KENNITALA

Allir einstaklingar sem hafa fasta búsetu á Íslandi eiga að vera skráðir í þjóðskrá og þurfa að hafa kennitölu sem er tíu stafa tala.

Fyrstu sex tölur kennitölu taka mið af afmælisdegi, mánuði og fæðingarári viðkomandi.

Segja má að kennitala sé lykillinn að íslensku samfélagi.

Nauðsynlegt er að hafa kennitölu til að skrá lögheimili á Íslandi, til að fá skattkort, til að opna bankareikning og sækja um heimasíma og nettengingu.

(Ríkisborgarar ríkja Afríku, Asíu, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku, Eyjaálfu og ríkisborgara þeirra Evrópuríkja sem hvorki eiga aðild að EES- né EFTA-samningnum. Þau eru Albanía, Andorra, Bosnía og Hersegóvína, Króatía, Hvíta-Rússland, Makedónía, Moldóva, Páfagarður, Rússland, San Marínó, Serbía og Svartfjallaland og Úkraína.)
Athuga ber að kennitala og skráning á lögheimili er ekki sami hluturinn og þó útlendingur hafi íslenska kennitölu þá þýðir það ekki endilega að hann hafi skráð lögheimili á Íslandi!

Starfsfólk Þjóðskrár Íslands veitir upplýsingar um hvort einstaklingar eru skráðir með lögheimili á Íslandi.
________________________________________________________________________

Til baka, Senda grein, Prenta greinina