Embætti sýslumanna

Sýslumenn fara, hver í sínu umdæmi, með stjórnsýslu ríkisins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um. Þá eru mörg verkefni sem heyra undir embætti sýslumanna utan Reykjavíkur sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ekki umsjón með.

Meðal verkefna sem heyra undir sýslumenn utan Reykjavíkur eru:

  • Innheimta opinberra gjalda, en tollstjórinn í Reykjavík sér um innheimtuna þar
  • Almannatryggingar, sýslumenn utan Reykjavíkur annast umboðsstörf fyrir Tryggingastofnun ríkisins
  • Leyfi og skírteini, sýslumenn utan Reykjavíkur sjá um afgreiðslu eða útgáfu á ýmsum leyfum og skírteinum, eins og útgáfu vegabréfa, ökuskírteina, leyfum tengdum starfsemi veitingahúsa, gistiheimila, skemmtistaða og fleira.

Upplýsingar um staðsetningu sýslumannsembætta ásamt þeim málum sem snerta verksvið embætta sýslumanna, eins og sifjamál, dánarbú, lögráðamál, fullnustugerðir, þinglýsingar, innheimtu opinberra gjalda, leyfi og skírteini, lögskráningar og fleira eru að finna á vef sýslumanna – www.syslumenn.is

Vefur sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu

Til baka, Senda grein, Prenta greinina