Laun og launaseðlar

  • Með launagreiðslum á að fylgja launaseðill þar sem skýrt kemur fram hvaða laun eru greidd, hvernig þau er reiknuð og yfirlit yfir þær greiðslur sem dregnar eru frá launum.

> Helstu greiðslur sem dregnar eru af launum starfsmanns eru:

  • Skattgreiðslur. Vinnuveitandi dregur skatt af launum starfsmanns og greiðir þá upphæð til ríkisskattstjóra.
  • Orlofsgreiðslur. Atvinnurekandinn greiðir í það minnsta 10,17% hlutfall af launum á sérstakan orlofsreikning sem launþegi á. Þessi upphæð kemur í stað launa vegna sumarleyfis.
  • Lífeyrisgreiðslur. Allir verða að greiða í lífeyrissjóð. Dregin eru 4% af dagvinnulaunum til greiðslu í lífeyrissjóð en atvinnurekandi greiðir að minnsta kosti 6% á móti. Sumir lífeyrissjóðir endurgreiða ríkisborgurum ríkja utan EES-svæðisins hluta þessara gjalda þegar þeir flytja frá landinu.
  • Greiðslur til viðkomandi verkalýðs- eða stéttarfélags.


Til baka, Senda grein, Prenta greinina