Vegabréf

Íslenskir ríkisborgarar geta sótt um vegabréf hjá sýslumönnum um allt land, að undanskildu sýslumannsembættinu í Reykjavík. Aðalafgreiðsla vegabréfa á höfuðborgarsvæðinu er hjá sýslumanninum í Kópavogi, Dalvegi 18 (kort).

Sjá embætti sýslumanna hér

Umsóknin

Umsækjendur um íslenskt vegabréf verða að sækja um það í eigin persónu. Umsækjandi fyllir ekki lengur út hefðbundið umsóknareyðublað heldur er umsóknin sett beint inn í umsóknarkerfið ,,pappírslaust”. Ekki þarf heldur að hafa meðferðis mynd þegar sótt er um almennt vegabréf.

Það sem umsækjandi þarf að hafa meðferðis þegar sótt er um íslenskt vegabréf er:

  • Persónuskilríki með mynd
  • Greiðslu fyrir vegabréfið
  • Samþykki forsjáraðila ef við á
  • Samþykki lögráðamanns ef við á

Upplýsingar um vegabréf á vefsíðu Þjóðskrár Íslands

Til baka, Senda grein, Prenta greinina