Alþingi Íslands

Alþingi Íslendinga
altingi
Alþingi - Kirkjustræti við Austurvöll

  • Á fjögurra ára fresti eru haldnar kosningar þar sem 63 þingmenn eru kosnir til Alþingis.
  • Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og er því bæði elsta stofnun þjóðarinnar og sú æðsta.
  • Stofnun Alþingis markar upphaf þjóðríkis á Íslandi.
  • Á Alþingi eru sett lög og Alþingi ákveður eyðslu ríkisins og þá skatta sem landsmenn þurfa að greiða.
  • Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Alþingi ákveður hvaða lög eru sett en forsetinn þarf að staðfesta lögin með undirskrift.
  • Alþingi hefur eftirlit með störfum ráðherra og ríkisstjórnarinnar, sem er kallað framkvæmdarvaldið.
  • Íslenskir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, sem hafa lögheimili á Íslandi mega kjósa í alþingiskosningum.
  • Átta stjórnmálaflokkar eiga þingmenn á Alþingi: Framsóknarflokkur, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn, Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Vinstri hreyfingin– grænt framboð.

Hvernig getur þú haft áhrif?

Með þátttöku í starfi stjórnmálaflokks getur þú haft áhrif á málefni sem þér þykir mikilvæg.

Með þátttöku í starfi stéttarfélags.

Með því að ræða við alþingismenn, sveitarstjórnarmenn og aðra sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu.

Með skrifum í fjölmiðla og með því að gefa fréttamönnum ábendingar.
Til baka, Senda grein, Prenta greinina