrst að tala; börn læra móðurmálið heima hjá sér af foreldrum sínum, systkinum og öðru heimilisfólki og geta bæði talað það og skilið áður en þau byrja í skóla

MÓÐURMÁLSKENNSLA

móðurmálskennsla er formleg kennsla sem fólk fær í móðurmáli sínu í skóla eða á námskeiðum

MÓTFRAMLAG

mótframlag í lífeyrissjóð er ákveðin upphæð sem fyrirtækið, sem maður vinnur hjá, borgar í viðbót við það sem maður borgar sjálfur

MÓTTÖKUDEILD

móttökudeild í skóla er sérstök deild fyrir börn innflytjenda sem þurfa að læra íslensku um leið og þau fá kennslu í öðrum námsgreinum

MP3

MP3 (MPEG 1 Audio layer 3) er gagnaþjöppunarsnið fyrir hljóðskrár, þ.e.a.s. tölvuforrit sem þjappar saman hljóði og auðveldar flutning skráa milli tölva.

MUNNLEGUR

ef eitthvað er munnlegt fer það fram með því að fólk talar saman, t.d. er munnlegur samningur gerður í samtali og án þess að skrifað sé undir samkomulagið

MYNDLIST

myndlist felst í því að búa til listaverk með því t.d. að mála, teikna eða föndra; myndlist er kennd í grunnskólum sem sérstök námsgrein

MÆÐRALAUN

mæðralaun eru greiðslur sem kona getur átt rétt á úr almannatryggingum ef hún er einstætt foreldri með tvö eða fleiri börn undir 18 ára aldri á framfæri sínu

MÆÐRASKOÐUN

mæðraskoðun er reglulegt eftirlit með barnshafandi konu á meðgöngunni, heilsu hennar og þroska fóstursins; fyrsta mæðraskoðun fer yfirleitt fram á 12. viku meðgöngu og er síðan fylgst reglulega með konunni fram að fæðingu barnsins

MÆÐRAVERND

mæðravernd miðar að því að fylgst sé með heilsu barnshafandi kvenna á meðgöngunni og þroska fóstursins fram að fæðingu barnsins

NAFNVEXTIR

nafnvextir eru vextir án tillits til verðþróunar (verðbólgu).

NAFNVIRÐI

nafnvirði er upphaflegt skráð verð, t.d. á hlutabréfi. Markaðsverðmæti hlutabréfs fæst með því að margfalda nafnverðið með gengi hlutabréfsins.

NAUÐUNGARSALA

nauðungarsala á eign, t.d. íbúð eða bíl, fer fram ef eigandinn getur ekki borgað afborganir af lánum eða gjöld af eigninni og er neyddur til að selja hana til þess að borga upp í skuldir;

NAUÐUNGARUPPBOÐ

nauðungaruppboð felst í því að selja eignir manns fyrir hæsta verð sem hægt er að fá fyrir þær og afla þannig peninga til þess að borga upp í skuldir hans

NÁM

nám felst í því að læra eitthvað á skipulegan hátt með því að fara í skóla eða á námskeið

NÁMSÁFANGI

námsáfangi í skóla er sá hluti námsgreinar sem er kenndur á einni önn og lýkur yfirleitt með prófi

NÁMSÁRANGUR

námsárangur segir til um það hvernig nemendum hefur gengið að læra námsefnið; námsárangur er oftast mældur með prófi eða verkefnum og nemendur fá einkunn sem sýnir árangur þeirra í hverri námsgrein

NÁMSBÓK

námsbók er bók í tiltekinni námsgrein sem nemendur lesa og læra

NÁMSBRAUT

námsbraut í skóla er leið sem nemendur velja sér þar sem lögð er áhersla á ákveðnar námsgreinar, t.d. tungumál, stærðfræði eða verklegt nám

NÁMSDVÖL

námsdvöl felst í því að nemandi býr eða dvelur einhvers staðar fjarri heimili sínu til að stunda þar nám, t.d. í útlöndum

NÁMSEFNI

námsefni er það sem nemendur þurfa að læra í skólanum eða á námskeiði

NÁMSFLOKKAR

námsflokkar eru menntastofnun utan skólakerfisins þar sem fólk getur lært einstakar námsgreinar á námskeiðum, t.d. íslensku; námsflokkar eru á vegum sveitarfélaga og námskeiðin eru aðallega fyrir fullorðið fólk sem er í vinnu og sækir kennslutíma á kvöldi

NÁMSGREIN

námsgrein er ákveðinn þáttur í því sem kennt er í skóla, t.d. stærðfræði, landafræði eða tungumál; nám í skólum samanstendur af mörgum námsgreinum

NÁMSGÖGN

námsgögn eru t.d. bækur, ljósrituð blöð, myndir og annað efni sem er notað við kennslu í skóla eða á námskeiði

NÁMSKEIÐ

námskeið er kennsla í ákveðinni námsgrein sem stendur í takmarkaðan tíma, t.d. nokkrar vikur eða eina önn

NÁMSKEIÐAHALD

námskeiðahald felst í því að halda námskeið fyrir fólk

NÁMSKEIÐSGJALD

námskeiðsgjald er upphæðin sem þarf að borga fyrir að sækja námskeið

NÁMSLÁN

námslán er lán úr opinberum sjóði sem nemendur á háskólastigi geta fengið samkvæmt ákveðnum reglum; nemendur þurfa ekki að borga afborganir af námsláninu fyrr en þeir hafa lokið námi

NÁMSLEYFI

námsleyfi er tímabundið frí frá vinnu sem fólk fær til þess að stunda nám, t.d. endurmenntun

NÁMSMAÐUR

námsmaður er sá sem stundar nám, aðallega á háskólastigi

NÁMSSTYRKUR

námsstyrkur er styrkur sem fólk fær samkvæmt ákveðnum reglum til þess að stunda nám; ýmsar stofnanir veita námsstyrki, t.d. bankar og háskólar

NÁTTÚRUFRÆÐI

náttúrufræði er námsgrein í skóla þar sem nemendum er kennt um náttúruna, t.d. um stjörnurnar, myndun jarðar, dýr og líffræði mannsins

NEMANDI

nemandi er sá sem stundar nám í skóla

NET

net getur verið kerfi þar sem margar tölvur eru tengdar saman, t.d. innan fyrirtækis eða stofnunar; Netið er það sama og Internetið, það er samtenging milli tölva um allan heim sem gerir fólki t.d. mögulegt að skiptast á tölvupósti og að birta og lesa upp

NETBANKI

netbanki er það sama og heimabanki

NETFANG

netfang er sérstakt póstfang sem notað er til að senda einstaklingi, stofnun eða fyrirtæki tölvupóst, t.d .xx@zzz.is

NEYÐARMÓTTAKA

neyðarmóttaka er sérstök þjónusta á sjúkrahúsi þar sem m.a. er tekið á móti fólki sem verður fyrir nauðgun eða öðru kynferðisofbeldi

NEYÐARNÚMER

neyðarnúmer er sérstakt símanúmer sem fólk getur hringt í ef það þarf að fá neyðarþjónustu, t.d. aðstoð lögreglu eða slökkviliðs; neyðarnúmer á Íslandi er 112

NEYÐARÞJÓNUSTA

neyðarþjónusta felst í því að aðstoða fólk sem þarf að fá hjálp strax, t.d. vegna skyndilegra veikinda eða slyss eða af því að fólk hefur týnt greiðslukorti

NEYTANDI

maður er neytandi þegar maður kaupir vörur eða þjónustu af fyrirtækjum

NEYTENDAVERND

neytendavernd lýtur að vernd á hagsmunum neytenda gagnvart seljendum vöru og þjónustu, t.d. varðandi markaðssetningar, skilmála, hollustu og öryggi.

NIÐURFELLING

niðurfelling felst í því að fella niður eða hætta við eitthvað sem hefur verið ákveðið; ef maður fær t.d. niðurfellingu á gjöldum þýðir það að maður þarf ekki að borga þau

OFSÓKNIR

ef maður eða hópur fólks verður fyrir ofsóknum þá er einhver sem reynir að gera honum mein og eltir hann uppi til þess að gera það

OPINBER

ef eitthvað er opinbert þá tilheyrir það samfélaginu; t.d. er hið opinbera ríki og sveitarfélög og opinber mál eru mál rekin af ríki eða sveitarfélögum

ORLOF

orlof er ákveðinn fjöldi frídaga sem launafólk í föstu starfi á rétt á að fá á hverju ári; orlof getur líka verið ákveðið hlutfall af launum fólks sem það fær greitt út til þess að geta tekið sér í frí frá vinnu

ORLOFSGREIÐSLUR

það eru orlofsgreiðslur þegar maður fær greitt út orlof

ORLOFSHÚS

orlofshús er húsnæði sem stéttarfélög leigja út til félagsmanna sinna í stuttan tíma, t.d. yfir helgi eða í viku, svo þeir geti verið þar í fríinu sínu

ORLOFSRÉTTUR

orlofsréttur fólks segir til um það hversu langt orlof það á rétt á að fá

ÓFRÁVÍKJANLEGUR

ef eitthvað er ófrávíkjanlegt þá er ekki hægt að komast hjá því, t.d. er ófrávíkjanleg regla þannig að það verður að fara eftir henni án undantekninga

ÓFULLNÆGJANDI

ef eitthvað er ófullnægjandi þá er það ekki nógu mikið eða nógu gott miðað við það sem er krafist eða gert ráð fyrir

ÓGILDING

ógilding á einhverju felst í því að það er fellt úr gildi og hætt við það; t.d. felur ógilding samnings í sér að hann gildir ekki lengur

ÓHEIMILL

ef eitthvað er óheimilt þá er það bannað

ÓKEYPIS

ef eitthvað er ókeypis þá kostar það ekki neitt

ÓLÖGLEGUR

það sem er ólöglegt er ekki leyfilegt samkvæmt lögum

ÓLÖGMÆTUR

ólögmætur er það sama og ólöglegur

ÓLÖGRÁÐA

fólk sem er ólögráða hefur ekki full réttindi, t.d. til að kjósa eða ráða yfir eigin fjárhag; börn og unglingar undir 18 ára aldri eru t.d. ólögráða

ÓNÝTTUR PERSÓNUAFSLÁTTUR

ónýttur persónuafsláttur er sá hluti persónuafsláttar sem maður hefur ekki notað, t.d. vegna þess að maður hefur verið tekjulaus í einhvern tíma; hjón eða fólk í sambúð getur líka nýtt sér ónýttan persónuafslátt maka síns eftir ákveðnum reglum ef hann nýt

PASSAMYND

passamynd er lítil ljósmynd af andliti fólks sem er notuð í skilríki, t.d. í vegabréf

PERSÓNUAFSLÁTTUR

persónuafsláttur er föst upphæð sem maður fær í afslátt af tekjuskatti á hverju ári; persónuafslættinum er deilt niður á árið, t.d. á hvern mánuð sem maður fær borguð laun; til að fá persónuafslátt verður maður að skila skattkorti til launagreiðanda

PERSÓNUEFTIRLIT

persónueftirlit felst í því að stjórnvöld fylgjast með einstaklingum, t.d. með fólki sem kemur inn í landið, m.a. með því að skoða skilríki þess

PERSÓNUSKILRÍKI

persónuskilríki eru opinber skjöl sem einstaklingar geta framvísað til þess að sanna hverjir þeir eru; í persónuskilríkjum er nafn þess sem á þau og ýmsar persónuupplýsingar, t.d. fæðingardagur og heimilisfang, og yfirleitt mynd; persónuskilríki eru t.d. 

PERSÓNUUPPLÝSINGAR

persónuupplýsingar eru upplýsingar um einkahagi manns, t.d. fjölskylduaðstæður og heimilisfang

PERSÓNUVERND

persónuvernd miðar að því að setja reglur um notkun persónuupplýsinga og að hafa eftirlit með notkun þeirra til þess að koma í veg fyrir að upplýsingarnar séu misnotaðar

PRÓF

próf eru spurningar og verkefni sem eru lögð fyrir nemendur í skóla eða á námskeiði til þess að meta hvernig þeim hefur gengið að læra námsefnið í ákveðinni námsgrein, oft í lok námsáfanga eða námskeiðs

PRÓFGJALD

prófgjald er upphæð sem fólk borgar fyrir að fá að taka próf, t.d. í einkaskólum eða á sérstökum námskeiðum

PRÓFSKÍRTEINI

prófskírteini er skírteini sem staðfestir að maður hafi lokið prófum í tilteknum námsgreinum úr skóla eða námskeiði

PRÓFUMSÓKN

prófumsókn er umsókn um að fá að taka tiltekið próf

RAFRÆNN

það sem er rafrænt tengist tölvum eða fer í gegnum tölvu

RANNSÓKN

rannsókn er nákvæm og skipuleg athugun á einhverju; rannsókn lögreglu í sakamáli felst t.d. í því að safna gögnum um málið og skoða þau til þess að komast að því hvað gerðist: rannsókn læknis á sjúklingi felst í því að gera ýmiss konar próf til að komast 

RAUNÁVÖXTUN

raunávöxtun er ávöxtun umfram verðbólgu.

RAUNVEXTIR

raunvextir eru raungildi vaxta að teknu tilliti til verðlagsþróunar.

RÁÐGJAFI

ráðgjafi er manneskja sem vinnur við að leiðbeina fólki og gefa því ráð um mál sem hún hefur sérþekkingu á, t.d. fjármál

RÁÐGJÖF

ef maður veitir einhverjum ráðgjöf þá leiðbeinir maður honum á ákveðnu sviði eða um ákveðið mál og gefur honum faglegar ráðleggingar

RÁÐHERRA

ráðherra er meðlimur í ríkisstjórn þar sem hann er fulltrúi ákveðins stjórnmálaflokks; hver ráðherra stjórnar ákveðnum málaflokki, t.d. er menntamálaráðherra yfir öllum menntamálum í landinu

RÁÐHÚS

í ráðhúsi hafa borgarstjórn eða bæjarstjórn sveitarfélags skrifstofur sínar

RÁÐNING

ráðning manns í vinnu felst í því að hann fær ákveðið starf og vinnur það samkvæmt ráðningarsamningi

RÁÐNINGARKJÖR

ráðningarkjör fólks segja til um hvernig vinnutími þess er, hversu há laun það fær o.fl.

RÁÐNINGARSAMNINGUR

ráðningarsamningur er samningur sem starfsmenn gera við atvinnurekanda sinn um ráðningarkjör

RÁÐNINGARSKRIFSTOFA

ráðningarskrifstofa er skrifstofa sem sérhæfir sig í að finna starfsmenn fyrir atvinnurekendur og að finna störf fyrir fólk sem er í atvinnuleit

RÁÐNINGARÞJÓNUSTA

ráðningarþjónusta er það sama og ráðningarskrifstofa

RÁÐUNEYTI

ráðuneyti er skrifstofa ráðherra; hvert ráðuneyti hefur sinn málaflokk sem það ræður yfir

REFSIÁKVÆÐI

refsiákvæði er ákvæði í lögum um refsingar

REFSING

refsing felst í því að fólk er látið gjalda fyrir eitthvað sem það hefur gert ólöglega, t.d. með því að borga sekt eða sitja í fangelsi

REFSIVERÐUR

ef eitthvað er refsivert getur fólk hlotið refsingu fyrir að gera það

REGLA

regla er fyrirmæli eða ákvæði sem þarf að fylgja í samfélaginu eða í leik; ef maður fer eftir settum reglum gerir maður það sem á að gera

REGLUGERÐ

reglugerð er samansafn reglna sem styðjast við lög og fólk á að fara eftir

REIKNAÐ ENDURGJALD

reiknað endurgjald er lágmarksupphæð sem maður reiknar sjálfum sér í laun ef maður vinnur sjálfstætt eða hjá fyrirtæki sem maður á sjálfur

REIKNINGUR

reikningur er yfirlit yfir þá peninga sem maður á inni, t.d. í banka, eða það sem maður skuldar, t.d. fyrir eitthvað sem maður kaupir

RÉTTARAÐSTOÐ

réttaraðstoð felst í því að ríkið útvegar fólki lögmann í sérstökum tilvikum

RÉTTARHALD

réttarhald er fundur í dómsmáli

RÉTTARSTAÐA

réttarstaða fólks er staða þess og réttindi samkvæmt lögum; t.d. hafa starfsmenn ákveðna réttarstöðu gagnvart atvinnurekanda

RÉTTINDI

réttindi eru réttur sem maður hefur aflað sér, t.d. til þess að starfa á ákveðnu sviði með því að afla sér nauðsynlegrar menntunar eða til þess að fá greiddan lífeyri með því að greiða reglulega í lífeyrissjóð af laununum sínum

RÉTTLAUS

ef maður er réttlaus þá hefur maður engan rétt eða réttindi

RÉTTUR

ef maður á rétt á einhverju, t.d. bótum eða öðrum greiðslum, getur maður krafist þess að fá það; réttur getur líka verið dómstóll

RITHANDARSÝNISHORN

rithandarsýnishorn er dæmi um það hvernig fólk skrifar nafnið sitt með eigin hendi; maður gefur t.d. rithandarsýnishorn þegar maður stofnar bankareikning til þess að hægt sé að sanna að undirskrift manns sé rétt

RÍKI

ríki er ákveðið landsvæði sem lýtur sömu stjórn og hefur venjulega sérstakan þjóðhöfðingja, t.d. konung eða forseta; ríki er líka notað um þann hluta stjórnsýslunnar sem er á vegum ríkisstjórnarinnar og er sameiginleg fyrir allt landið

RÍKISBORGARARÉTTUR

ef maður hefur ríkisborgararétt í einhverju landi þá er maður ríkisborgari þess lands

RÍKISBORGARI

ef maður er ríkisborgari einhvers lands þá hefur maður t.d. rétt til þess að taka þátt í kosningum þar, stunda atvinnu, njóta almannatrygginga o.fl. eftir því sem lög og reglur ákveða

RÍKISFANG

ef maður hefur ríkisfang í einhverju landi þá er maður ríkisborgari þess lands

RÍKISFANGSLAUS

ef maður er ríkisfangslaus þá hefur maður ekki ríkisfang í neinu landi

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI

ríkislögreglustjóri hefur yfirumsjón með lögreglumálum og löggæslu í landinu

RÍKISSJÓÐUR

ríkissjóður er það fé sem ríkið aflar með sköttum, tekjum af opinberri atvinnustarfsemi o.fl. og þingið og ríkisstjórnin geta ráðstafað, t.d. til þess að byggja og reka skóla, leggja vegi o.fl. eða til þess að borga skuldir ríkisins

RÍKISSKATTSTJÓRI

embætti ríkisskattstjóra hefur yfirumsjón með álagningu skatta í landinu og fylgist með því að fólk og fyrirtæki borgi skatta af t.d. tekjum og rekstri

RÍKISSTJÓRN

ríkisstjórn er hópur ráðherra sem fer með stjórn ríkisins; ráðherrar koma úr stjórnmálaflokkum sem saman hafa náð meirihluta þingmanna í kosningum

RÆÐISMAÐUR

ræðismaður gegnir embætti sem fulltrúi ákveðins ríkis í öðru landi, sérstaklega á stöðum þar sem ekki er sendiráð+F135

RÆÐISSKRIFSTOFA

ræðisskrifstofa er skrifstofa ræðismanns

RÖKSTUÐNINGUR

rökstuðningur felst í því að styðja mál sitt eða niðurstöðu sína með staðreyndum eða gögnum

RÖNTGENMYND

röntgenmynd er sérstök mynd sem er tekin af beinum og innri líffærum fólks með röntgengeislum; með röntgenmynd er hægt að sjá hvort fólk sé beinbrotið eða með sködduð innri líffæri

RÖNTGENSKOÐUN

við röntgenskoðun er röntgenmynd tekin af beinum eða innri líffærum til þess að athuga ástand þeirra

SAGA

saga er námsgrein í skóla þar sem nemendum er kennt um atburði, mannlíf og fólk á fyrri tímum, bæði á Íslandi (Íslandssaga) og í heiminum (mannkynssaga)

SAKASKRÁ

sakaskrá er skrá yfir niðurstöður dóma sem hafa fallið í opinberum málum; sakavottorð eru gefin út samkæmt sakaskrá

SAKAVOTTORÐ

sakavottorð er skjal þar sem koma fram upplýsingar úr sakaskrá, t.d. um það hvort maður hafi hlotið dóm fyrir lögbrot; ef maður er með hreint sakavottorð þá er maður ekki á sakaskrá

SAMBÚÐ

þegar fólk er í sambúð þá býr það saman; ef fólk er í skráðri sambúð býr það saman eins og hjón og nýtur ákveðinna réttinda, t.d. í sambandi við skatta, þótt það sé ekki gift

SAMBÚÐARAÐILI

maður er sambúðaraðili þegar maður er í sambúð með einhverjum

SAMBÚÐARFÓLK

sambúðarfólk er fólk sem er í sambúð

SAMBÝLI

sambýli er heimili þar sem tveir eða fleiri búa saman og njóta þjónustu og aðstoðar inni á heimilinu; sambýli eru t.d. fyrir fatlað fólk sem getur ekki búið eitt og þarf á sérstakri þjónustu að halda

SAMBÝLISKONA

sambýliskona manns er konan sem hann býr með eða er í skráðri sambúð með

SAMBÝLISMAÐUR

sambýlismaður konu er maðurinn sem hún býr með eða er í skráðri sambúð með

SAMFELLDUR

ef eitthvað er samfellt þá varir það í ákveðinn tíma án hlés; t.d. felst samfelld búseta í því að maður búi á einhverjum stað í ákveðinn tíma án þess að flytja í burtu

SAMFÉLAG

samfélag er hópur fólks sem lifir saman, t.d. í sama bæ eða í sama landi, á sama tíma

SAMFÉLAGSFRÆÐI

samfélagsfræði er námsgrein í grunnskóla þar sem nemendum er kennt um umhverfi sitt og samfélagið sem þeir búa í

SAMHEITALYF

samheitalyf eru lyf sem innihalda sömu efni, virka á sama hátt en heita öðru nafni og eru ódýrari en upprunalegu lyfin

SAMKOMULAG

samkomulag er óformlegur samningur sem maður gerir við einhvern

SAMKVÆMT LÖGUM

ef eitthvað er gert samkvæmt lögum þá leyfa lögin að það sé gert og það er gert á þann hátt sem lögin segja fyrir um

SAMKYNHNEIGÐUR

ef fólk er samkynhneigt þá velur það sér maka af sama kyni

SAMNINGSAÐILI

ef maður er samningsaðili þá á maður aðild að ákveðnum samningi

SAMNINGSRÍKI

samningsríki er land sem á aðild að ákveðnum samningi

SAMNINGUR

samningur felst í því að einhverjir semja um eitthvað sín á milli, annaðhvort munnlega eða skriflega; fólk gerir t.d. samning við vinnuveitanda sinn um launakjör

SAMRÁÐ

þegar fólk hefur samráð um eitthvað þá ákveður það í sameiningu hvað á að gera

SAMRÆMD PRÓF

samræmd próf eru próf í ákveðnum námsgreinum sem öll börn á ákveðnum aldri þurfa að taka; á hverju ári eru haldin samræmd próf fyrir börn í 4., 7. og 10. bekk í íslenskum grunnskólum til þess að meta þekkingu þeirra í nokkrum námsgreinum

SAMSKÖTTUN

samsköttun felst í því að hjón eða fólk í sambúð skilar sameiginlegu skattframtali til skattayfirvalda og borgar sameiginlega skatta eftir því

SAMTÖK

samtök eru félag fólks eða fyrirtækja á ákveðnu sviði eða í sambandi við tiltekið málefni; samtök standa m.a. vörð um hagsmuni meðlimanna og annast t.d. fundi og fræðslustarfsemi

SAMVIST

þegar samkynhneigt fólk er í staðfestri samvist þá nýtur það sömu réttinda og gift fólk; fólk getur staðfest samvist hjá sýslumanni

SAMVISTARMAKI

ef maður er samvistarmaki einhvers þá er maður í staðfestri samvist með honum

SAMÞYKKI

ef maður fær samþykki fyrir einhverju þá fær maður leyfi til þess

SANNGIRNISÁSTÆÐUR

sanngirnisástæður fyrir einhverju eru ástæður sem eru sanngjarnar

SÁLFRÆÐINGUR

sálfræðingur hefur sérstaka háskólamenntun og réttindi til þess að starfa við að veita fólki ráðgjöf og meðferð vegna andlegra erfiðleika; sálfræðingar vinna t.d. á sjúkrahúsum við að hjálpa sjúklingum eftir áföll

SEÐLABANKI

seðlabanki er banki í eigu ríkisins og stjórnar peningamálum í landinu; seðlabanki gefur t.d. út gjaldmiðil í sínu landi og heldur uppi stöðugleika í peningamálum

SEKT

sekt er upphæð sem maður þarf að borga í bætur fyrir að hafa gert eitthvað rangt; maður getur t.d. þurft að borga sekt fyrir að keyra of hratt eða fyrir að skila bókum of seint á bókasafn

SELJANDI

maður er seljandi ef maður selur eitthvað

SENDIHERRA

sendiherra er opinber fulltrúi lands síns í öðru ríki og er yfirmaður í sendiráði þess; sendiherra sér t.d. um að gæta hagsmuna fólks frá sínu landi og veita því nauðsynlegar upplýsingar

SENDIRÁÐ

sendiráð er skrifstofa sendiherra

SENDISKRIFSTOFA

sendiskrifstofa er skrifstofa á vegum ríkisins í öðru landi, t.d. sendiráð eða skrifstofa fyrir nefndir sem starfa í öðrum löndum

SÉREIGNASJÓÐUR

séreignasjóður er tegund lífeyrissjóðs þar sem maður safnar ákveðinni peningaupphæð í stað þess að safna lífeyrisréttindum; því fær maður aðeins þann pening greiddan út sem maður hefur lagt inn þegar maður hættir að vinna

SÉRFRÆÐILÆKNIR

sérfræðilæknir er læknir sem hefur sérhæft sig á ákveðnu sviði lækninga; dæmi um sérfræðilækna eru kvensjúkdómalæknar, skurðlæknar, og hjartalæknar

SÉRFRÆÐINGUR

sérfræðingur er læknir sem hefur sérhæft sig á ákveðnu sviði lækninga, t.d. hjartalæknir eða skurðlæknir; sérfræðingur getur líka verið einhver sem hefur sérhæft sig á öðrum sviðum, t.d. fjármálum

SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA

sérfræðiþjónusta er læknisþjónusta sem sérfræðilæknir veitir

SÉRKENNSLA

sérkennsla er sérstakur stuðningur sem börn í grunnskóla fá við námið, t.d. af því að þau eiga erfitt með nám á einhverju sviði eða vegna fötlunar

SÉRSKÓLI

sérskóli er skóli fyrir fötluð börn sem geta ekki verið í venjulegum grunnskóla; sérskóli getur líka verið skóli sem kennir greinar á ákveðnu sviði, t.d. dans

SÍMENNTUN

símenntun felst í því að fólk bætir reglulega við sig þekkingu á sínu sviði með því að stunda nám samhliða vinnu, t.d. á námskeiðum

SJÁLFRÆÐI

ef maður hefur sjálfræði þá ræður maður sínum högum sjálfur, má kjósa í kosningum, giftast og er ekki lengur undir forsjá foreldra sinna; fólk fær sjálfræði á Íslandi við 18 ára aldur

SJÁLFSKULDARÁBYRGÐ

sjálfskuldarábyrgð er ótakmörkuð yfirlýsing einstaklings um að standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum, lánum o.s.frv., annars einstaklings en hans sjálfs.

SJÚKDÓMUR

ef maður fær sjúkdóm verður maður veikur í einhvern tíma; sjúkdómar geta verið líkamlegir eða geðrænir og sumir sjúkdómar geta borist á milli fólks

SJÚKLINGUR

ef maður er sjúklingur hefur maður veikst eða slasast og hefur enn ekki fengið fullan bata; þeir sem liggja á sjúkrahúsi eru sjúklingar

SJÚKRABÍLL

sjúkrabíll er sérstaklega útbúinn bíll sem er notaður til að flytja veikt og slasað fólk á milli staða

SJÚKRADAGPENINGAR

sjúkradagpeningar eru greiðsla úr tryggingum eða frá stéttarfélagi sem maður getur átt rétt á ef maður veikist og missir þau laun sem maður hafði fyrir veikindin

SJÚKRAFLUTNINGUR

sjúkraflutningar eru allir flutningar með veikt og slasað fólk, t.d. með sjúkraflugi eða sjúkrabílum

SJÚKRAHJÁLP

sjúkrahjálp er ein tegund bóta sem maður getur átt rétt á úr almannatryggingum ef maður lendir í slysi og þarf læknisþjónustu eftir það; sjúkrahjálp greiðir kostnað við meðferð að fullu eða að hluta til eftir því í hverju hún felst

SJÚKRAHÚS

sjúkrahús er stofnun sem fólk dvelur á eftir að læknisskoðun leiðir í ljós að það þarf á meðferð og umönnun að halda; á sjúkrahúsum starfa læknar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk

SJÚKRAHÚSVIST

það er sjúkrahúsvist þegar fólk dvelur á sjúkrahúsi og fær læknismeðferð og umönnun

SJÚKRALIÐI

sjúkraliði hefur sérstaka menntun og réttindi til að vinna við umönnun sjúklinga á heilbrigðisstofnunum

SJÚKRASAMLAG

sjúkrasamlag er sjóður sem fólk greiðir reglulega í til að tryggja sig gegn sjúkrakostnaði og ef það veikist eða slasast á það rétt á að fá hluta lækniskostnaðar greiddan úr sjúkrasamlaginu; á Íslandi eru ekki sjúkrasamlög heldur taka almannatryggingar þá

SJÚKRASJÓÐUR

þeir sem veikjast og geta ekki unnið í einhvern tíma geta átt rétt á greiðslu úr sjúkrasjóði ef þeir hafa reglulega greitt gjald til stéttarfélags

SJÚKRATRYGGING

sjúkratrygging er sérstök trygging sem greiðir t.d. fyrir sjúkrahúsvist, lækniskostnað og lyf eftir ákveðnum reglum þegar fólk veikist; á Íslandi er sjúkratrygging hluti af almannatryggingum en fólk getur líka keypt sjúkratryggingu hjá tryggingafélagi, t.

SJÚKRAÞJÁLFARI

sjúkraþjálfari hefur sérstaka menntun og réttindi til þess að starfa við sjúkraþjálfun

SJÚKRAÞJÁLFUN

sjúkraþjálfun er meðferð sem miðar t.d. að því að auka hreyfigetu fólks og lina verki í liðum ef líkamanum hefur verið beitt á rangan hátt við vinnu eða eftir veikindi eða slys; sjúkraþjálfun er stundum hluti af endurhæfingu sjúklinga

SKAÐABÆTUR

skaðabætur eru bætur sem fólk getur fengið ef það hefur orðið fyrir ákveðnu tjóni, t.d. frá þeim sem olli tjóninu

SKATTAYFIRVÖLD

skattayfirvöld sjá um álagningu skatta og fylgjast með að fólk og fyrirtæki borgi skatta af t.d. tekjum og rekstri; skattayfirvöld eru t.d. ríkisskattstjóri og skattstjórar

SKATTFRAMTAL

skattframtal er sérstakt eyðublað sem maður þarf að skila til skattayfirvalda einu sinni á ári með upplýsingum um allar tekjur manns, rekstur og annað sem er skattskylt

SKATTKORT

skattkort er sérstakt skjal sem skattayfirvöld gefa út til þess að fólk fái persónuafslátt af tekjuskatti; maður sækir skattkort til skattstjóra og afhendir launagreiðanda

SKATTSKYLDUR

þegar eitthvað er skattskylt, t.d. tekjur, þá verður maður að borga skatt af því

SKATTSKÝRSLA

skattskýrsla er það sama og skattframtal

SKATTSTJÓRI

skattstjóri hefur yfirumsjón með álagningu skatta í hverju umdæmi; yfirmaður skattstjóra er ríkisskattstjóri

SKATTSTOFA

ein skattstofa er í hverju umdæmi sem sér t.d. um að gefa út skattkort og að fara yfir skatta fólks og fyrirtækja í umdæminu; skattstjóri er yfirmaður hverrar skattstofu

SKATTSVIK

skattsvik eru lögbrot sem felast í því að fólk eða fyrirtæki borgar ekki þá skatta sem það á að borga samkvæmt lögum

SKATTUR

skattur er ákveðin prósenta af t.d. tekjum og rekstri sem maður þarf að borga til yfirvalda; dæmi um skatt eru tekjuskattur og virðisaukaskattur

SKERÐING

skerðing á einhverju felst í því að það er minnkað eða takmarkað; ef það verður t.d. skerðing á tekjum manns þá lækka tekjurnar; ef fólk verður fyrir líkamlegri eða andlegri skerðingu þá minnkar hæfni þess og geta til að gera ákveðna hluti

SKILRÍKI

skilríki eru skjal, yfirleitt með mynd, sem yfirvöld eða fyrirtæki gefa út handa einstaklingum og sanna hver maður er; skilríki geta t.d. verið vegabréf, ökuskírteini eða greiðslukort með mynd

SKILYRÐI

ef sett eru skilyrði fyrir einhverju, t.d. að maður fái bætur eða styrki, þá verður maður að uppfylla ákveðnar kröfur til þess að fá það

SKÍRTEINI

skírteini er vottorð sem maður fær frá t.d. yfirvöldum eða stofnunum til þess að sýna að maður hafi ákveðin réttindi eða sé sá sem maður er; dæmi um skírteini eru ökuskírteini, prófskírteini og bókasafnsskírteini

SKJAL

skjal er skrifleg skýrsla, samningur, bréf eða annars konar pappír

SKJALAÞÝÐANDI

löggiltur skjalaþýðandi er maður eða kona sem hefur tekið sérstakt próf í tungumáli og þannig fengið leyfi til að þýða lagatexta og opinber skjöl af því tungumáli

SKÓLAÁR

skólaár er sá hluti ársins sem skólar eru starfandi, yfirleitt frá ágúst fram í júní

SKÓLAGANGA

skólaganga er sá tími lífsins sem fólk er í skóla

SKÓLAGJÖLD

nemendur í einkaskólum þurfa að borga skólagjöld til þess að fá að stunda nám við þá

SKÓLAHJÚKRUNARFRÆÐINGUR

skólahjúkrunarfræðingur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í grunnskólum og sumum framhaldsskólum og veitir nemendum fræðslu og annast heilsugæslu, t.d. reglulegt eftirlit með vexti og þroska barnanna

SKÓLAKERFI

skólakerfi er heildarskipulag alls náms og allra skóla í landinu

SKÓLASKRIFSTOFA

skólaskrifstofa er miðstöð sem sér um ýmsa þjónustu við grunnskóla og leikskóla á ákveðnu svæði

SKÓLASKYLDA

skólaskylda felst í því að öll börn verða að vera ákveðinn fjölda ára í skóla, t.d. er 10 ára skólaskylda á Íslandi; það er skylda stjórnvalda að sjá öllum börnum fyrir aðgangi að grunnskóla á þessu tímabili og það er skylda foreldra að senda börnin sín í

SKÓLASKYLDUALDUR

börn á Íslandi eru á skólaskyldualdri frá 6 ára til 16 ára

SKÓLASTJÓRI

skólastjóri er yfirmaður skóla og stjórnar starfsemi hans, starfsmönnum og nemendum

SKÓLATANNLÆKNIR

skólatannlæknir er tannlæknir sem starfar í grunnskólum

SKÓLI

skóli er menntastofnun þar sem börn eða fullorðnir stunda reglulegt nám

SKRÁ

skrá er listi yfir eitthvað, yfirleitt í stafrófsröð; símaskrá er t.d. listi með nöfnum fólks sem hefur síma og símanúmer þess

SKRÁNING

skráning miðar að því að skrifa niður ákveðnar upplýsingar og búa til skrá yfir fólk, hluti eða annað; t.d. felst skráningá námskeið í því að skrifa niður nöfn þátttakenda

SKRIFLEGUR

ef eitthvað er skriflegt, t.d. samningur, þá er það skrifað á blað og undirritað til staðfestingar

SKULD

skuld er peningaupphæð sem maður hefur fengið lánaða eða þarf að greiða, t.d. í skatt, og á eftir að borga; maður borgar skuldina annaðhvort í einu lagi eða með afborgunum

SKULDABRÉF

skuldabréf er skrifleg yfirlýsing um að maður hafi tekið lán fyrir ákveðna upphæð og að maður lofi að greiða það aftur fyrir tiltekinn tíma með ákveðnum vöxtum og með þeim skilmálum sem eru settir fram í skuldabréfinu

SKULDBINDING

skuldbinding felst í því að maður verður að gera eitthvað af því að maður hefur lofað að gera það eða skuldbundið sig til þess

SKYLDA

ef það er skylda að gera eitthvað þá verður maður að gera það, t.d. af því að það er í lögum

SKYLDLEIKI

skyldleiki fólks segir til um hvernig það er skylt, t.d. hvort það er systkini eða systkinabörn

SKYLDUAÐILD

skylduaðild felur í sér að allir sem um ræðir verða að eiga aðild, t.d. að félagi sem starfar á ákveðnu sviði

SKYLDUNÁM

skyldunám er það nám sem öll börn á skólaskyldualdri verða að stunda

SKYLDUNÁMSGREIN

skyldunámsgrein er námsgrein sem allir skólar verða að kenna nemendum sínum

SKÝRSLUTAKA

skýrslutaka felst í því að fá upplýsingar um atburð hjá einhverjum sem átti aðild að honum eða var viðstaddur og skrifa skýrslu um málið

SLYS

ef maður lendir í slysi þá verður maður fyrir óhappi eða lendir í atviki sem getur valdið miklum meiðslum eða jafnvel dauða

SLYSABÆTUR

slysabætur eru sérstakar bætur sem fólk getur átt rétt á úr almannatryggingum eða tryggingarfélagi ef það slasast

SLYSADAGPENINGAR

slysadagpeningar eru greiðsla úr almannatryggingum eða stéttarfélagi sem maður getur átt rétt á ef maður slasast og missir þau laun sem maður hafði fyrir slysið

SLYSATRYGGÐUR

maður er slysatryggður ef maður er með slysatryggingu

SLYSATRYGGING

slysatrygging er sérstök trygging sem greiðir t.d. fyrir sjúkrahúsvist, lækniskostnað og lyf eftir ákveðnum reglum ef fólk slasast; á Íslandi er slysatrygging hluti af almannatryggingum en fólk getur líka keypt slysatryggingu hjá tryggingafélagi, t.d. veg

SLÖKKVILIÐ

slökkvilið er hópur fólks sem er sérþjálfað til þess að slökkva eld og bjarga fólki og eignum úr eldsvoða; slökkvilið starfar í hverju umdæmi og sér um eldvarnir og að slökkva eld, t.d. í byggingum eða gróðri

SLÖKKVITÆKI

slökkvitæki er lítið tæki sem er fyllt af vatni eða sérstöku dufti og er notað til þess að slökkva eld sem kemur upp t.d. á heimili eða vinnustað

SMÁAUGLÝSINGAR

smáauglýsingar eru litlar auglýsingar sem birtast á sérstökum síðum í dagblöðum; með smáauglýsingum er t.d. auglýst eftir fólki í vinnu

SMITSJÚKDÓMUR

smitsjúkdómur er sjúkdómur sem getur borist á milli fólks við snertingu eða innöndun

SMÍÐI

smíði er námsgrein í grunnskóla þar sem nemendum er kennt hvernig á að búa til hagnýta hluti og listaverk t.d. úr tré eða málmi

SPARIREIKNINGUR

sparireikningur er bankareikningur með nokkuð háa vexti sem maður notar t.d. til að geyma peninga sem maður vill leggja til hliðar eða spara í einhvern tíma

SPARISJÓÐUR

sparisjóður er peningastofnun með svipaða starfsemi og banki en sparisjóðir eru oftast minni en bankar og starfa á ákveðnu landsvæði eða sveitarfélagi

SPARNAÐARREIKNINGUR

sparnaðarreikningur er það sama og sparireikningur

SPÍTALI

spítali er það sama og sjúkrahús

STAÐFEST SAMVIST

sjá samvist

STAÐFESTING

staðfesting er opinber viðurkenning eða sönnun á einhverju, t.d. er hjúskaparvottorð staðfesting á að maður sé giftur

STAÐGREIÐSLA

staðgreiðsla felst í því að maður borgar fyrir vörur eða þjónustu um leið og maður fær þær, t.d. í stað þess að borga með kreditkorti; staðgreiðsla getur líka verið það sama og staðgreiðsluskattur

STAÐGREIÐSLUSKATTUR

staðgreiðsluskattur er skattur sem fólk borgar t.d. af tekjum sínum jafnóðum og þær eru greiddar út

STAÐGREIÐSLUSKYLDUR

ef tekjur eru staðgreiðsluskyldar þá er skylda að borga staðgreiðsluskatt af þeim

STARFSAÐSTAÐA

starfsaðstaða fólks á vinnustað felst í umhverfinu sem það vinnur í

STARFSDAGUR

þegar það er starfsdagur í leikskóla eða grunnskóla eru börnin ekki í skólanum en kennarar og annað starfsfólk vinnur að ýmsum verkefnum sem tengjast skólastarfinu

STARFSEMI

starfsemi í fyrirtæki eða stofnun segir til um hvað er gert þar, t.d. hvers konar verkefni er unnið við

STARFSGREIN

starfsgrein er ákveðin tegund starfa, t.d. kennsla eða hjúkrun

STARFSHÓPUR

starfshópur er hópur fólks sem er skipaður, t.d. af yfirvöldum, til að vinna að ákveðnu verkefni

STARFSKJÖR

starfskjör fólks segja til um hvernig það fær borgað fyrir vinnu sína, hvað það vinnur mikið o.s.frv.

STARFSKRAFTUR

starfskraftur er það sama og starfsmaður

STARFSLEYFI

starfsleyfi er sérstakt leyfi frá yfirvöldum til fyrirtækja eða einstaklinga til þess að stunda ákveðna starfsemi

STARFSMAÐUR

maður er starfsmaður á vinnustað ef maður vinnur þar og fær greidd laun frá atvinnurekandanum

STARFSMANNADEILD

starfsmannadeild er deild innan fyrirtækis sem sér um starfsmannamál, t.d. launagreiðslur og ráðningu starfsmanna

STARFSMENNTUN

starfsmenntun er menntun sem fólk þarf að hafa til að starfa í ákveðnum greinum; t.d. þarf maður að hafa starfsmenntun til að vinna sem rafvirki eða sjúkraliði

STARFSNÁMSBRAUT

starfsnámsbraut er námsbraut í framhaldsskóla þar sem er boðið upp á starfsmenntun

STARFSRÉTTINDI

starfsréttindi eru réttindi sem fólk þarf að hafa til að mega vinna ákveðin störf, t.d. iðnaðarmenn, læknar og sjúkraliðar; maður fær starfsréttindi í tiltekinni starfsgrein þegar maður hefur lokið þeirri menntun og þjálfun sem er krafist fyrir starfið

STARFSSTÉTT

starfsstétt er hópur fólks sem vinnur sams konar störf, t.d. í sömu starfsgrein

STARFSSVIÐ

starfssvið t.d. fyrirtækis er sá vettvangur sem það starfar á; t.d. er starfssvið fjármálafyrirtækja tengt fjármálum

STARFSTÍMABIL

starfstímabil er afmarkaður tími í starfsemi stofnunar eða fyrirtækis eða í starfsævi einstaklings

STARFSTÍMI

starfstími er tiltekinn tími sem einstaklingur eða hópur fólks, t.d. nefnd eða vinnuhópur, er starfandi, t.d. við ákveðið verkefni eða á ákveðnum vinnustað

STARFSÞJÁLFUN

starfsþjálfun felst í því að veita fólki þjálfun og reynslu í því starfi sem það ætlar sér að vinna við; starfsþjálfun er hluti af menntun fólks í ákveðnum starfsgreinum

STARFSÆVI

starfsævi manns er sá tími ævinnar sem maður stundar vinnu

STÉTTARFÉLAG

stéttarfélag er félag fólks í ákveðinni starfsstétt eða á sama vinnustað; stéttarfélög semja við vinnuveitendur um launakjör félagsmanna sinna og gæta hagsmuna þeirra á vinnumarkaðnum

STIMPILL

stimpill er sérstakt merki sem er sett á skjöl, vörur eða annað til að staðfesta að rétt stofnun eða yfirvöld hafi afgreitt málið

STJÓRN

stjórn t.d. í fyrirtæki eða félagi er hópur fólks sem er kosinn til að stjórna því

STJÓRNANDI

stjórnandi er sá sem stjórnar t.d. fyrirtæki eða félagi

STJÓRNSÝSLA

stjórnsýsla eru stjórnunarstörf þeirra sem fara með stjórn ríkis eða sveitarfélags

STJÓRNSÝSLUKÆRA

stjórnsýslukæra er kæra sem hægt er að leggja fram til æðra stjórnvalds, t.d. ráðuneytis eða sveitarstjórnar, ef maður er ekki ánægður með afgreiðslu máls hjá opinberri stofnun eða ákvörðun sem er tekin þar

STJÓRNSÝSLULÖG

stjórnsýslulög eru lög sem fjalla um það hvernig eigi að fara með mál fólks eða fyrirtækja hjá stjórnvöldum

STJÓRNVÖLD

stjórnvöld eru þeir sem fara með stjórn lands eða landsvæðis, t.d. ríkisstjórn, sveitarstjórn og embættismenn á þeirra vegum

STOFNUN

stofnun er skrifstofa eða fyrirtæki sem er rekin af ríkinu eða af sveitarfélagi og starfar í þágu almennings, t.d. skóli

STUÐNINGUR

stuðningur felst í hjálp eða aðstoð við eitthvað; ef maður veitir einhverjum stuðning þá hjálpar maður honum og ef maður fær stuðning við að gera eitthvað er einhver sem hjálpar manni við það

STÚDENTSPRÓF

stúdentspróf er lokapróf úr menntaskóla eða af bóknámsbraut í framhaldsskóla og gefur nemendum rétt á því að fara í háskóla

STYRKUR

styrkur er peningalegur stuðningur sem fólk fær, t.d. frá fyrirtækjum eða stofnunum, til þess að stunda nám eða vinna að ákveðnum verkefnum og þarf ekki að greiða til baka

STÆRÐFRÆÐI

stærðfræði er námsgrein þar sem nemendum er kennt að skilja og fara með stærðir og tölur

SUMARFRÍ

sumarfrí er orlof sem fólk á rétt á að fá á sumrin

SVEITARFÉLAG

sveitarfélag er borg, bær eða landshluti sem hefur sérstaka sveitarstjórn sem íbúarnir kjósa; sveitarfélög sjá m.a. um félagslega þjónustu við íbúana, reka leikskóla og grunnskóla o.fl.

SVEITARSTJÓRN

sveitarstjórn er hópur af fólki sem íbúar sveitarfélags hafa kosið sem fulltrúa sína til þess að stjórna sveitarfélaginu

SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

sveitarstjórnarkosningar eru kosningar þar sem kosið er um hverjir eiga að vera í sveitarstjórn

SVIPTING

svipting felst í því að eitthvað er tekið frá einhverjum; t.d. felur svipting ökuleyfis í sér að maður missir ökuleyfið

SVÆÐISVINNUMIÐLUN

svæðisvinnumiðlun er vinnumiðlun fyrir ákveðið landsvæði

SYNJUN

það er synjun þegar einhverju er neitað eða hafnað

SÝKING

sýking er bakteríu- eða veirusmit sem getur borist í sár eða líffæri og valdið veikindum hjá fólki

SÝSLUMAÐUR

sýslumaður er yfirvald í ákveðnu umdæmi og sér um lögreglustjórn og aðra stjórnsýslu þar

SÝSLUSKRIFSTOFA

sýsluskrifstofa er skrifstofa sýslumanns

SÖNNUN

sönnun er eitthvað sem sýnir fram á að það sem er sagt sé rétt, t.d. að ákveðinn atburður hafi átt sér stað

SÖNNUNARGÖGN

sönnunargögn eru hlutir eða ummerki sem staðfesta það sem sagt er fyrir dómstól, t.d. myndir, fingraför eða skjöl með upplýsingum

TALKENNARI

talkennari hefur sérmenntun og réttindi til þess að starfa við talþjálfun, sérstaklega í skólum, t.d. við að aðstoða börn sem ekki hafa náð að mynda erfið hljóð

TALMEINAFRÆÐINGUR

talmeinafræðingur hefur sérmenntun og réttindi til þess að starfa við talþjálfun, t.d. á sjúkrahúsum eða í skólum, t.d. við að leiðbeina þeim sem hafa misst tök á málinu vegna sjúkdóms eða slyss

TALSMAÐUR

talsmaður er sá sem kemur fram fyrir hönd t.d. fyrirtækis eða samtaka og talar máli þeirra

TALÞJÁLFUN

talþjálfun er kennsla og þjálfun hjá talmeinafræðingi eða talkennara sem miðar að því að auka færni fólks til að tala; börn sem stama þurfa t.d. á talþjálfun að halda og fullorðnir geta þurft á talþjálfun að halda eftir slys eða veikindi

TANNLÆKNAKOSTNAÐUR

tannlæknakostnaður er kostnaður við að fá þjónustu tannlæknis

TANNLÆKNAVAKT

tannlæknavakt er neyðarþjónusta fyrir þá sem þurfa nauðsynlega að hitta tannlækni þegar lokað er á öðrum tannlæknastofum

TANNLÆKNINGAR

tannlæknar stunda tannlækningar þegar þeir fylgjast með tannheilsu fólks og gera við tennurnar eftir því sem með þarf

TANNLÆKNIR

tannlæknir er læknir sem fylgist með tannheilsu fólks sem leitar til hans og gerir við tennurnar ef þess þarf

TANNRÉTTINGAR

tannréttingar eru meðferð hjá sérmenntuðum tannlækni sem miðar að því að rétta skakkar tennur eða skakkt bit; tannlæknir metur þörf fólks fyrir tannréttingar

TANNVIÐGERÐIR

tannviðgerðir eru viðgerðir á tönnum sem tannlæknar framkvæma

TEKJULAUS

ef maður er tekjulaus þá hefur maður engar tekjur

TEKJUMARK

tekjumark er ákveðin upphæð sem fólk má hafa í tekjur án þess að t.d. bætur og lífeyrir frá ríkinu skerðist

TEKJUR

tekjur eru peningar sem maður fær t.d. fyrir atvinnu, úr lífeyrissjóði eða af því að reka fyrirtæki

TEKJUSKATTUR

tekjuskattur er skattur sem maður þarf að borga af þeim tekjum sem maður hefur

TEKJUSTOFN

fólk fær tekjur úr ákveðnum tekjustofni; tekjustofn getur verið laun fyrir atvinnu, tekjur úr fyrirtækjarekstri eða tekjur úr lífeyrissjóði

TEKJUTENGDUR

ef greiðsla fyrir eitthvað er tekjutengd þá miðar upphæð hennar við þær tekjur sem maður hefur

TEKJUTRYGGING

tekjutrygging er sérstök greiðsla sem elli- og örorkulífeyrisþegar eiga rétt á úr almannatryggingum; upphæð tekjutryggingar fer eftir því hversu háar tekjur fólk og makar þess hafa

TEKJUTRYGGINGARAUKI

tekjutryggingarauki er sérstök greiðsla sem elli- og örorkulífeyrisþegar geta átt rétt á úr almannatryggingum ef þeir eru með mjög lágar tekjur

TEXTÍLMENNT

textílmennt er námsgrein sem er kennd í grunnskólum og felst í því að kenna börnum ýmiss konar handavinnu, t.d. að prjóna og sauma

TÉKKAREIKNINGUR

tékkareikningur er bankareikningur sem maður getur tekið peninga út af með ávísun eða debetkorti

TÉKKI

tékki merkir það sama og ávísun

TILBOÐ

vörur sem eru á tilboði í verslun eru á lægra verði en venjulega; ef maður gerir tilboð í eitthvað sem maður ætlar að kaupa þá býður maður ákveðna fjárhæð fyrir það

TILKYNNA

þegar maður tilkynnir eitthvað þá lætur maður vita af því

TILKYNNING

það er tilkynning þegar einhver tilkynnir eitthvað

TILKYNNINGARSKYLDA

tilkynningarskylda felst í því að fólk verður að láta t.d. yfirvöld vita um ákveðin mál

TÍMABIL

tímabil er ákveðinn afmarkaður tími, t.d. ein vika eða einn mánuður

TÍMABUNDINN

ef eitthvað er tímabundið þá varir það aðeins í takmarkaðan tíma, t.d. tímabundið dvalarleyfi; ef maður er tímabundinn þá hefur maður lítinn tíma til þess að sinna einhverju

TÍMAKAUP

tímakaup eru þau laun sem maður fær fyrir hverja klukkustund sem maður vinnur

TÍMASÓKN

tímasókn segir til um hvernig nemendur mæta í kennslustundir í skóla

TJÓN

ef einhver hlutur verður fyrir tjóni þá skemmist hann; ef maður verður fyrir tjóni þá t.d. missir maður einhverja eign vegna þess að hún skemmist eða maður verður fyrir heilsutjóni ef maður veikist eða slasast

TOLLAFGREIÐA

þegar tollayfirvöld tollafgreiða vörur afhenda þau þeim sem flytur þær inn, t.d. fyrirtæki eða einstaklingi, vörurnar eftir að hann hefur greitt toll af þeim

TOLLAFGREIÐSLA

það er tollafgreiðsla þegar vörur eru tollafgreiddar

TOLLAYFIRVÖLD

tollayfirvöld fara með yfirstjórn tollamála og sjá til þess að tollur sé greiddur af vörum sem eru fluttar til landsins

TOLLFRELSI

tollfrelsi felst í því að það þarf ekki að greiða toll af ákveðnum vörum sem eru tollfrjálsar

TOLLFRÍÐINDI

tollfríðindi felast í því að litlir eða engir tollar eru á ákveðnum vörum eða vörum sem eru fluttar inn frá ákveðnum löndum samkvæmt sérstökum reglum eða samningum milli landa

TOLLFRJÁLS

tollfrjálsar vörur eru vörur sem maður þarf ekki að greiða toll af þegar maður flytur þær til landsins

TOLLSKYLDUR

tollskyldar vörur eru vörur sem maður þarf að greiða toll af þegar maður flytur þær til landsins

TOLLSKÝRSLA

tollskýrsla er greinargerð um innflutning á vörum sem þarf að gera á sérstakt eyðublað og skila til tollstjóra áður en vörurnar eru tollafgreiddar

TOLLSTJÓRAEMBÆTTI

tollstjóraembætti er opinber stofnun sem hefur yfirumsjón með tollafgreiðslu og innheimtu tolla, skatta og annarra opinberra gjalda á ákveðnu svæði

TOLLSTJÓRI

tollstjóri er yfirmaður tollstjóraembættis á ákveðnu svæði

TOLLUR

tollur er gjald sem er lagt á vörur sem eru fluttar til landsins

TÓMSTUNDANÁMSKEIÐ

tómstundanámskeið er námskeið sem fólk sækir í frítíma sínum til þess að læra eitthvað sem það hefur áhuga á og vill sinna í tómstundum sínum, t.d. tungumál eða að sauma eða teikna

TÓMSTUNDASKÓLAR

tómstundaskólar eru skólar þar sem kennd eru tómstundanámskeið

TÓMSTUNDIR

tómstundir eru frítími sem fólk notar til að sinna áhugamálun sínum; talað er um að fólk eigi sér tómstundagaman þegar það sinnir áhugamálum sínum í tómstundum

TÓNMENNT

tónmennt er námsgrein í grunnskóla þar sem nemendur læra tónlist, t.d. söng og hljóðfæraleik

TRÚFÉLAG

trúfélag er félag fólks sem hefur sömu trú; á Íslandi er fólk skráð í ákveðið trúfélag eða utan trúfélags eftir því sem við á

TRÚNAÐAREIÐUR

ef maður skrifar undir trúnaðareið, t.d. vegna vinnu sinnar, þá lofar maður að tala alls ekki um það sem gerist í vinnunni og það er lögbrot að rjúfa trúnaðareiðinn

TRÚNAÐARMÁL

ef eitthvað er trúnaðarmál þá má ekki segja neinum frá því; ef t.d. skýrsla er trúnaðarmál má ekki segja frá því hvað stendur í henni og ef laun eru trúnaðarmál má maður ekki segja frá því hvað maður fær í laun

TRÚNAÐUR

ef maður er bundinn trúnaði við einhvern þá hefur maður lofað því að segja ekki frá ákveðnum málum sem varða hann; læknar eru t.d. bundnir trúnaði við sjúklinga sína

TRYGGING

ef maður er með tryggingu hjá tryggingafélagi greiðir hún kostnað við tjón sem maður verður fyrir, t.d. á eign sem er tryggð, eða vegna heilsutjóns; tryggingin felur í sér samkomulag um það hvað eigi að bæta og hversu háa upphæð eigi að greiða ef tjón ver

TRYGGINGAGJALD

tryggingagjald er upphæð sem launagreiðandi þarf að greiða ríkinu og er ákveðið hlutfall af laununum sem hann greiðir starfsmönnum sínum

TRYGGINGALÆKNIR

tryggingalæknir er læknir sem sér um að meta hvort fólk á rétt á þeim bótum og lífeyri úr almannatryggingum sem það fer fram á

TRYGGINGAMÁL

tryggingamál eru þau öll mál sem tengjast tryggingum

TRYGGINGAMÁLARÁÐHERRA

tryggingamálaráðherra er ráðherra sem stýrir tryggingamálaráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ

tryggingamálaráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með almannatryggingum í landinu; yfirmaður ráðuneytisins er tryggingamálaráðherra

TRYGGINGASKÍRTEINI

tryggingaskírteini er sérstakt skjal frá t.d. tryggingafélagi sem sýnir hvaða tryggingar maður hefur

TUNGUMÁL

fólk notar tungumál til að tala saman en ólíkar þjóðir tala mismunandi tungumál; ákveðin tungumál eru námsgreinar í skólum, t.d. enska og danska sem eru skyldunámsgreinar á Íslandi og í framhaldsskólum eru líka kennd t.d. þýska, franska og spænska

TUNGUMÁLAPRÓF

tungumálapróf er próf sem fólk þarf að taka til að sýna fram á færni í ákveðnu tungumáli, t.d. til að fá starf eða inngöngu í skóla

TÚLKAÞJÓNUSTA

túlkaþjónusta felst í því að túlkur aðstoðar fólk við ákveðnar aðstæður ef það kann ekki tungumálið eða hefur ekki nægilega gott vald á því

TÚLKUN

túlkun felst í því að túlkur fylgist með samræðum fólks sem kann ekki mál hvert annars og þýðir það sem er sagt jafnóðum af öðru tungumálinu yfir á hitt

TÚLKUR

túlkur er maður eða kona sem tekur að sér að fylgjast með samræðum fólks sem kann ekki mál hvert annars og þýða það sem sagt er jafnóðum af öðru tungumálinu yfir á hitt

TVÍTYNGDUR

maður er tvítyngdur ef maður hefur tvö tungumál sem móðurmál eða kann annað tungumál jafn vel og móðurmál sitt

UMBOÐ

ef maður hefur umboð til að gera eitthvað þá hefur maður formlegt leyfi til þess frá þeim sem veitir manni umboðið

UMBOÐSMAÐUR

umboðsmaður er fulltrúi fólks eða talsmaður; umboðsmaður getur verið opinber starfsmaður sem gætir réttinda ákveðins hóps af fólki, t.d. umboðsmaður barna

UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS

umboðsmaður alþingis er embættismaður sem er kosinn af alþingi og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í landinu

UMBOÐSMAÐUR BARNA

umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og unglinga undir 18 ára aldri og vinnur við að gæta réttinda þeirra

UMDÆMI

umdæmi er sérstakt svæði þar sem ákveðin starfsemi fer fram, t.d. starfar lögregla í hverju umdæmi og hver skattstjóri starfar í sínu umdæmi

UMFERÐ

umferð t.d. bíla og annarra farartækja felst í því að þau fara á milli staða á götunum

UMFERÐARLÖG

umferðarlög eru sérstök lög sem fjalla um umferð bíla og annarra ökutækja um götur og vegi

UMFERÐARMERKI

umferðarmerki eru skilti sem leiðbeina ökumönnum og öðrum um reglur í umferðinni og aðstæður á götu eða vegi

UMFERÐARREGLUR

umferðarreglur eru reglur um umferð sem öllum sem ferðast í umferðinni ber að fara eftir

UMSAMINN

ef eitthvað er umsamið þá er búið að semja um það

UMSJÓN

ef maður hefur umsjón með einhverju þá lítur maður eftir því og sér um að það gangi eðlilega fyrir sig eða sé í lagi

UMSJÓNARKENNARI

umsjónarkennari er kennari sem hefur yfirumsjón með ákveðnum bekk í skóla eða ákveðnum nemendum í bekknum

UMSÓKN

umsókn felst í því að maður óskar formlega eftir að fá eitthvað, t.d. starf eða ákveðna þjónustu hjá fyrirtæki eða stofnun

UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

umsóknareyðublað er sérstakt eyðublað sem er fyllt út til þess að sækja um eitthvað, t.d. starf eða ákveðna þjónustu

UMSÆKJANDI

maður er umsækjandi ef maður skilar inn umsókn, t.d. um starf

UMSÖGN

umsögn er það sem er sagt t.d. um einstakling eða málefni; ef maður fær t.d. góða umsögn hjá einhverjum þá talar hann vel um mann; umsögn er oft gefin sem skriflegt álit á einstaklingi eða máli

UMÖNNUN

ef fólk þarf umönnun er einhver sem hugsar um það og aðstoðar við ýmsa hluti, t.d. að baða sig og klæða sig; þeir sem vinna við umönnun vinna t.d. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum eða sambýlum fyrir fatlaða

UNDANSKILINN

ef maður er undanskilinn einhverju þá er maður ekki með í því

UNDANTEKNING

það er undantekning þegar vikið er frá einhverri reglu af sérstakri ástæðu

UNDANÞÁGA

ef maður fær undanþágu frá einhverju sem þarf að gera fær maður sérstakt leyfi til þess að þurfa ekki að gera það

UNDIRRITUN

undirritun er það sama og undirskrift

UNDIRSKRIFT

undirskrift er eiginhandaráritun sem maður setur á skjöl, t.d. samninga, til þess að staðfesta það sem þar stendur og sýna að maður samþykki það

UNGBARN

börn eru ungbörn á fyrstu mánuðum ævi sinnar

UNGBARNAEFTIRLIT

foreldrar fara reglulega með börn sín í ungbarnaeftirlit frá því þau fæðast og þar til þau byrja í skóla þar sem þau hitta ljósmóður, hjúkrunarfræðing eða lækni sem fylgist með því að barnið vaxi og þroskist eðlilega, að það fái þær bólusetningar sem það 

UNGBARNAVERND

ungbarnavernd er eftirlit með heilsu og þroska barna frá því að þau fara heim af fæðingardeild og þangað til þau byrja í grunnskóla; í ungbarnaverndinni felst m.a. reglubundin læknisskoðun, bólusetningar gegn ákveðnum smitsjúkdómum, eftirlit með vexti og 

UNGLINGUR

unglingar eru ungt fólk á aldrinum 13-18 ára

UPPBÓT

uppbót er greiðsla sem fólk fær í viðbót við aðrar greiðslur, t.d. bætur eða laun, eftir ákveðnum reglum eða samkvæmt samningum, t.d. uppbót á lífeyri eða orlofsuppbót

UPPHÆÐ

upphæð er ákveðið magn peninga

UPPLÝSINGAR

upplýsingar eru fræðsla eða vitneskja um eitthvað; ef maður gefur einhverjum upplýsingar um eitthvað segir maður honum það sem maður veit eða getur fundið skráð um það

UPPLÝST SAMÞYKKI

samþykki sem veitt er skriflega af fúsum og frjálsum vilja.

UPPSAGNARFRESTUR

uppsagnarfrestur er ákveðinn tími sem líður frá því að einhverju er sagt upp og þangað til uppsögnin tekur gildi; ef t.d. fólki er sagt upp vinnu eða ef það segir sjálft upp starfi sínu þarf það yfirleitt að vinna þangað til uppsagnarfresturinn er liðinn 

UPPSÖGN

uppsögn felst í því að atvinnurekandi segir starfsmanni sínum upp vinnunni eða að starfsmaður segir sjálfur upp störfum

UTANKJÖRFUNDARATKVÆÐI

utankjörfundaratkvæði eru atkvæði fólks sem ekki getur mætt á kjörstað á kjördaginn, t.d. vegna þess að það er veikt eða af því að það er erlendis; fólk getur t.d. greitt utankjörfundaratkvæði hjá ræðismönnum eða í sendiráðum erlendis

UTANKJÖRFUNDARKOSNING

utankjörfundarkosning er kosning sem fer ekki fram á kjörstað eða ekki á kjördag

UTANRÍKISMÁL

utanríkismál eru öll mál sem snúast um opinber samskipti lands við önnur lönd

UTANRÍKISRÁÐHERRA

utanríkisráðherra er ráðherra sem stýrir utanríkisráðuneytinu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

utanríkisráðuneytið er ráðuneyti sem hefur yfirumsjón með utanríkismálum landsins, t.d. varnarmálum og samskiptum við önnur ríki; yfirmaður ráðuneytisins er utanríkisráðherra

UTANRÍKISSTEFNA

utanríkisstefna lands felst í því sem stjórnvöld hafa ákveðið um samskipti þess við önnur lönd

UTANRÍKISÞJÓNUSTA

utanríkisþjónusta er heiti yfir þær stofnanir sem sjá um utanríkismál, t.d. sendiráð; utanríkisráðuneytið hefur yfirumsjón með utanríkisþjónustu hvers lands

ÚRLAUSN

þegar úrlausn fæst í einhverju máli þá er búið að leysa úr málinu

ÚRRÆÐI

úrræði er leið til lausnar á ákveðnum málum, t.d. er sérkennsla úrræði fyrir börn með sérþarfir í skólakerfinu

ÚRSKURÐUR

úrskurður er ákvörðun, t.d. dómara eða sýslumanns, sem verður að fara eftir

ÚTBORGUN

útborgun felst í því að maður fær launin sín greidd frá launagreiðanda

ÚTGÁFA

útgáfa felst í því að birta eitthvað opinberlega, t.d. bók eða tímarit; það er líka talað um útgáfu ýmiss konar skjala og skilríkja, t.d. vegabréfa, þegar þau eru tilbúin og afhent

ÚTGÁFUDAGUR

útgáfudagur er dagurinn þegar eitthvað er gefið út

ÚTGÁFULAND

útgáfuland er landið þar sem eitthvað er gefið út

ÚTGÁFURÍKI

útgáfuríki er það sama og útgáfuland

ÚTGÁFUSTAÐUR

útgáfustaður er staðurinn þar sem eitthvað er gefið út, t.d. bær eða borg

ÚTGJÖLD

útgjöld eru þeir peningar sem maður eyðir í reglulegan kostnað, t.d. afborganir af lánum, til þess að borga reikninga og kaupa mat

ÚTIVISTARTÍMI

útivistartími er sá tími sem fólki er leyft að vera á ferli úti; t.d. eru reglur um útivistartíma barna sem er breytilegur eftir aldri og árstíma

ÚTLÁNSVEXTIR

útlánsvextir eru vextir sem maður þarf að borga af láni sem maður tekur í banka eða hjá lánasjóði

ÚTLENDINGALÖG

útlendingalög eru sérstök lög sem alþingi hefur sett um útlendinga á Íslandi

ÚTLENDINGASTOFNUN

útlendingastofnun er stofnun á vegum ríkisins sem sér t.d. um útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa til útlendinga og útgáfu vegabréfa fyrir íslenska ríkisborgara

ÚTLENDINGUR

maður er útlendingur í landi þar sem maður á ekki heima eða þar sem maður er ekki fæddur og alinn upp

ÚTLÖND

útlönd eru önnur lönd en það sem maður miðar við eða horfir frá, en það er oftast landið þar sem maður býr; á Íslandi eru t.d útlönd öll önnur lönd en Ísland

ÚTREIKNINGUR

útreikningur sýnir hvernig eitthvað er reiknað út, t.d. kostnaður við lán

ÚTRUNNINN

þegar eitthvað er útrunnið þá er tími þess liðinn; ef matvara er útrunnin þá er síðasti dagur sem má borða matinn liðinn; ef frestur er útrunninn þá er tíminn sem maður hafði til þess að gera eitthvað eða skila einhverju liðinn

VAKT

vakt er ákveðið vinnutímabil á vinnustöðum þar sem starfsemin nær yfir lengri tíma en venjulegan vinnudag, t.d. allan sólarhringinn, og starfsfólk skiptist á að vinna; ef maður vinnur á vöktum vinnur maður á mismunandi tímum, t.d. stundum á daginn og stun

VAKTAVINNA

vaktavinna felst í því að vinna á vöktum

VASAPENINGAR

vasapeningar eru peningar sem t.d. börn og unglingar fá frá foreldrum sínum til daglegrar neyslu; vasapeningar geta líka verið peningar sem elli- og örorkulífeyrisþegar geta átt rétt á ef þeir dvelja t.d. á sjúkrahúsi og fá ekki lífeyri

VAXTABÆTUR

vaxtabætur er styrkur frá ríkinu sem fólk getur átt rétt á samkvæmt ákveðnum reglum ef það borgar háa vexti af húsnæðislánum

VAXTAKJÖR

vaxtakjör hjá banka eða lánastofnun ráðast af því hvað maður þarf að borga háa vexti af láni sem maður fær í bankanum eða stofnuninni

VAXTAMUNUR

vaxtamunur er munurinn á milli innláns- og útlánsvaxta lánastofnana.

VEÐ

veð er trygging fyrir því að sá sem lánar fólki peninga fái þá til baka þótt fólk geti ekki borgað af láninu; lán sem fólk fær til að kaupa húsnæði er t.d. oftast tryggt með veði í húsinu eða íbúðinni

VEÐBRÉF

veðbréf eru skuldabréf með veði í eign

VEFFANG

veffang er slóð á netinu, nokkurs konar heimilisfang, sem leiðir á heimasíðu eða vef stofnunar, fyrirtækis eða einstaklings

VEFSÍÐA

vefsíða er skjal eða svæði á netinu sem hægt er að komast í úr öllum tölvum gegnum ákveðið veffang

VEGABRÉF

vegabréf eru sérstök persónuskilríki frá yfirvöldum sem fólk þarf að hafa til að mega ferðast á milli landa

VEGABRÉFAEFTIRLIT

vegabréfaeftirlit felst í því að vegabréf fólks eru skoðuð þegar það kemur til landsins til þess að staðfesta t.d. að fólk sé það sem það segist vera

VEGABRÉFASKOÐUN

vegabréfaskoðun er það sama og vegabréfaeftirlit

VEGABRÉFASKRÁ

vegabréfaskrá er sérstök skrá í vörslu yfirvalda yfir öll vegabréf sem hafa verið gefin út og upplýsingarnar sem eru í þeim

VEGABRÉFASKYLDA

vegabréfaskylda felur í sér að maður verður að hafa vegabréf á ferðalögum á milli landa

VEGABRÉFSÁRITUN

vegabréfsáritun felur í sér leyfi frá yfirvöldum lands, sem maður ætlar að ferðast til, til þess að koma þangað og það er staðfest með sérstakri áritun í vegabréfi manns; maður þarf ekki að hafa vegabréfsáritun til að ferðast til allra landa

VEGABRÉFSHAFI

ef maður er vegabréfshafi þá er maður með vegabréf sem er í gildi

VEIKINDADAGUR

veikindadagur er dagur sem maður er veikur og kemst þess vegna ekki í vinnuna; launafólk vinnur sér inn rétt á veikindadögum eftir ákveðnum reglum í kjarasamningum og missir því ekki launin sín þótt það sé veikt í ákveðinn tíma

VEIKINDI

það eru veikindi þegar fólk er veikt í langan tíma

VERÐBÓLGA

það er verðbólga þegar verð á vörum og þjónustu hækkar almennt og verðgildi peninga minnkar þannig að fólk getur t.d. keypt minna fyrir launin sín

VERÐBRÉF

verðbréf er skjal sem staðfestir að maður eigi verðmæti, t.d. hlutabréf sem segir að maður eigi hlut í hlutafélagi eða skuldabréf sem segir að maður eigi inni pening sem einhver skuldar manni

VERÐBRÉF

verðbréf er samheiti yfir skjöl sem eru ígildi peninga, eins og t.d. hlutabréf, skuldabréf og aðrar kröfur.

VERÐBÆTUR

verðbætur bætast við upphaflega upphæð, t.d. á láni eða bankainnistæðu, ef verðlag hefur hækkað vegna verðbólgu þannig að verðgildi peninganna haldist nokkurn veginn það sama

VERÐLAGNING

það er verðlagning þegar verð á vörum eða þjónustu er ákveðið

VERÐTRYGGÐUR

ef lán er verðtryggt þýðir það að upphæð þess breytist eftir verðlagi í landinu og hækkar eftir því

VERÐTRYGGING

verðtrygging miðar að því að tryggja verðgildi peninga þannig að upphæð t.d. eignar eða skuldar breytist eftir verðlagi í landinu og hækki eftir því

VERKALÝÐSFÉLAG

verkalýðsfélag er stéttarfélag fyrir verkafólk

VERKALÝÐSHREYFING

verkalýðshreyfingin eru einstaklingar og verkalýðsfélög sem gæta hagsmuna verkafólks, t.d. með því að sjá til þess að fólk fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína

VERKFALL

verkfall felst í því að launafólk leggur niður vinnu til þess að mótmæla t.d. launum sínum eða starfsaðstöðu og til þess að krefjast hærri launa

VERKLEGT NÁM

í verklegu námi er nemendum kennt að vinna ákveðin verk og að nota til þess ákveðnar aðferðir og verkfæri; nemendur læra aðallega af leiðbeiningum kennara og því sem hann sýnir þeim en minna af bókum; verklegar námsgreinar eru t.d. textílmennt og smíðar o

VERKSTÖÐ

verkstöð manns er sá staður innan vinnustaðarins þar sem maður vinnur, t.d. skrifborðið manns

VERKSVIÐ

verksvið manns er það sem maður starfar við í vinnunni, t.d. sú tegund af verkefnum sem maður vinnur eða tekur þátt í

VERKTAKI

ef maður er verktaki þá vinnur maður á eigin vegum og tekur að sér að vinna ákveðin verk fyrir aðra; verktaki sér sjálfur um að innheimta launin sín og að greiða af þeim skatta og gjöld

VERSLUN

verslun er fyrirtæki sem selur ákveðnar vörur, t.d. fást matur, hreinlætisvörur o.fl. í matvöruverslunum

VEXTIR

vextir eru ákveðin prósenta sem er greidd af peningaupphæð á ákveðnu tímabili, t.d. á einu ári; maður fær vexti af peningum sem maður geymir á bankareikningi og maður þarf að borga vexti af peningum sem maður tekur að láni

VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐUR

viðbótarlífeyrissparnaður er ákveðið hlutfall af launum fólks sem það sparar í lífeyrissjóði eða á lífeyrisreikningi í banka til viðbótar við það sem er skylda að leggja í lífeyrissjóð

VIÐSKIPTAVINUR

ef maður er viðskiptavinur fyrirtækis þá kaupir maður þjónustu eða vörur af fyrirtækinu

VIÐSKIPTI

viðskipti felast í því að fólk eða fyrirtæki skiptast á vörum, peningum o.s.frv.

VIÐSTADDUR

ef maður er viðstaddur eitthvað þá er maður á staðnum þegar það gerist

VIÐTAKANDI

ef maður er viðtakandi einhvers þá er maður sá sem á að taka við því eða fá það; viðtakandi bréfs er t.d. sá sem bréfið er stílað á

VIÐTAL

viðtal er formlegt samtal milli fólks, oftast tekið af embættismanni eða blaðamanni í ákveðnum tilgangi

VIÐURKENNDUR

ef eitthvað er viðurkennt t.d. af stjórnvöldum þá er það opinberlega leyft eða samþykkt

VIÐURKENNING

viðurkenning felst í því að hrósa fólki eða veita því verðlaun t.d. fyrir vel unnið starf eða nám

VIÐURLÖG

viðurlög eru ákvæði um refsingu fyrir brot á lögum eða reglum

VINNA

vinna felst í því að starfa við eitthvað eða að einhverju; vinna manns er það starf sem maður hefur og fær laun fyrir

VINNSLA

vinnsla felst í því að vinna úr einhverju til þess að framleiða vörur; fiskvinnsla felst t.d. í því að vinna úr fiskinum og framleiða úr honum vörur sem hægt er að selja

VINNSLUSALUR

vinnslusalur er svæði í t.d. verksmiðju eða frystihúsi þar sem vinnsla á vöru fer fram

VINNUAFL

vinnuafl er sá hópur fólks sem stundar vinnu á ákveðnum stað og ákveðnum tíma; ef það vantar vinnuafl þá er ekki nægilega margt fólk til að vinna störfin sem þarf að vinna

VINNUDAGUR

vinnudagur er sá hluti dagsins sem maður stundar vinnu, t.d. frá kl. 9-17

VINNUFÉLAGI

vinnufélagi manns er maður eða kona sem vinnur á sama vinnustað eða vinnur að sama verkefni og maður sjálfur

VINNUFÆR

ef maður er vinnufær þá er maður nógu hraustur til að geta stundað vinnu

VINNUMARKAÐUR

vinnumarkaður er sá vettvangur sem fólk vinnur á; ef fólk er á vinnumarkaðnum þá hefur það einhverja atvinnu

VINNUMÁLASTOFNUN

vinnumálastofnun er sérstök stofnun sem hefur yfirumsjón með vinnumiðlunum í landinu og atvinnuleysistryggingum

VINNUMIÐLUN

vinnumiðlun er skrifstofa sem aðstoðar fólk við að finna vinnu og fyrirtæki við að finna starfsfólk

VINNUSLYS

vinnuslys er slys sem fólk verður fyrir í vinnunni

VINNUSLYSATRYGGING

vinnuslysatrygging er trygging sem bætir tjón vegna vinnuslyss

VINNUSTAÐUR

vinnustaður er sá staður þar sem maður vinnur, t.d. fyrirtæki eða stofnun

VINNUTEKJUR

vinnutekjur eru tekjur sem fólk hefur fyrir vinnu sína

VINNUTILHÖGUN

vinnutilhögun manns segir til um hvernig maður vinnur, t.d. hversu lengi á hverjum degi og á hvaða tíma dagsins

VINNUTÍMABIL

vinnutímabil er sá tími sem maður stundar einhverja vinnu, t.d. þrír mánuðir ef maður er aðeins í sumarvinnu

VINNUTÍMI

vinnutími er sá tími sem maður vinnur á hverjum degi, t.d. á milli kl. 9 og 17

VINNUTJÓN

ef maður verður fyrir vinnutjóni þá getur maður ekki unnið, t.d. vegna veikinda eða slyss

VINNUVEITANDI

vinnuveitandi er einstaklingur eða fyrirtæki sem hefur fólk í vinnu; vinnuveitandi manns er maðurinn eða fyrirtækið sem maður vinnur hjá

VINNUVIKA

vinnuvika er sá hluti vikunnar sem maður stundar vinnu, oftast frá mánudegi til föstudags

VIRÐISAUKASKATTSNÚMER

fyrirtæki verður að hafa virðisaukaskattsnúmer ef það ætlar að hefja rekstur sem þarf að greiða virðisaukaskatt af

VIRÐISAUKASKATTUR

virðisaukaskattur er skattur sem þeir sem selja vörur og þjónustu þurfa að borga til ríkisins; virðisaukaskattur er mishár eftir því hvers konar vörur eða þjónustu er verið að selja

VIRÐISAUKI

virðisauki er það sama og virðisaukaskattur

VISTVÆNN

vistvænt er það sem ekki spillir eða mengar náttúru eða lífríki.

VÍSITALA

vísitala er mælikvarði sem sýnir breytingar á verðgildi peninga á ákveðnu tímabili

VÍXILL

víxill er sérstök tegund af skuldabréfi sem staðfestir að sá sem tekur lán hjá einhverjum ætli að greiða það til baka á ákveðnum degi

VOTTFESTUR

skjal eða pappír sem hefur verið vottfestur hefur verið undirritaður af vottum

VOTTORÐ

vottorð er skrifleg yfirlýsing sem er notuð til þess að staðfesta eitthvað, t.d. heilbrigðisvottorð eða hjúskaparvottorð

VOTTUR

vottur er vitni að einhverju, t.d. því að rétt manneskja hafi skrifað undir pappíra og að allt hafi farið rétt fram, og staðfestir það með undirskrift sinni

YFIRLÝSING

yfirlýsing er formleg tilkynning um eitthvað, t.d. frá yfirvöldum

YFIRVINNA

yfirvinna er vinna sem maður vinnur til viðbótar við venjulegan vinnutíma samkvæmt ráðningarsamningi, t.d. á kvöldin eða um helgar

YFIRVÖLD

yfirvöld hvers ríkis eru þeir sem fara með stjórn landsins, t.d. ráðherrar og alþingi

ÞAGNARSKYLDA

ef maður er bundinn þagnarskyldu þá er maður skuldbundinn til þess að þegja yfir því sem maður heyrir um fólk eða málefni, t.d. í vinnunni

ÞÁTTTAKA

þátttaka felst í því að maður er með í einhverju; þátttaka í ákveðnu verkefni felst t.d. í því að maður tekur þátt í því, oftast með því að vinna við það

ÞÁTTTAKANDI

maður er þátttakandi ef maður tekur þátt í einhverju

ÞINGLÝSING

þinglýsing skjala miðar að því að skrá þau opinberlega til þess að tryggja og vernda réttindi þeirra sem skjölin varða, t.d. eignarrétt á landi eða fasteign

ÞJÓÐERNI

þjóðerni manns segir til um það hvaða þjóð hann tilheyrir; Íslendingar eru t.d. af íslensku þjóðerni

ÞJÓÐKIRKJA

þjóðkirkja er sú kirkja sem ríkið ákveður að sé aðalkirkja hverjar þjóðar; á Íslandi er t.d. lúterska kirkjan þjóðkirkja

ÞJÓÐSKRÁ

þjóðskrá er skrá yfir alla íbúa landsins; í þjóðskrá eru skráðar opinberar upplýsingar um íbúana, t.d. fullt nafn, kennitala og heimilisfang

ÞJÓÐÞING

þjóðþing er samkoma fólks sem hefur verið kosið af þjóðinni til þess að setja lög og fara með stjórn landsins samkvæmt ákveðnum reglum; Alþingi er þjóðþing Íslendinga

ÞJÓNUSTUGJÖLD

þjónustugjöld hjá fyrirtækjum eða stofnunum eru gjöld sem eru innheimt fyrir ákveðna þjónustu

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

þjónustumiðstöð er staður á vegum fyrirtækis eða stofnunar þar sem hægt er að sækja þá þjónustu sem þau veita

ÞUNGAÐUR

þegar kona er þunguð er hún barnshafandi

ÞUNGUN

það er þungun þegar kona er barnshafandi

ÞUNGUNARPRÓF

kona getur tekið þungunarpróf til þess að athuga sjálf hvort hún sé barnshafandi; þungunarpróf er hægt að kaupa í apótekum og sumum öðrum verslunum

ÞVERMENNINGARLEGUR

ef eitthvað er þvermenningarlegt þá er tekið tillit til mismunandi menningar fólks og unnið með tilliti til þess

ÞVINGUN

ef einhver er beittur þvingunum þá er hann neyddur til þess að gera eitthvað hvort sem hann vill það eða ekki

ÞVINGUNARÚRRÆÐI

þvingunarúrræði eru aðgerðir sem neyða t.d. stofnanir eða fyrirtæki til að hlýða fyrirmælum frá yfirvöldum

ÞÝÐANDI

þýðandi þýðir texta af einu tungumáli yfir á annað

ÞÝÐING

þýðing felst í því að flytja texta af einu tungumáli yfir á annað

ÞÝÐINGAÞJÓNUSTA

þýðingaþjónusta er þjónusta sem felst í því að þýða texta af einu tungumáli yfir á annað

ÆFINGAAKSTUR

æfingaakstur felst í því að t.d. unglingur sem er að læra að aka bíl fær sérstakt leyfi til að æfa sig að aka undir eftirliti t.d. foreldra í ákveðinn tíma áður en hann fær bílpróf

ÆTTINGI

ættingi manns er einhver sem er skyldur manni, t.d. frændi eða frænka

ÖKUKENNARI

ökukennari hefur sérstök réttindi til að kenna fólki að keyra bíla eða mótorhjól

ÖKULEYFI

fólk þarf að hafa sérstakt ökuleyfi frá yfirvöldum til þess að mega keyra t.d. bíl eða mótorhjól; áður en maður fær ökuleyfi verður maður að taka ökupróf hjá ökukennara

ÖKUMAÐUR

ef maður er ökumaður t.d. í bíl þá situr maður undir stýri og stjórnar bílnum

ÖKUPRÓF

maður verður að taka ökupróf hjá ökukennara til þess að fá leyfi til þess að keyra t.d. bíl

ÖKUSKÍRTEINI

ökuskírteini er skírteini sem staðfestir að maður hafi ökuleyfi

ÖKUTÆKI

ökutæki er tæki sem er hægt að keyra, t.d. bíll eða mótorhjól

ÖLDRUN

það er öldrun þegar fólk verður gamalt

ÖLDUNGADEILD

öldungadeild er framhaldsskólanám fyrir fullorðið fólk sem hefur hætt í skóla en vill ljúka námi t.d. með því að taka kvöldnámskeið samhliða vinnu

ÖNN

ein önn er tímabil sem námsáfangi eða námskeið er kennt, t.d. tíminn frá lokum ágústmánaðar fram í desember (haustönn) eða frá janúar og fram í júní (vorönn)

ÖRORKA

örorka er skert færni og geta til að vinna eftir slys eða veikindi; tryggingalæknir metur örorku og matið ræður því hversu mikill örorkulífeyrir er greiddur

ÖRORKUBÆTUR

örorkubætur eru bætur sem fólk getur átt rétt á úr almannatryggingum, tryggingafélögum eða lífeyrissjóðum ef það er metið sem öryrkjar eftir veikindi eða slys

ÖRORKULÍFEYRIR

örorkulífeyrir er mánaðarleg greiðsla sem örorkulífeyrisþegar eiga rétt á úr almannatryggingum eða lífeyrissjóði

ÖRORKULÍFEYRISÞEGI

maður er örorkulífeyrisþegi ef maður er öryrki og á rétt á örorkulífeyri

ÖRORKUMAT

tryggingalæknir sér um örorkumat þar sem kemur fram hvaða örorkustig um er að ræða, þ.e. hversu mikil örorka fólks er

ÖRORKUSTIG

örorkustig segir til um hversu mikil örorka fólks er

ÖRORKUSTYRKUR

örorkustyrkur er mánaðarleg greiðsla úr almannatryggingum sem maður getur átt rétt á ef maður er öryrki

ÖRORKUVOTTORÐ

örorkuvottorð er vottorð frá lækni sem segir til um hvað veldur örorku hjá fólki

ÖRYGGI

öryggi á vinnustað felst í því að gæta þess að starfsmenn slasist ekki eða skaði sig við vinnu sína, t.d. með því að láta fólk nota nauðsynlegan öryggisbúnað

ÖRYGGISBÚNAÐUR

öryggisbúnaður er sérstakur fatnaður, t.d. hjálmur, eða tæki sem varna því að fólk slasist eða skaði sig við vinnu

ÖRYRKI

öryrkjar eru þeir sem hafa skerta færni og getu til að vinna eftir slys eða veikindi; margir öryrkjar eiga rétt á opinberum greiðslum en þeir búa við mismikla örorku og réttindi þeirra taka mið af örorkumati