Atvinnuleyfi

Með samningnum um EES hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að veita launamönnum, sem eru ríkisborgarar aðildarríkja EES/EFTA, forgang að innlendum vinnumarkaði. Ríkisborgarar ríkja innan EES/EFTA þurfa ekki atvinnuleyfi á Íslandi


Ríkisborgarar ríkja utan EES

 • Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa atvinnuleyfi áður en þeir flytja til Íslands vegna atvinnuþátttöku.
 • Ef einstaklingur er á Íslandi þegar sótt er um atvinnuleyfi fyrir hann í fyrsta sinn þarf hann yfirleitt að fara af landi brott. Vinnumálastofnun gefur nánari upplýsingar.

Vinnumálastofnun

Kringlunni 1 103 Reykjavík

Sími: (+354) 515-4800


Upplýsingar um atvinnuréttindi útlendinga á vef Vinnumálastofnunar

Upplýsingar um atvinnuleyfi á vef Útlendingastofnunar


Umsókn um atvinnuleyfi

 • Atvinnurekandi sækir um atvinnuleyfi en ekki starfsmaðurinn sjálfur. Atvinnurekandi skilar inn atvinnuleyfisumsókn, ásamt umsókn útlendingsins um dvalarleyfi, til Útlendingastofnunar.
 • Útlendingastofnun sendir umsóknina um atvinnuleyfi til Vinnumálastofnunar sem metur hvort öll skilyrði séu uppfyllt fyrir útgáfu atvinnuleyfis.
 • Atvinnuleyfi skiptast upp í sex flokka:
  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - EYÐUBLAÐ
  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli - EYÐUBLAÐ
  • Tímabundið atvinnuleyfi fyrir íþróttafólk - EYÐUBLAÐ
  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna sérstakra ástæðna - EYÐUBLAÐ
  • Tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar - EYÐUBLAÐ
  • Tímabundið atvinnuleyfi vegna náms - EYÐUBLAÐ

Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn um atvinnuleyfi?

 • Skriflegur ráðningarsamningur milli atvinnurekanda og þess sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir. Laun þurfa að vera í samræmi við gildandi kjarasamninga en á Íslandi eru lögbundin lágmarkslaun.
 • Atvinnurekandi þarf að kaupa sjúkratryggingu fyrir þann sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir.
 • Fullnægjandi heilbrigðisvottorð frá lækni sem sýnir heilsufarsástand þess sem sótt er um atvinnuleyfi fyrir. Vottorðið þarf að vera á íslensku eða ensku.

Sjá nánar tímabundið atvinnu- og dvalarleyfi og fylgigögn

Atvinnuleyfi í öðru EES-ríki gildir ekki á Íslandi.

Framlenging á atvinnuleyfi

 • Umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi þarf að berast Vinnumálastofnun minnst einum mánuði áður en gildandi atvinnuleyfi rennur út.
 • Atvinnurekandi skilar inn umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi, ásamt umsókn útlendingsins um framlengingu á dvalarleyfi, til Útlendingastofnunar. Þaðan er umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi send til Vinnumálastofnunar.
 • Útlendingurinn sjálfur ber ábyrgð á því að umsókn um framlengingu á dvalarleyfi sé lögð inn til Útlendingastofnunar í tæka tíð.
 • Atvinnurekandi ber ábyrgð á að umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi sé lögð inn hjá Útlendingastofnun í tæka tíð.
 • Atvinnuleyfi er yfirleitt veitt til eins árs í senn þó aldrei lengur en til þess tíma sem dvalarleyfi hefur verið veitt.

Til baka, Senda grein, Prenta greinina