Starfsréttindi

  • Erlendir ríkisborgarar sem flytja til Íslands þurfa að ganga úr skugga um að starfsréttindi þeirra erlendis frá séu gild á Íslandi ef þeir hyggjast starfa við þá grein sem þeir hafa menntað sig til.
  • Þeir sem hafa próf frá Norðurlöndum eða EES-svæðinu hafa yfirleitt réttindi sem eru gild á Íslandi, en þó getur verið nauðsynlegt að afla sér leyfis til starfa.
  • Þeir sem eru menntaðir í löndum utan EES-svæðisins þurfa nánast alltaf að láta meta réttindi sín hér á landi.
  • Fyrir veitingu leyfisbréfa er athugað hvort menntun umsækjanda standist samanburð við þá menntun sem krafist er á Íslandi. Umsóknir um leyfisbréf eru sendar til umsagnar hjá fagfélögum og ef umóknin fær jákvæða umsögn er útbúið leyfisbréf sem afhent er gegn greiðslu gjalds.

Sjá nánar mat á námi og starfsréttindumTil baka, Senda grein, Prenta greinina