Stjórnsýsla, leyfi og umsóknir

Efnisyfirlit flokksStjórnvöld

Alþingi  - Upplýsingar um Alþingi Íslendinga sem var stofnað á Þingvöllum árið 930. Á fjögurra ára fresti eru haldnar kosningar þar sem 63 þingmenn eru kosnir til Alþingis.

Ráðuneyti  - Upplýsingar um ráðuneyti á Íslandi en ráðherrar sem eru yfir ráðuneytunum á Íslandi mynda ríkisstjórn.

Sveitarfélög  - Landið skiptist upp í 74 sveitarfélög sem hvert hefur sína eigin sveitarstjórn. Sveitastjórnirnar eru það stjórnvald sem stendur almenningi næst og þau bera ábyrgð á nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga. Almennar upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins, kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og fleira.


Stofnanir og sendiráð

Sendiráð og ræðisskrifstofur  - Utanríkisráðuneytið heldur utan um upplýsingar um erlend sendiráð og ræðisskrifstofur. Upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast þær eru að finna hér.

 Útlendingastofnun  - Almennar upplýsingar um Útlendingastofnun, en hún er sú stofnun innan íslenskrar stjórnsýslu sem helst snýr að erlendum ríkisborgurum á Íslandi.

Þjóðskrá Íslands  - Almennar upplýsingar um Þjóðskrá Íslands. Það er sú stofnun sem tekur við tilkynningum fólks um búferlaflutninga, bæði innanlands og á milli landa, beiðni um nafnabreytingar, skráningu sambúðar, tekur á móti kennitöluumsóknum og fleira. Þá fylla EES- og EFTA-ríkisborgarar út þar til gerð eyðublöð til að skrá rétt sinn til dvalar á Íslandi og skila til Þjóðskrár Íslands.

Sýslumaður  - Almennar upplýsingar um sýslumannsembættin en sýslumenn fara, hver í sínu umdæmi, með stjórnsýslu ríkisins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Vinnumálastofnun 

Vinnueftirlitið  - Almennar upplýsingar um Vinnueftirlitið en hlutverk Vinnueftirlitsins er að tryggja að öryggi starfsmanna sé gætt, viðeigandi vinnuaðstöðu þeirra og að ráðstafanir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir slys á vinnustað.


Leyfi og umsóknir

Leyfi  - Almennar upplýsingar um atvinnuleyfi, dvalarleyfi, búsetuleyfi og vegabréfsáritanir.

Ríkisborgararéttur  - Almenna reglan er sú að erlendur ríkisborgari þarf að hafa átt lögheimili á Íslandi í sjö ár áður en hann getur sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Ýmis atriði geta þó haft áhrif á þann tíma og þannig þurfa til dæmis makar íslensks ríkisborgara og norrænir ríkisborgarar að bíða í styttri tíma eftir ríkisborgararétti.

Vegabréf  - Almennar upplýsingar um íslensk vegabréf.

Ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja- Upplýsingar um löglegabúsetu ríkisborgara EES- og EFTA-ríkja á Íslandi. Ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja mega koma til landsins án sérstaks leyfis og dvelja eða starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði áður en lögheimili er skráð og sex mánuði ef viðkomandi er í atvinnuleit. Að þeim tíma loknum er nauðsynlegt að skrá sig hjá Þjóðskrá Íslands, að því gefnu að skilyrði um framfærslu sé uppfyllt.


Aðrar upplýsingar

Kennitala  - Almennar upplýsingar um kennitölu en allir einstaklingar sem hafa fasta búsetu á Íslandi eiga að vera skráðir í þjóðskrá og þurfa að hafa kennitölu sem er tíu stafa tala.

Skráning lögheimilis  - Upplýsingar um lögheimili en allir sem dvelja eða ætla að dvelja á Íslandi í sex mánuði eða lengur skulu samkvæmt lögum eiga lögheimili hér á landi.

Flutningur frá Íslandi  - Áður en flutt er af landi brott þarf að huga að nokkrum mikilvægum atriðum svo flutningurinn gangi sem best fyrir sig. Meðal annars þarf að tilkynna flutninginn til réttra aðila, verða sér úti um vottorð ýmis konar og ganga frá skattaskýrslu.Til baka, Senda grein, Prenta greinina