Túlkun og upplýsingar

Efnisyfirlit flokks


Bæklingar - Upplýsingabæklingar

Túlkaþjónusta - Upplýsingar um túlkaþjónustu á Íslandi

Lögfræðiráðgjöf - Mannréttindaskrifstofa Íslands veitir innflytjendum lögfræðiráðgjöf þeim að kostnaðarlausu. Ráðgjöfin fer fram í húsnæði skrifstofunnar að Túngötu 14 og er opin á miðvikudögum á milli klukkan 14 og 20 og á föstudögum frá klukkan 9 til 15.

Réttur á túlkun - Í mörgum tilfellum er fenginn túlkur til að túlka samskipti hjá til dæmis félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélögum, lögreglunni og fyrirtækjum. Hinsvegar ber að hafa í huga að túlkar eru ekki alltaf einstaklingum að kostnaðarlausu og því er ráðlegt að athuga stefnu hverrar stofnunar eða fyrirtækis varðandi greiðslu fyrir túlkun. 

Bandalag þýðenda og túlka - Bandalag þýðenda og túlka hefur það að markmiði að auka veg og virðingu þýðenda og túlka í þjóðfélaginu.

Dómtúlkar og skjalaþýðendur - Upplýsingar um félagsskrá Félags löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda, tungumál og hvernig hægt er að hafa samband.

Ráðgjöf og þjónusta  - Á Íslandi er boðið upp á fjölbreytta þjónustu fyrir innflytjendur um allt land. Þjónustan er meðal annars fólgin í upplýsingagjöf, túlkaþjónustu, þýðingarþjónustu, lögfræðiþjónustu, íslenskukennslu, félagsráðgjöf og námsráðgjöf. Upplýsingar um aðila sem veita slíka þjónustu og hvers eðlis þjónusta hvers og eins er.

Fjölvaki  - Á vefnum www.fjolvaki.mcc.is eru upplýsingar og efni á ýmsum tungumálum. Á vefnum hefur íslensku vefefni á erlendum tungumálum verið safnað saman og flokkað í viðamikið tenglasafn. Nánari upplýsingar um Fjölvaka.

Fyrstu skrefin - upplýsingabæklingur - Bæklingurinn er fáanlegur á níu tungumálum og í tveimur útgáfum en vegna alþjóðlegra samninga, svo sem á milli Norðurlandanna og aðildarríkja að EES- og EFTA-samningunum, gilda mismunandi reglur eftir ríkisfangi. Önnur útgáfa bæklingsins tekur mið af réttindum EES- og EFTA-ríkisborgara til dvalar á Íslandi en í hinni útgáfunni eru að finna upplýsingar fyrir önnur þjóðerni

Skýrsla um túlkaþjónustu til innflytjendaTil baka, Senda grein, Prenta greinina