Sveitarfélög

Á Íslandi eru tvö stjórnsýslustig, ríki og sveitarfélög. Á fjögurra ára fresti kjósa íbúar sveitarfélaga fulltrúa sína í sveitarstjórn til að fara með framkvæmd hins staðbundna lýðræðis.

Samband íslenskra sveitarfélaga
samband_isl_sveitarfelaga
Samband íslenskra sveitarfélaga

 • Sveitastjórnirnar eru það stjórnvald sem stendur almenningi næst og þau bera ábyrgð á nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga.

  Sveitarfélögin hafa öll sömu stöðu og lagaskyldur, óháð fjölda íbúa.

  Sveitarfélögin annast framkvæmd og bera ábyrgð á mörgum lykilþáttum velferðarþjónustunnar, svo sem leikskólum, grunnskólum og félagsþjónustu. Þau bera einnig ábyrgð á tæknilegum innviðum í hverju sveitarfélagi, svo sem neysluvatni, upphitun húsa og sorpvinnslu.

  Loks eru þau skipulags- og byggingaryfirvöld og fara með heilbrigðiseftirlit.

  Í hnotskurn

 • Landið skiptist upp í 74 sveitarfélög sem hvert hefur sína eigin sveitarstjórn.
 • Sveitarfélögin hafa réttindi og skyldur gagnvart íbúum sínum og ríkisvaldinu.
 • Einstaklingur telst íbúi þess sveitarfélags þar sem lögheimili hans er.
 • Sveitarfélög bjóða upp á ýmiskonar þjónustu og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá viðkomandi sveitarstjórnar-skrifstofu þegar flutt er í nýtt sveitarfélag.
 • Erlendir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, fá kosningarétt í sveitarstjórnar-kosningum eftir að hafa átt lögheimili hér á landi samfellt í fimm ár.
 • Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, sem hafa átt hér lögheimili í þrjú ár samfellt, öðlast kosningarétt.

Sveitarfélög á Íslandi

Samband íslenskra sveitarfélagaTil baka, Senda grein, Prenta greinina