Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands er skrifstofa í innanríkisráðuneytinu sem heldur úti þjóðskrá. Í þjóðskrá eru meðal annars skráðar kennitölur og nöfn fólks sem er búsett á Íslandi, kyn, hjúskaparstaða, barneignir, lögheimili, aðsetur ef við á, fæðingarstaður og ríkisfang þess. Þá er skráð í þjóðskrá hvert sóknargjöld vegna trúfélaga eigi að renna og breytingar sem verða á þessum atriðum og öðrum högum manna, ásamt fleiru.

Hjá Þjóðskrá Íslands er einnig haldið utan um kennitöluskrá (utangarðsskrá) en það er sérstök skrá yfir erlenda ríkisborgara sem fá úthlutaða kennitölu en eru ekki með skráð lögheimili hér á landi.

Þjóðskrá Íslands tekur við tilkynningum fólks um búferlaflutninga, bæði innanlands og milli landa, beiðnum um nafnabreytingar, nafnagjafir barna og skráningu sambúðar.

EES-ríkisborgarar fylla út þar til gerð eyðublöð til að skrá rétt sinn til dvalar á Íslandi og skila til Þjóðskrár Íslands, ásamt því að þar er hægt að sækja um skráningu og úthlutun kennitölu til EES/ EFTA-ríkisborgara.

Þjóðskrá Íslands gefur út ýmis vottorð, eins og til dæmis fæðingarvottorð, vottorð um hjúskaparstöðu, sambúðarskráningu, búsetu og staðfestingu á dánardegi.

Afgreiðslutími Þjóðskrár Íslands er frá klukkan 9:00 til 15.00 á virkum dögum og símatími á milli klukkan 9.00 og 15.30.

 

Þjóðskrá Íslands (kort)

Borgartúni 21

105 Reykjavík

Sími: 515 5300

Fax: 515 5310

Netfang: skra@skra.is


Hafnarstræti 107

600 Akureyri

Tel: (+354) 515 5300

E-mail: skra@skra.is

Web: www.skra.is
Til baka, Senda grein, Prenta greinina