Útsendir starfsmenn og þjónustufyrirtæki

 

Útsendir starfsmenn sem starfa á Íslandi njóta ákveðinna réttinda samkvæmt íslenskum lögum og reglum og ber erlendum fyrirtækjum að hlýta íslenskum lögum þann tíma sem þeir veita þjónustu hér á landi. Posting.is er vefsíða þar sem nálgast má helstu upplýsingar um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra sem eru sendir til starfa á Íslandi.

Á posting.is er meðal annars hægt að finna upplýsingar um kaup og kjör, vinnuvernd, skattamál, mat á starfsréttindum, skráningu til Þjóðskrár og upplýsingar um skráningarskyldu erlendra fyrirtækja til Vinnumálastofnunar.


Til baka, Senda grein, Prenta greinina