Útlendingastofnun

Útlendingastofnun er sú stofnun innan íslenskrar stjórnsýslu sem helst snýr að erlendum ríkisborgurum á Íslandi.

Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum innanríkisráðuneytisins og starfar samkvæmt lögum nr. 96/2002 um útlendinga og einnig reglugerð nr. 53/2003 um útlendinga.

Umfangsmesti þátturinn í starfsemi Útlendingastofnunar er útgáfa dvalarleyfa. Útlendingastofnun afgreiðir allar umsóknir um dvalarleyfi, hvort sem um er að ræða dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku, fjölskyldusameiningar, námsvistar eða vistráðningar, ásamt áritunum til landsins og umsóknum hælisleitenda. Útlendingastofnun sinnir einnig mótttöku umsókna um íslenskan ríkisborgararétt, hvort sem umsókn á að afgreiðast af innanríkisráðuneyti eða Alþingi. Þess utan sinnir Útlendingastofnun margvíslegum verkefnum á sviði útlendingamála.

Á vef sínum birtir Útlendingastofnun tölulegar upplýsingar, veitir upplýsingar um áritanir til Íslands, dvalarleyfi og annað sem snýr að starfssemi stofnunarinnar. Öll eyðublöð sem snúa að dvalarleyfi, búsetuleyfi, áritunum og öðru sama eðlis er að finna á vef Útlendingastofnunar.

  

Útlendingastofnun   (Kort)

Dalvegur 18

201 Kópavogur

Sími (+354) 444 0900

Netfang: utl@utl.is 

 Til baka, Senda grein, Prenta greinina