Flutningur frá Íslandi

Áður en flutt er af landi brott þarf að huga að nokkrum mikilvægum atriðum svo fluttningurinn gangi sem best fyrir sig. Meðal annars þarf að tilkynna flutnnginn til réttra aðila, verða sér úti um vottorð ýmis konar og ganga frá skattaskýrslu.

Hvað þarf að gera áður en flutt er frá Íslandi?

  • Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og til sveitarfélags ( Nánar... )
  • Tilkynna þarf flutning og nýtt heimilifang til póstsins og annarra stofnana / fyrirtækja sem við á (til dæmis vegna síma, rafmagns, banka og fleira) ( Nánar... )
  • Verða sér úti um E-104 vottorð um sjúkratryggingu frá Sjúkratryggingum Íslands (á við um EES-ríkisborgara). Athuga þarf að sérstakar reglur gilda og önnur vottorð eiga við þegar um útsenda starfsmenn er að ræða ( Nánar... )
  • Verða sér úti um U1 vottorð um vinnutímabil frá Vinnumálastofnun (á við um EES-ríkisborgara)
  • Fá starfsvottorð frá vinnuveitenda um starfstímabil á Íslandi en óska þarf eftir vottorði frá vinnuveitenda um vinnutímabil (tímabil og starfshlutfall) á Íslandi.
  • Fá vottorð um greiðslur í lífeyrissjóð hjá viðkomandi lífeyrissjóði ( Nánar... )
  • Ganga frá skattskýrslu hjá Ríkisskattstjóra eða starfsstöð í heimabyggð ( Nánar... )
  • Hægt er að leita nánari upplýsinga og aðstoðar hjá EURES, í gegnum upplýsingasíma Fjölmenningarseturs og á skrifstofu Fjölmenningarseturs.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina