Ráðningarsamningur


 • Mikilvægt er að gera skriflegan ráðningarsamning til að tryggja réttindi sín.
 • Laun og kjör eiga að vera þau sömu og gilda á íslenskum vinnumarkaði. Ef launin eru lægri en kjarasamningar segja til um þá er ráðningarsamningurinn ógildur.

Innihald ráðningarsamnings

Í ráðningarsamningi á að koma fram:

 • Hvert er verksvið starfsmannsins, það er lýsing á starfi.
 • Hvar vinnan fer fram.
 • Hver eru laun, vinnuaðstaða og hve langur vinnudagurinn er.
 • Til hvaða stéttarfélaga er greitt.
 • Lífeyrissjóðgreiðslur.
 • Skýrar upplýsingar um slysa- og sjúkratryggingar, en vinnuveitandi er ábyrgur fyrir því að starfsmaðurinn sé tryggður í starfi.
 • Gildistími ráðningarsamnings.

Upplýsingar og aðstoð

 • Ef starfsmaður hefur fengið rangar upplýsingar um hvernig atvinnuskráningu hans er háttað, til dæmis ef hann grunar að hann sé í ólöglegri vinnu, getur hann leitað upplýsinga og aðstoðar hjá sínu verkalýðsfélagi, samtökum stéttar- og verkalýðsfélaganna og hjá Fjölmenningarsetri.
 • Sjá verkalýðsfélög.

Staðlaða ráðningarsamninga er að fá hjá Vinnumálastofnun og þjónustuskrifstofum hennar um landið.

Ráðningarsamningur á:Til baka, Senda grein, Prenta greinina